Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar 7. maí 2025 15:31 Lífið færir mér ýmsar áskoranir og það væri óskandi að ég hefði stjórn á þeim öllum. Svo er víst ekki, það eina sem ég get stjórnað er ég sjálf, mín viðbrögð, mín hegðun og framkoma. Oft á tíðum hef ég einblínt á það sem aflaga fer, hvernig fólk kemur fram, hvað það segir o.s.frv. Þetta hefur ekki skilað mér miklu, nema kannski helst vanlíðan og ómögulegheitum. Þegar ég hins vegar næ að beina sjónum mínum að mér sjálfri og mínum viðbrögðum við því sem lífið hefur upp á að bjóða þá virðast hlutirnir ganga betur. Ég hef nefnilega enga stjórn á því hvað aðrir gera eða segja en ég hef fulla stjórn á því hvernig ég bregst við. Mér tekst þó ekki alltaf vel upp en ég læt mistökin ekki stoppa mig af, ég stend upp aftur og held ótrauð áfram. Það er svo merkilegt að þegar ég næ að beina athyglinni að sjálfri mér þá virðist lífið frekar vera með mér í liði, mér líður betur og ég undrast í raun hvað ég hef mikla stjórn á hlutunum. Allt snýst þetta um að velja hvað ég legg áherslu á og í hvað ég nýti krafta mína. Verum upptekin af okkar eigin hegðun, okkar eigin viðbrögðum, okkar eigin orðum. Í því felst heilmikill kraftur sem færir okkur betri líðan og hún er bráðsmitandi. 10 hlutir sem ég get haft stjórn á: Ég get valið hvernig ég bregst við áreiti. Ég get valið að nýta hæfileikana mína. Ég get valið orðin sem ég nota. Ég get valið að vera þakklát. Ég get valið hvernig ég túlka hlutina. Ég get valið hvort ég hlusta. Ég get valið að biðja um hjálp. Ég get valið að sýna öðrum virðingu. Ég get valið að róa mig niður þegar ég kemst í uppnám. Ég get valið hvernig ég kem fram við aðra. Höfundur er verkefnisstjóri ART teymis Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Lífið færir mér ýmsar áskoranir og það væri óskandi að ég hefði stjórn á þeim öllum. Svo er víst ekki, það eina sem ég get stjórnað er ég sjálf, mín viðbrögð, mín hegðun og framkoma. Oft á tíðum hef ég einblínt á það sem aflaga fer, hvernig fólk kemur fram, hvað það segir o.s.frv. Þetta hefur ekki skilað mér miklu, nema kannski helst vanlíðan og ómögulegheitum. Þegar ég hins vegar næ að beina sjónum mínum að mér sjálfri og mínum viðbrögðum við því sem lífið hefur upp á að bjóða þá virðast hlutirnir ganga betur. Ég hef nefnilega enga stjórn á því hvað aðrir gera eða segja en ég hef fulla stjórn á því hvernig ég bregst við. Mér tekst þó ekki alltaf vel upp en ég læt mistökin ekki stoppa mig af, ég stend upp aftur og held ótrauð áfram. Það er svo merkilegt að þegar ég næ að beina athyglinni að sjálfri mér þá virðist lífið frekar vera með mér í liði, mér líður betur og ég undrast í raun hvað ég hef mikla stjórn á hlutunum. Allt snýst þetta um að velja hvað ég legg áherslu á og í hvað ég nýti krafta mína. Verum upptekin af okkar eigin hegðun, okkar eigin viðbrögðum, okkar eigin orðum. Í því felst heilmikill kraftur sem færir okkur betri líðan og hún er bráðsmitandi. 10 hlutir sem ég get haft stjórn á: Ég get valið hvernig ég bregst við áreiti. Ég get valið að nýta hæfileikana mína. Ég get valið orðin sem ég nota. Ég get valið að vera þakklát. Ég get valið hvernig ég túlka hlutina. Ég get valið hvort ég hlusta. Ég get valið að biðja um hjálp. Ég get valið að sýna öðrum virðingu. Ég get valið að róa mig niður þegar ég kemst í uppnám. Ég get valið hvernig ég kem fram við aðra. Höfundur er verkefnisstjóri ART teymis Suðurlands.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar