Fótbolti

Bryn­dís Arna missir af EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bryndís Arna Níelsdóttir í leiknum gegn Serbíu á Kópavogsvelli í fyrra þar sem hún skoraði sitt eina landsliðsmark.
Bryndís Arna Níelsdóttir í leiknum gegn Serbíu á Kópavogsvelli í fyrra þar sem hún skoraði sitt eina landsliðsmark. vísir/hulda margrét

Þjálfari Växjö segir að framherjinn Bryndís Arna Níelsdóttir muni missa af Evrópumótinu í sumar vegna meiðsla.

Bryndís meiddist á læri á æfingu í síðustu viku og í samtali við Smålandsposten sagði þjálfari Växjö, Olof Unogård, að hún myndi missa af EM.

„Við finnum til með henni að hún muni líka missa af tækifæri til að spila á EM með Íslandi,“ sagði Unogård.

Hann bætti við að Bryndís myndi sleppa við aðgerð og vonandi snúa aftur í haust.

Bryndís hefur leikið sjö landsleiki og skorað eitt mark, gegn Serbíu í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar á síðasta ári.

Växjö er í þrettánda og næstneðsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig eftir sex umferðir. Bryndís gekk í raðir liðsins frá Val í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×