Á frumsýningunni voru einnig Ingibjörg Þórðardóttir, fyrrum ritsjóri á BBC og CNN en hún vinnur núna í umhverfismálum og Kristín Ólafsdóttir kvikmyndaframleiðandi.
„Það var stórkostlegt að vera í salnum með Sir David,“ segir Ingibjörg. Hún lýsir miklum fagnaðarlátum þegar hann kom inn með kóngnum. Sir Davíð stóð og veifaði til viðstaddra. Hann leit ekki út fyrir að vera að nálgast 100 ára aldurinn en hann er nú 99 ára gamall.

„Þeir eru heldur ekki margir sem geta takið athygli frá kónginum eins og hann. Fólk var þarna honum til heiðurs. Ekki má vanmeta hversu dáður hann er í bresku samfélagi og um allan heim fyrir alla þá vinnu sem hann hefur gert til að vernda plánetuna og það var mjög augljóst,“ bætir Ingibjörg við.
Umrædd mynd í sýningar á Íslandi 8 mars í Smárabíó á 99 ára afmælisdegi Attenborough og verður sérstök frumsýning á vegum Náttúruverndarsamtök Íslands, Landverndar, Icelandic Wildlife Fund, Hvalavina og NASF haldin 9. maí að viðstöddum leikstjóra myndarinnar sem er Toby Nowlan.

Með Nowlan verða líka Jasper Smith, stofnandi Arksen og 10% For the Ocean, sem er einn af þeim sem fjármögnuðu myndina og Carolina Manhusen sem er mikill fjárfestir í frumkvöðlafyrirtækjum í sjálbærri nýtingu hafsins.
„Skilaboð myndarinnar eru mjög skýr og það var enginn sem fór út úr salnum í neinum vafa um hver ósk Sir David er.“ Ingibjörg segir afar hvetjandi að heyra hversu mikla von hann hefur um að þrátt fyrir þann mikla skaða sem mannkynið hefur valdið höfum heimsins, sé enn von um bata.
Þrátt fyrir að lýsa alvarlegri stöðu hafsins, bendir Attenborough á að rannsóknir sem gerðar voru við gerð myndarinnar sýni að hafið geti náð sér hraðar en við höfum nokkru sinni ímyndað okkur, það getur lifnað við á ný. Ef við björgum hafinu, björgum við heiminum okkar.

Myndin kemur út rétt fyrir hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í Nice í Frakklandi í júní. Þar er vonast til að fleiri lönd staðfesti samkomulag frá 2023 um verndun líffræðilegs fjölbreytileika í höfunum. Hingað til hafa aðeins 21 land staðfest samkomulagið, en 60 staðfestingar eru nauðsynlegar til að það taki gildi.