Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2025 08:32 Jalen Brunson og félagar í New York Knicks eru komnir í 2-0 í einvíginu gegn Boston Celtics og næstu tveir leikir eru á þeirra heimavelli, Madison Square Garden. getty/Maddie Meyer Öllum að óvörum er New York Knicks komið í 2-0 í einvíginu gegn meisturum Boston Celtics í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Vestanmegin sýndi Oklahoma City Thunder styrk sinn gegn Denver Nuggets. Annan leikinn í röð lenti Knicks tuttugu stigum undir á móti Celtics en kom til baka og landaði sigri. Jalen Brunson setti niður tvö vítaskot þegar 12,7 sekúndur voru eftir og kom Knicks í 90-91. Celtics fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn en Mikal Bridges stal boltanum af Jayson Tatum. Hann stal boltanum einnig undir blálokin á fyrsta leiknum. BRUNSON HITS TWO FREE THROWS.BRIDGES TAKES THE BALL AWAY.KNICKS TAKE 2-0 SERIES LEAD. pic.twitter.com/NbyRwQri9O— NBA (@NBA) May 8, 2025 Bridges var heldur betur mikilvægur á ögurstundu en hann skoraði öll fjórtán stigin sín í 4. leikhluta. Josh Hart var stigahæstur hjá Knicks með 23 stig. Karl-Anthony Towns skoraði 21 stig og tók sautján fráköst og Brunson skilaði sautján stigum. Jaylen Brown og Derrick White skoruðu tuttugu stig hvor fyrir Celtics. Sóknarleikur meistaranna hrökk í baklás í 4. leikhluta en liðið skoraði ekki körfu í rúmar átta mínútur og klikkaði á þrettán skotum í röð. Celtics vann alla fjóra leikina gegn Knicks í deildarkeppninni en er nú heldur betur komið með bakið upp við vegg eftir tvö töp á heimavelli í fyrstu tveimur leikjum einvígisins. Met hjá Þrumunni Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum gegn Nuggets svaraði OKC heldur betur fyrir sig í öðrum leiknum í nótt og vann hann með 43 stigum, 149-106. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1. OKC hefur aldrei skorað fleiri stig í leik í úrslitakeppninni í sögu félagsins. Thunder setti einnig met í sögu úrslitakeppninnar með því að skora 87 stig í fyrri hálfleik. Á meðan skoraði Nuggets 56 stig. Átta leikmenn Thunder skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Shai Gilgeous-Alexander var stigahæstur með 34 stig auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar. Gilgeous-Alexander hitti úr ellefu af þrettán skotum sínum utan af velli og kláraði öll ellefu vítin sín. SGA, THUNDER SCORE FRANCHISE-PLAYOFF RECORD 149 POINTS!⚡️ 34 PTS⚡️ 8 AST⚡️ 11-13 FGM (84.6%)⚡️ +51 while on court⚡️ OKC ties series 1-1 pic.twitter.com/IDzHjXi4yU— NBA (@NBA) May 8, 2025 Fátt var um fína drætti hjá Denver. Russell Westbrook skoraði nítján stig en Nikola Jokic var nokkuð rólegur með sautján stig, átta fráköst og sex stoðsendingar og fékk sína sjöttu villu í 3. leikhluta. NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Annan leikinn í röð lenti Knicks tuttugu stigum undir á móti Celtics en kom til baka og landaði sigri. Jalen Brunson setti niður tvö vítaskot þegar 12,7 sekúndur voru eftir og kom Knicks í 90-91. Celtics fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn en Mikal Bridges stal boltanum af Jayson Tatum. Hann stal boltanum einnig undir blálokin á fyrsta leiknum. BRUNSON HITS TWO FREE THROWS.BRIDGES TAKES THE BALL AWAY.KNICKS TAKE 2-0 SERIES LEAD. pic.twitter.com/NbyRwQri9O— NBA (@NBA) May 8, 2025 Bridges var heldur betur mikilvægur á ögurstundu en hann skoraði öll fjórtán stigin sín í 4. leikhluta. Josh Hart var stigahæstur hjá Knicks með 23 stig. Karl-Anthony Towns skoraði 21 stig og tók sautján fráköst og Brunson skilaði sautján stigum. Jaylen Brown og Derrick White skoruðu tuttugu stig hvor fyrir Celtics. Sóknarleikur meistaranna hrökk í baklás í 4. leikhluta en liðið skoraði ekki körfu í rúmar átta mínútur og klikkaði á þrettán skotum í röð. Celtics vann alla fjóra leikina gegn Knicks í deildarkeppninni en er nú heldur betur komið með bakið upp við vegg eftir tvö töp á heimavelli í fyrstu tveimur leikjum einvígisins. Met hjá Þrumunni Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum gegn Nuggets svaraði OKC heldur betur fyrir sig í öðrum leiknum í nótt og vann hann með 43 stigum, 149-106. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1. OKC hefur aldrei skorað fleiri stig í leik í úrslitakeppninni í sögu félagsins. Thunder setti einnig met í sögu úrslitakeppninnar með því að skora 87 stig í fyrri hálfleik. Á meðan skoraði Nuggets 56 stig. Átta leikmenn Thunder skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Shai Gilgeous-Alexander var stigahæstur með 34 stig auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar. Gilgeous-Alexander hitti úr ellefu af þrettán skotum sínum utan af velli og kláraði öll ellefu vítin sín. SGA, THUNDER SCORE FRANCHISE-PLAYOFF RECORD 149 POINTS!⚡️ 34 PTS⚡️ 8 AST⚡️ 11-13 FGM (84.6%)⚡️ +51 while on court⚡️ OKC ties series 1-1 pic.twitter.com/IDzHjXi4yU— NBA (@NBA) May 8, 2025 Fátt var um fína drætti hjá Denver. Russell Westbrook skoraði nítján stig en Nikola Jokic var nokkuð rólegur með sautján stig, átta fráköst og sex stoðsendingar og fékk sína sjöttu villu í 3. leikhluta.
NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira