Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2025 07:40 John Prevost, bróðir nýja páfans Leó fjórtánda. AP/John J. Kim John Prevost býst við góðum hlutum af bróður sínum, Robert Francis Provost, eða Leó fjórtánda, sem kjörinn var páfi í gær. John segir valið hafa komið sér og fjölskyldu sinni gífurlega á óvart. Þegar hvítan reyk lagði frá Sixtínsku kapellunni settist John fyrir framan sjónvarpið til að berja nýjan páfa augum, þegar hann birtist á svölum Péturskirkju. Þar birtist bróðir hans, sem þótti ekki líklegur til að verða páfi, áður en páfakjörið hófst. John var að ræða við frænku sína í símanum þegar bróðir hans birtist á svölunum. Hann segir hana hafa byrjað að öskra en hann hafi sjálfur ekki trúað því sem hann hafi séð. Svo hafi stolt tekið sess vantrúar. Í samtali við AP fréttaveituna segir John að hann hafi fundið fyrir gífurlegu stolti yfir því að bróðir hans væri orðinn páfi. 267. páfinn og sá fyrsti frá Bandaríkjunum. „Þetta er gífurlegur heiður,“ sagði John. Hann sagðist einnig viss um að embættinu fylgdi gífurleg ábyrgð en að bróðir hans myndi sinna starfinu vel og að páfatíð hans myndi hafa jákvæðar afleiðingar. John segir bróðir sinn alltaf hafa verið mjög umhugað um fátækt fólk og þá sem eru jaðarsettir og raddlausir. Hann býst við því að Leó muni feta í fótspor forvera síns. „Hann verður ekki langt til vinstri og ekki langt til hægri. Bara beint niður miðjuna,“ sagði John. Í miðju viðtali við AP áttaði John sig á því að hann hefði misst af nokkrum símtölum frá bróður sínum páfanum og hringdi til baka. Leó svaraði en vildi ekki trufla viðtalið. Þeir töluðu þó saman í stutta stund um hvenær og hvernig John myndi heimsækja Vatíkanið og skelltu svo á hvorn annan. John segir að hann hafi frá unga aldri vitað að bróðir hans yrði prestur, þó hann hafi ekki búist við því að hann yrði páfi. Bræðurnir tala saman í síma svo gott sem daglega, gera Wordle saman og aðra leiki og spjalla. Nú efast John um að bróðir sinn muni hafa tíma til að halda því áfram. „Það er strax orðið skrítið að hafa engan til að tala við.“ Louis Prevost, annar bróðir páfans, segir það ótrúlegt að bróðir hans sé orðinn páfi. „Við vissum það eiginlega að hann var sérstakur og þegar hann var sex ára gamall stríddum við honum með því að hann yrði páfi. Páfakjör 2025 Páfagarður Bandaríkin Leó fjórtándi páfi Andlát Frans páfa Tengdar fréttir „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það mikinn heiður að nýr páfi, Leó XIV, sé bandarískur og segist hann hlakka til að hitta hann. 8. maí 2025 18:09 Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa valið sér nýjan páfa, Bandaríkjamanninn Robert Francis Prevost sem tekur sér nafnið Leó XIV. Vísir fylgist með gangi mála á sérstakri páfakjörsvakt en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu frá Páfagarði. 7. maí 2025 08:53 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Sjá meira
Þegar hvítan reyk lagði frá Sixtínsku kapellunni settist John fyrir framan sjónvarpið til að berja nýjan páfa augum, þegar hann birtist á svölum Péturskirkju. Þar birtist bróðir hans, sem þótti ekki líklegur til að verða páfi, áður en páfakjörið hófst. John var að ræða við frænku sína í símanum þegar bróðir hans birtist á svölunum. Hann segir hana hafa byrjað að öskra en hann hafi sjálfur ekki trúað því sem hann hafi séð. Svo hafi stolt tekið sess vantrúar. Í samtali við AP fréttaveituna segir John að hann hafi fundið fyrir gífurlegu stolti yfir því að bróðir hans væri orðinn páfi. 267. páfinn og sá fyrsti frá Bandaríkjunum. „Þetta er gífurlegur heiður,“ sagði John. Hann sagðist einnig viss um að embættinu fylgdi gífurleg ábyrgð en að bróðir hans myndi sinna starfinu vel og að páfatíð hans myndi hafa jákvæðar afleiðingar. John segir bróðir sinn alltaf hafa verið mjög umhugað um fátækt fólk og þá sem eru jaðarsettir og raddlausir. Hann býst við því að Leó muni feta í fótspor forvera síns. „Hann verður ekki langt til vinstri og ekki langt til hægri. Bara beint niður miðjuna,“ sagði John. Í miðju viðtali við AP áttaði John sig á því að hann hefði misst af nokkrum símtölum frá bróður sínum páfanum og hringdi til baka. Leó svaraði en vildi ekki trufla viðtalið. Þeir töluðu þó saman í stutta stund um hvenær og hvernig John myndi heimsækja Vatíkanið og skelltu svo á hvorn annan. John segir að hann hafi frá unga aldri vitað að bróðir hans yrði prestur, þó hann hafi ekki búist við því að hann yrði páfi. Bræðurnir tala saman í síma svo gott sem daglega, gera Wordle saman og aðra leiki og spjalla. Nú efast John um að bróðir sinn muni hafa tíma til að halda því áfram. „Það er strax orðið skrítið að hafa engan til að tala við.“ Louis Prevost, annar bróðir páfans, segir það ótrúlegt að bróðir hans sé orðinn páfi. „Við vissum það eiginlega að hann var sérstakur og þegar hann var sex ára gamall stríddum við honum með því að hann yrði páfi.
Páfakjör 2025 Páfagarður Bandaríkin Leó fjórtándi páfi Andlát Frans páfa Tengdar fréttir „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það mikinn heiður að nýr páfi, Leó XIV, sé bandarískur og segist hann hlakka til að hitta hann. 8. maí 2025 18:09 Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa valið sér nýjan páfa, Bandaríkjamanninn Robert Francis Prevost sem tekur sér nafnið Leó XIV. Vísir fylgist með gangi mála á sérstakri páfakjörsvakt en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu frá Páfagarði. 7. maí 2025 08:53 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Sjá meira
„Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það mikinn heiður að nýr páfi, Leó XIV, sé bandarískur og segist hann hlakka til að hitta hann. 8. maí 2025 18:09
Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa valið sér nýjan páfa, Bandaríkjamanninn Robert Francis Prevost sem tekur sér nafnið Leó XIV. Vísir fylgist með gangi mála á sérstakri páfakjörsvakt en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu frá Páfagarði. 7. maí 2025 08:53