Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 9. maí 2025 09:00 Mynd/Eyþór Jóns Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson einnig þekktur sem Auður hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Stockholm Syndrome. Lagið kom út í september í fyrra og fjallar um Stokkhólmsheilkennið í samhengi við sambandsslit, ástina og hugmyndina um persónulegt frelsi og að vera tilfinningalega háður einstaklingi. „Mig langaði að gera eitthvað fallegt náttúruklám. Við Íslendingar erum orðin svo vön fallega landslaginu okkar að við erum pínu dekruð. Ég elska Íslenska náttúru og mig langaði að hún spilaði aðalhlutverk í þessu myndbandi,” segir Auðunn. Mynd/Eyþór Jóns Lagið samdi hann ásamt breska tónlistarmanninum Matthew Harris, einnig þekktum sem twoswords. Með þeim í upptökum er Högni Egilsson sem spilar á píanó, en Auðunn sjálfur syngur og spilar á gítar og hljóðgervla. Myndbandinu við Stockholm Syndrome er leikstýrt af Ágústi Elí og skotið og klippt af Eyþóri Jóns. Mynd/Eyþór Jóns Auðunn býr nú í Los Angeles þar sem hann starfar við lagasmíðar og upptökustjórn. Þar hefur verið nóg um að vera – í síðustu viku hitaði hann meðal annars upp fyrir hljómsveitina Social House á Peppermint Club í Beverly Hills. Þá hefur hann einnig landað aðalhlutverki í stuttmynd sem verður frumsýnd á hinum virta Tribecca Film Festival í New York í sumar. „Eldarnir í byrjun árs settu klárlega svip á borgina. Ég er heppinn að vera í Downtown og í öruggri fjarlægð frá hættunni. Borgin er aftur farin á fullt, enda stútfull af skapandi fólki með stóra drauma. Þetta er höfuðborg hugmyndanna,“ segir hann um lífið í LA. Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, er einhleypur. Þrátt fyrir að vera einn eftir í kotinu hefur hann haft nóg að gera í tónlistinni. Fyrr í dag gaf hann út lagið Peningar, peningar, peningar þar sem hann skýtur meðal annars föstum skotum að yfirvöldum um mál Yazans Tamimi, fjölfatlaðs drengs frá Palestínu. 26. nóvember 2024 13:16 Auður segist hafa trú á sér þrátt fyrir allt Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, segist vera kominn með nóg af samfélagsmiðlum og pressunni sem þeim fylgja. Þetta kemur fram í færslu hjá Auðunni á samfélagsmiðlum. 30. ágúst 2024 14:58 Fortíðin og flugeldar renna í eitt á nýrri plötu Auðar Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, þekktur undir listamannanafninu Auður, gaf út plötuna Útvarp úlala á miðnætti. Platan inniheldur fimm lög úr ólíkum áttum sem Auður samdi og tók upp. 28. júlí 2023 14:33 Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
„Mig langaði að gera eitthvað fallegt náttúruklám. Við Íslendingar erum orðin svo vön fallega landslaginu okkar að við erum pínu dekruð. Ég elska Íslenska náttúru og mig langaði að hún spilaði aðalhlutverk í þessu myndbandi,” segir Auðunn. Mynd/Eyþór Jóns Lagið samdi hann ásamt breska tónlistarmanninum Matthew Harris, einnig þekktum sem twoswords. Með þeim í upptökum er Högni Egilsson sem spilar á píanó, en Auðunn sjálfur syngur og spilar á gítar og hljóðgervla. Myndbandinu við Stockholm Syndrome er leikstýrt af Ágústi Elí og skotið og klippt af Eyþóri Jóns. Mynd/Eyþór Jóns Auðunn býr nú í Los Angeles þar sem hann starfar við lagasmíðar og upptökustjórn. Þar hefur verið nóg um að vera – í síðustu viku hitaði hann meðal annars upp fyrir hljómsveitina Social House á Peppermint Club í Beverly Hills. Þá hefur hann einnig landað aðalhlutverki í stuttmynd sem verður frumsýnd á hinum virta Tribecca Film Festival í New York í sumar. „Eldarnir í byrjun árs settu klárlega svip á borgina. Ég er heppinn að vera í Downtown og í öruggri fjarlægð frá hættunni. Borgin er aftur farin á fullt, enda stútfull af skapandi fólki með stóra drauma. Þetta er höfuðborg hugmyndanna,“ segir hann um lífið í LA.
Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, er einhleypur. Þrátt fyrir að vera einn eftir í kotinu hefur hann haft nóg að gera í tónlistinni. Fyrr í dag gaf hann út lagið Peningar, peningar, peningar þar sem hann skýtur meðal annars föstum skotum að yfirvöldum um mál Yazans Tamimi, fjölfatlaðs drengs frá Palestínu. 26. nóvember 2024 13:16 Auður segist hafa trú á sér þrátt fyrir allt Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, segist vera kominn með nóg af samfélagsmiðlum og pressunni sem þeim fylgja. Þetta kemur fram í færslu hjá Auðunni á samfélagsmiðlum. 30. ágúst 2024 14:58 Fortíðin og flugeldar renna í eitt á nýrri plötu Auðar Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, þekktur undir listamannanafninu Auður, gaf út plötuna Útvarp úlala á miðnætti. Platan inniheldur fimm lög úr ólíkum áttum sem Auður samdi og tók upp. 28. júlí 2023 14:33 Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, er einhleypur. Þrátt fyrir að vera einn eftir í kotinu hefur hann haft nóg að gera í tónlistinni. Fyrr í dag gaf hann út lagið Peningar, peningar, peningar þar sem hann skýtur meðal annars föstum skotum að yfirvöldum um mál Yazans Tamimi, fjölfatlaðs drengs frá Palestínu. 26. nóvember 2024 13:16
Auður segist hafa trú á sér þrátt fyrir allt Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, segist vera kominn með nóg af samfélagsmiðlum og pressunni sem þeim fylgja. Þetta kemur fram í færslu hjá Auðunni á samfélagsmiðlum. 30. ágúst 2024 14:58
Fortíðin og flugeldar renna í eitt á nýrri plötu Auðar Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, þekktur undir listamannanafninu Auður, gaf út plötuna Útvarp úlala á miðnætti. Platan inniheldur fimm lög úr ólíkum áttum sem Auður samdi og tók upp. 28. júlí 2023 14:33