Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Jón Þór Stefánsson skrifar 6. maí 2025 11:37 Inga Sæland segist tilbúin að leiðrétta ákvarðanir sínar fari þær ekki að lögum. Vísir/Vilhelm Inga Sæland húsnæðismálaráðherra segist líta það alvarlegum augum hafi hún ekki farið að lögum við skipun á nýrri stjórn Húsnæðis og mannvirkjastofnunnar. Hún muni leiðrétta ákvarðanir sínar fari þær ekki eftir lögum. Skipun Ingu í stjórn HMS hefur vakið athygli en þar var stjórn stofnunnarinnar skipt út. Jafnréttisstofa hefur gert athugasemd við skipunina og telur hana stangast á við jafnréttislög og Verkfræðingafélags Íslands hefur einnig gert athugasemdir en það er mat félagsins að stjórnarmenn skorti fagþekkingu. „Ég lít grafalvarlegum augum þau vinnubrögð ráðherra að fara ekki að lögum. Þannig ef svo er, þetta er núna í skoðun í mínu ráðuneyti, þá verður það svo sannarlega leiðrétt. Það er ekki neinum blöðum um það að fletta,“ sagði Inga að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Ef við þurfum að leiðrétta eitthvað til að fara að lögum þá auðvitað gerum við það. Því við viljum alltaf fara að lögum. Við ætlumst til þess að landsmenn geri það og við viljum gera það líka.“ Í síðustu viku var Inga spurð út í skipunina og þá sagðist hún stolt af henni. „Í tilviki skipunar stjórnar HMS nýverið skipaði ég þá aðila sem ég taldi hæfasta til að fylgja þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur í húsnæðismálum. Nefndin er pólitískt skipuð enda eru verkefni stjórnarinnar af pólitískum toga, það er, að fylgja eftir húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar,“ sagði Inga í ræðustól Alþingis. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær sagðist Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra treysta Ingu til að meta hæfi þeirra einstaklinga sem hún hefur skipað. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Húsnæðismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Skipun Ingu í stjórn HMS hefur vakið athygli en þar var stjórn stofnunnarinnar skipt út. Jafnréttisstofa hefur gert athugasemd við skipunina og telur hana stangast á við jafnréttislög og Verkfræðingafélags Íslands hefur einnig gert athugasemdir en það er mat félagsins að stjórnarmenn skorti fagþekkingu. „Ég lít grafalvarlegum augum þau vinnubrögð ráðherra að fara ekki að lögum. Þannig ef svo er, þetta er núna í skoðun í mínu ráðuneyti, þá verður það svo sannarlega leiðrétt. Það er ekki neinum blöðum um það að fletta,“ sagði Inga að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Ef við þurfum að leiðrétta eitthvað til að fara að lögum þá auðvitað gerum við það. Því við viljum alltaf fara að lögum. Við ætlumst til þess að landsmenn geri það og við viljum gera það líka.“ Í síðustu viku var Inga spurð út í skipunina og þá sagðist hún stolt af henni. „Í tilviki skipunar stjórnar HMS nýverið skipaði ég þá aðila sem ég taldi hæfasta til að fylgja þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur í húsnæðismálum. Nefndin er pólitískt skipuð enda eru verkefni stjórnarinnar af pólitískum toga, það er, að fylgja eftir húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar,“ sagði Inga í ræðustól Alþingis. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær sagðist Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra treysta Ingu til að meta hæfi þeirra einstaklinga sem hún hefur skipað.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Húsnæðismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira