Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. maí 2025 07:01 Friðþóra sýnir lesendum Vísis hina hliðina. Grafík/Sara Friðþóra Sigurjónsdóttir, ofurskvísa og pilates-kennari, lýsir sjálfri sér sem umhyggjusamri, jákvæðri og samviskusamri konu sem stundum hefur tilhneigingu til að ofhugsa hlutina. Hún segir Þórsmörk vera fallegasta staðinn á landinu og dreymir um að ferðast til Japan. Friðþóra er kærasta hins súkkulaðisæta tónlistarmanns Patriks Atlasonar, eða Prettyboitjokkó. Þau byrjuðu saman sumarið 2022, hálfu ári áður en Patrik skaust upp á stjörnuhiminn með lagið „Skína“. Friðþóra segir þau hafa fullt fyrir stafni þessa dagana, þar sem þau eru að undirbúa flutninga. Nýverið settu þau íbúð sína í Áslandinu í Hafnarfirði á sölu, og sumarið fer því í flutninga og að koma sér fyrir á nýjum stað. Í viðtali við Vísi árið 2023 sagði Patrik frá því að Friðþóra hafi verið fegin að hafa kynnst honum áður en tónlistarferill hans sprakk út. „Hún var með mér áður en þetta allt byrjaði, og ég sagði henni að ég ætlaði að vera poppstjarna Íslands. Hún viðurkennir stundum að þurfa aðeins að kyngja þessum breytingum. En hún og fjölskyldan hennar eru fegin að hafa fengið að kynnast mér áður en þetta allt byrjaði,“ sagði Patrik. Friðþóra sýnir lesendum hina hliðina þessa vikuna Fullt nafn? Friðþóra Sigurjónsdóttir Aldur? 24 ára Starf? Ég er pilates-kennari hjá World Class og vinn einnig hjá Heilindi, sem er búsetu- og skólaúrræði fyrir börn, ungmenni og fullorðna með fjölþættan vanda. Fjölskylduhagir? Bý með kærastanum mínum, Patriki Snæ Atlasyni. Lýstu sjálfri þér í þremur orðum: Umhyggjusöm, jákvæð og samviskusöm. Hvað er á döfinni? Einmitt núna erum við að selja íbúðina og svo stefnum við á að flytja í sumar. Þín mesta gæfa í lífinu? Það er auðvitað fjölskyldan og vinirnir. Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Í mínum draumaheimi verð ég komin með fjölskyldu, heimili með fallegu útsýni sem endurnærir mann, og hamingjusöm. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Vá góð spurning, mér hefur alltaf langað til að upplifa Japan. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Ætli það sé ekki bara að taka einn dag í einu, mikilvægt að minna sjálfan sig á það, er alveg snillingur í að ofhugsa. Hvað hefur mótað þig mest? Ég myndi segja að foreldrar mínir og það að vera yngsta barn, sem er frekar nice þar sem maður lærir mikið af þeim eldri. Einnig hefur lífið sjálft mótað mig. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Þessi er einföld – ég elska að gefa sjálfri mér tíma, eiga bara me-time. Ég fer í göngutúr með podcast í eyrunum, set á mig maska, fer í heitan tíma, horfi á Gossip Girl, poppa og fæ mér ískalda Coke Zero. Uppskrift að drauma sunnudegi? Það sem ég elska við flesta sunnudaga er að við Patrik eigum þá oft saman. Þá förum við í góðan brunch, tökum smá bæjarrölt og skoðum föt, kíkjum á vini og fjölskyldu. Við endum svo oft daginn heima með góðum mat eða förum út að borða. Ef það er eitthvað spennandi í bíó þá klárum við daginn þar.“ Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Ég held að ég verði að segja fataherbergið okkar, það er svo gaman að klæða sig upp þar. Fallegasti staður á landinu? Svo margir, en mér finnst Þórsmörk mjög falleg. Ég fór oft þangað þegar ég var yngri og á mjög skemmtilegar minningar þaðan. En í heiminum? Af því sem ég hef farið, þá er það Capri, ótrúlega fallegur staður. Mjög mikið Mamma Mia vibe þar. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Ég fer oftast fyrst að pissa, en fyrir utan það þá er það örugglega að finna út hvað ég á að vera í þann daginn. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Ég kíki hvort ég hafi ekki örugglega stillt vekjaraklukkuna svona þrisvar sinnum. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Já, ég elska að hugsa vel um mig, tek vítamín, hreyfi mig daglega og borða hollan og góðan mat. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Guð, ég ætlaði að vera svo margt! En minn stærsti draumur var örugglega að verða dýralæknir, ég er algjör dýravinur. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ómægóð! Það var þegar ég horfði á kvikmyndina Marley & Me, svo sorglegur endir. Ertu A eða B týpa? Ég er alveg mesta B-týpan, en líf mitt er soldið mikið A, og mér líður betur að lifa A-lífi, þar sem ég verð miklu latari ef ég lifa því sem B-týpa. Uppáhalds matur? Ég elska indverskan mat! Maturinn frá Austur Indíafélaginu er uppáhalds. Hvað veitir þér innblástur? TikTok og Pinterest. Hvaða tungumál talarðu? Tala íslensku, ensku og smá dönsku, en ég er samt alveg hræðileg í dönskunni. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Myndi segja að það væri örugglega hversu næm ég get verið á fólk. Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Væri svo til í að geta flogið. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Skilaboð til mömmu að ég sé að kenna Pilates um helgina. Draumabíllinn þinn? Úff! Í svaka fantasíu heimi væri það bleikur Range Rover. Hælar eða strigaskór? Elska fallega hæla. Fyrsti kossinn? Guð, held ég beili á þessari spurningu. Óttastu eitthvað? Er alveg skíthrædd við sjóinn, myndi ekki hoppa ofan í þó svo að ég myndi fá borgað fyrir það. Hvað ertu að hámhorfa á? Ég og Patrik erum að hámhorfa þættina The last of us. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Lag með Patrik sem kemur vonandi einn daginn út. Hin hliðin Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Fleiri fréttir Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Sjá meira
Friðþóra er kærasta hins súkkulaðisæta tónlistarmanns Patriks Atlasonar, eða Prettyboitjokkó. Þau byrjuðu saman sumarið 2022, hálfu ári áður en Patrik skaust upp á stjörnuhiminn með lagið „Skína“. Friðþóra segir þau hafa fullt fyrir stafni þessa dagana, þar sem þau eru að undirbúa flutninga. Nýverið settu þau íbúð sína í Áslandinu í Hafnarfirði á sölu, og sumarið fer því í flutninga og að koma sér fyrir á nýjum stað. Í viðtali við Vísi árið 2023 sagði Patrik frá því að Friðþóra hafi verið fegin að hafa kynnst honum áður en tónlistarferill hans sprakk út. „Hún var með mér áður en þetta allt byrjaði, og ég sagði henni að ég ætlaði að vera poppstjarna Íslands. Hún viðurkennir stundum að þurfa aðeins að kyngja þessum breytingum. En hún og fjölskyldan hennar eru fegin að hafa fengið að kynnast mér áður en þetta allt byrjaði,“ sagði Patrik. Friðþóra sýnir lesendum hina hliðina þessa vikuna Fullt nafn? Friðþóra Sigurjónsdóttir Aldur? 24 ára Starf? Ég er pilates-kennari hjá World Class og vinn einnig hjá Heilindi, sem er búsetu- og skólaúrræði fyrir börn, ungmenni og fullorðna með fjölþættan vanda. Fjölskylduhagir? Bý með kærastanum mínum, Patriki Snæ Atlasyni. Lýstu sjálfri þér í þremur orðum: Umhyggjusöm, jákvæð og samviskusöm. Hvað er á döfinni? Einmitt núna erum við að selja íbúðina og svo stefnum við á að flytja í sumar. Þín mesta gæfa í lífinu? Það er auðvitað fjölskyldan og vinirnir. Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Í mínum draumaheimi verð ég komin með fjölskyldu, heimili með fallegu útsýni sem endurnærir mann, og hamingjusöm. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Vá góð spurning, mér hefur alltaf langað til að upplifa Japan. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Ætli það sé ekki bara að taka einn dag í einu, mikilvægt að minna sjálfan sig á það, er alveg snillingur í að ofhugsa. Hvað hefur mótað þig mest? Ég myndi segja að foreldrar mínir og það að vera yngsta barn, sem er frekar nice þar sem maður lærir mikið af þeim eldri. Einnig hefur lífið sjálft mótað mig. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Þessi er einföld – ég elska að gefa sjálfri mér tíma, eiga bara me-time. Ég fer í göngutúr með podcast í eyrunum, set á mig maska, fer í heitan tíma, horfi á Gossip Girl, poppa og fæ mér ískalda Coke Zero. Uppskrift að drauma sunnudegi? Það sem ég elska við flesta sunnudaga er að við Patrik eigum þá oft saman. Þá förum við í góðan brunch, tökum smá bæjarrölt og skoðum föt, kíkjum á vini og fjölskyldu. Við endum svo oft daginn heima með góðum mat eða förum út að borða. Ef það er eitthvað spennandi í bíó þá klárum við daginn þar.“ Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Ég held að ég verði að segja fataherbergið okkar, það er svo gaman að klæða sig upp þar. Fallegasti staður á landinu? Svo margir, en mér finnst Þórsmörk mjög falleg. Ég fór oft þangað þegar ég var yngri og á mjög skemmtilegar minningar þaðan. En í heiminum? Af því sem ég hef farið, þá er það Capri, ótrúlega fallegur staður. Mjög mikið Mamma Mia vibe þar. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Ég fer oftast fyrst að pissa, en fyrir utan það þá er það örugglega að finna út hvað ég á að vera í þann daginn. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Ég kíki hvort ég hafi ekki örugglega stillt vekjaraklukkuna svona þrisvar sinnum. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Já, ég elska að hugsa vel um mig, tek vítamín, hreyfi mig daglega og borða hollan og góðan mat. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Guð, ég ætlaði að vera svo margt! En minn stærsti draumur var örugglega að verða dýralæknir, ég er algjör dýravinur. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ómægóð! Það var þegar ég horfði á kvikmyndina Marley & Me, svo sorglegur endir. Ertu A eða B týpa? Ég er alveg mesta B-týpan, en líf mitt er soldið mikið A, og mér líður betur að lifa A-lífi, þar sem ég verð miklu latari ef ég lifa því sem B-týpa. Uppáhalds matur? Ég elska indverskan mat! Maturinn frá Austur Indíafélaginu er uppáhalds. Hvað veitir þér innblástur? TikTok og Pinterest. Hvaða tungumál talarðu? Tala íslensku, ensku og smá dönsku, en ég er samt alveg hræðileg í dönskunni. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Myndi segja að það væri örugglega hversu næm ég get verið á fólk. Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Væri svo til í að geta flogið. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Skilaboð til mömmu að ég sé að kenna Pilates um helgina. Draumabíllinn þinn? Úff! Í svaka fantasíu heimi væri það bleikur Range Rover. Hælar eða strigaskór? Elska fallega hæla. Fyrsti kossinn? Guð, held ég beili á þessari spurningu. Óttastu eitthvað? Er alveg skíthrædd við sjóinn, myndi ekki hoppa ofan í þó svo að ég myndi fá borgað fyrir það. Hvað ertu að hámhorfa á? Ég og Patrik erum að hámhorfa þættina The last of us. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Lag með Patrik sem kemur vonandi einn daginn út.
Hin hliðin Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Fleiri fréttir Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Sjá meira