Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar 8. maí 2025 13:02 Í upphafi 18. aldar sagði John Adams: „Það hefur enn ekki verið til lýðræði, sem ekki hefur framið sjálfsmorð.” Og spurningin er enn – hafði hann rétt fyrir sér? Eftir endurkjör Donalds Trump í nóvember 2024 var ég andlega búinn á því. Endalausar fréttir um hnignun lýðræðisins og vaxandi áhrif hægri popúlisma drógu úr mér allan kraft. Þetta voru sömu viðvaranirnar, endurteknar aftur og aftur. Svo ég ákvað að aftengja mig. Ég leitaði skjóls í námi mínu í stjórnmálafræði og reyndi að einbeita mér að áfanganum sem ég var að taka í stjórnmálaheimspeki. En um það leiti fór ég að velta fyrir mér: Hvað verður um lýðræðið þegar ungt fólk – þau sem eiga að taka við keflinu – hætta að trúa á að það virki? Við á Norðurlöndunum lítum oft á okkur sem fánabera lýðræðisins. Við metum málefnalega umræðu og trúum því að jafnvel flóknustu ágreiningsmál megi leysa með lögmætum og lýðræðislegum samtölum. En nú virðist þessi trú standa höllum fæti. Lýðræðið á við mörg og máttug öfl að etja um þessar mundir: vaxandi vantrú á pólitískum stofnunum, æ öfgakenndari og meira sundrandi umræða, og upplýsingaóreiða sem bara stigmagnast – og beinist oft að yngri kynslóðinni. Og það er einmitt unga fólkið sem virðist mest berskjaldað. Félagssálfræðingurinn Jonathan Haidt lýsir kynslóð sem hefur verið ofvernduð í hinum raunverulega heimi en óvernduð á netinu. Ég er ekki sannfærður um að við eigum að örstjórna næstu kynslóðum á netinu – vernda hana fyrir Andrew Tate, „manospherinu“ og almennri upplýsingaóreiðu. En ég vil þó varpa fram spurningunni: af hverju virðast ungmenni svo útsett? Það að lýðræðið lifi af veltur að miklu leiti á því að komandi kynslóðir tileinki sér lýðræðislegar hugmyndir um frjálsa og opna umræðu, jafnrétti og traust. En ef unga fólkið lærir hið gagnstæða – að stofnunum sé ekki treystandi, að þátttaka í samfélaginu í gegnum opna og lýðræðislega umræðu sé ógagnleg – þá er lýðræðið í klípu. Í okkar norrænu samfélögum kunnum við að meta fjölbreytileika skoðanna. Hvernig getum við þá brugðist við þessum áskorunum á lýðræðislegan hátt? Með því að ritskoða ólýðræðislegar raddir? Útiloka ólýðræðisleg stjórnmálaöfl í umræðunni? Binda enda á „manospherið“? Allt þetta virðist í raun svo ólýðræðislegt. Með hvaða leiðum getum við þá varið lýðræðið? Ég er ekki viss um að ég hafi fullkomið svar við þessari spurningu, en ég tel að þetta sé mjög mikilvægt samtal að eiga. Ég vil því nýta tækifærið og vekja athygli á málþingi sem fer fram í Norræna húsinu 27. maí næstkomandi, kl. 16.30-18.30, um þetta mikilvæga málefni. Málþingið fer fram á ensku og ber titilinn „Democracy in the Balance: How Can We Reignite Youth Engagement?“. Og að lokum, þá snýr þetta okkur aftur að aðvörun Adams. Ef lýðræðið leggur upp laupana þá mun það ekki gerast skyndilega og án fyrirvara. Það mun rofna hægt og rólega innan frá – þegar borgarar missa trúnna á það og þegar ungt fólk hættir að sjá sér stað í því. Frá mínu sjónarhorni geta lausnirnar virst einfaldar og kannski ögn barnalegar. Við þurfum að leggja áherslu á og sýna fram á að umræða og rökræður skipta máli, og skapa rými þar sem þær raunverulega gera það. Við þurfum að endurhugsa menntun, endurvekja samfélagslega þátttöku og herja baráttu gegn rangfærslum og upplýsingaóreiðu. Við þurfum að skilja að lýðræðið er ekki eitthvað sem við erfum, heldur eitthvað sem við veljum. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálafræði við Háskólann í Árósum og starfsnemi í Norræna húsinu í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í upphafi 18. aldar sagði John Adams: „Það hefur enn ekki verið til lýðræði, sem ekki hefur framið sjálfsmorð.” Og spurningin er enn – hafði hann rétt fyrir sér? Eftir endurkjör Donalds Trump í nóvember 2024 var ég andlega búinn á því. Endalausar fréttir um hnignun lýðræðisins og vaxandi áhrif hægri popúlisma drógu úr mér allan kraft. Þetta voru sömu viðvaranirnar, endurteknar aftur og aftur. Svo ég ákvað að aftengja mig. Ég leitaði skjóls í námi mínu í stjórnmálafræði og reyndi að einbeita mér að áfanganum sem ég var að taka í stjórnmálaheimspeki. En um það leiti fór ég að velta fyrir mér: Hvað verður um lýðræðið þegar ungt fólk – þau sem eiga að taka við keflinu – hætta að trúa á að það virki? Við á Norðurlöndunum lítum oft á okkur sem fánabera lýðræðisins. Við metum málefnalega umræðu og trúum því að jafnvel flóknustu ágreiningsmál megi leysa með lögmætum og lýðræðislegum samtölum. En nú virðist þessi trú standa höllum fæti. Lýðræðið á við mörg og máttug öfl að etja um þessar mundir: vaxandi vantrú á pólitískum stofnunum, æ öfgakenndari og meira sundrandi umræða, og upplýsingaóreiða sem bara stigmagnast – og beinist oft að yngri kynslóðinni. Og það er einmitt unga fólkið sem virðist mest berskjaldað. Félagssálfræðingurinn Jonathan Haidt lýsir kynslóð sem hefur verið ofvernduð í hinum raunverulega heimi en óvernduð á netinu. Ég er ekki sannfærður um að við eigum að örstjórna næstu kynslóðum á netinu – vernda hana fyrir Andrew Tate, „manospherinu“ og almennri upplýsingaóreiðu. En ég vil þó varpa fram spurningunni: af hverju virðast ungmenni svo útsett? Það að lýðræðið lifi af veltur að miklu leiti á því að komandi kynslóðir tileinki sér lýðræðislegar hugmyndir um frjálsa og opna umræðu, jafnrétti og traust. En ef unga fólkið lærir hið gagnstæða – að stofnunum sé ekki treystandi, að þátttaka í samfélaginu í gegnum opna og lýðræðislega umræðu sé ógagnleg – þá er lýðræðið í klípu. Í okkar norrænu samfélögum kunnum við að meta fjölbreytileika skoðanna. Hvernig getum við þá brugðist við þessum áskorunum á lýðræðislegan hátt? Með því að ritskoða ólýðræðislegar raddir? Útiloka ólýðræðisleg stjórnmálaöfl í umræðunni? Binda enda á „manospherið“? Allt þetta virðist í raun svo ólýðræðislegt. Með hvaða leiðum getum við þá varið lýðræðið? Ég er ekki viss um að ég hafi fullkomið svar við þessari spurningu, en ég tel að þetta sé mjög mikilvægt samtal að eiga. Ég vil því nýta tækifærið og vekja athygli á málþingi sem fer fram í Norræna húsinu 27. maí næstkomandi, kl. 16.30-18.30, um þetta mikilvæga málefni. Málþingið fer fram á ensku og ber titilinn „Democracy in the Balance: How Can We Reignite Youth Engagement?“. Og að lokum, þá snýr þetta okkur aftur að aðvörun Adams. Ef lýðræðið leggur upp laupana þá mun það ekki gerast skyndilega og án fyrirvara. Það mun rofna hægt og rólega innan frá – þegar borgarar missa trúnna á það og þegar ungt fólk hættir að sjá sér stað í því. Frá mínu sjónarhorni geta lausnirnar virst einfaldar og kannski ögn barnalegar. Við þurfum að leggja áherslu á og sýna fram á að umræða og rökræður skipta máli, og skapa rými þar sem þær raunverulega gera það. Við þurfum að endurhugsa menntun, endurvekja samfélagslega þátttöku og herja baráttu gegn rangfærslum og upplýsingaóreiðu. Við þurfum að skilja að lýðræðið er ekki eitthvað sem við erfum, heldur eitthvað sem við veljum. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálafræði við Háskólann í Árósum og starfsnemi í Norræna húsinu í Reykjavík.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar