Körfubolti

Krista Gló: Ætluðum að vinna

Árni Jóhannsson skrifar
Krista Gló Magnúsdóttir, hetja Njarðvíkinga.
Krista Gló Magnúsdóttir, hetja Njarðvíkinga. Vísir / Jón Gautur Hannesson

Krista Gló Magnúsdóttir var hetja Njarðvíkinga í kvöld þegar Njarðvíkinga náðu sér í einn leik í það minnsta í viðbót í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Krista negldi niður þrist til að koma Njarðvík í 93-95 sem urðu lokatölu leiksins ásamt því að stela boltanum þegar skammt var eftir.

Krista gripin af Andra Má Eggertssyni í viðtal á Stöð 2 Sport skömmu eftir leik og var spurð út í þennan rússibanaleik. Njarðvíkingar voru með 20 stiga forskot en Haukar voru nærrum því búnar að vinna leikinn.

„Við vissum bara að við þyrftum að halda áfram. Vissum að þær myndu alltaf ná sínum sprett. Við ætluðum alltaf að koma til baka.“

Hvernig var hugarfarið komandi inn í þennan leik með bakið upp við vegg?

„Við ætluðum bara að vinna. Það var markmiðið okkar.“

Í lokin var að sjálfsögðu mikil spenna og var Krista spurð út í trekkinginn sem fylgir svona spennuleik.

„Ég var bara tilbúin í þetta. Við ætluðum að vinna.“

Krista, eins og áður segir, negldi niður þrist úr horninu til að koma Njarðvíkingum í forystu og var hún beðin um að labba með Andra í gegnum þessa aðgerð.

„Mér datt í hug að þær ætluðu að hjálpa af mér á Brittany Dinkins þannig að ég var bara tilbúin að grípa og skjóta. Ég var að hitta vel í leiknum.“

En var þetta það sem var lagt upp með í leikhléinu?

„Brittany átti að keyra á körfuna en mér datt í hug að þær myndu hjálpa og ég var bara tilbúin.“

Dramatíkin var ekki búin því Krista stal boltanum og var nærrum því búin að tapa honum á móti. Hvernig leið henni eftir tapaða boltann?

„Ég var alveg pirruð en við þurftum að fá stoppið sem við og gerðum. Það var mikilvægt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×