Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar 9. maí 2025 09:30 Svar við grein frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur Efnahagslegur hagvöxtur tryggir ekki samfélagslega velferð, sérstaklega ekki þegar kakan er étin á toppnum og aðeins mylsnurnar skila sér niður á botninn. Það nefnilega skiptir ekki máli að kakan stækkar ef að fáeinir fá að borða af henni. Pólítikusar sem aðeins mæla velgegni útfrá efnahagslegum hagvexti, en líta framhjá rótum fólksins, mun á endanum brotna innan frá. Stanslaust er reynt að stilla umræðunni upp sem baráttu hægri og vinstri eins og þetta snúist um hvort foreldrið hefur forræðið yfir barni eftir skilnað. En á meðan pólitíska skotgrafastríðið heldur áfram, þá grotna innviðir okkar niður. Leikskólapláss eru horfin. Skólar mygla. Heilbrigðiskerfið er í örvæntingarfullu ástandi. Velferðarkerfið hrópar á hjálp, heilbrigði fólks fellur undan fæti. Þrátt fyrir þetta heldur elítan áfram að predika frjálshyggjuna, er einkageirinn lausn allra mála?. Hann hefur verið settur á stall af ríkisstjórnum síðustu áratugi. Nánast dýrkaður eins og andlegur leiðtogi. Rétt eins og Kier í þáttunum Severance er hann orðinn eitthvað ósnertanlegt afl, sem enginn má gagnrýna. En þessi “leiðtogi” hefur afsalað sér allri lýðræðislegri ábyrgð sem þjónar ekki fólkinu, heldur sérhagsmunum og á meðan þá molnar samfélagið. Síðastliðin fimm ár hef ég skoðað ítarlega heilsu og velferð einstaklinga og séð skýra tengingu milli kapítalisma og aftengingar fólks við líkama sinn og sálarlíf sitt(geðheilsuna á mannarmáli). Þessi líkamlega, andlega og samfélagslega aftenging er ekki eitthvað slys. Hún er afurð kerfis sem krefst þess að við brennum út í nafni framleiðni og keppni, meðan raunverulegar þarfir okkar fyrir tengsl, öryggi, næringu og tilgang eru settar inn í læstan skáp. Eru skattar virkilega ógn við samfélagið? Er það skattheimtan sem er vandamálið eða hvernig henni hefur verið beitt?. Þegar skattbyrðin hvílir á herðum miðstéttarinnar og þeirra sem eiga það minnst en auðugustu hóparnir eru friðhelgir, þá býr það ekki til jafnvægi heldur óréttlæti og efnahagslegt misrétti. Það þarf ekki flókin hagfræðirit til að skilja þetta. Það þarf aðeins að horfa í kringum sig. Ónæmiskerfi hrynur undan fólki. Börn eru að verða fráhverf námi. Matur, öryggi og skjól er munaðarvara. Eitt af ástæðunum fyrir því er ekki vegna þess að við skattleggjum of mikið heldur vegna þess að við skattleggjum rangt. Skattar sem nýttir eru til að efla innviði, menntakerfi, heilbrigði og húsnæði sem er fjárfesting í fólki og í samfélagi sem það tilheyrir. Því miður hafa þessir innviðir verið settir upp í hillu til þess að gera greiðan veg fyrir einkageirann. Það er einmitt þetta sem stjórnmálamenn eins og Guðrún Hafsteinsdóttir virðast gleyma þegar þeir tala um að hægrimenn vilji skapa samfélagslegt jafnrétti en gera það ekki. Því við lifum ekki þannig núna, "svokallaðir hægri menn" hafa nánast einokað Ríkisreksturinn síðan 1944. Ég meina hversu cool er það að vera stressuð á tíma að skutla barninu þínu með kvíðaröskun í glænýjum flottum fötum á Teslu á ónýtum vegi í myglaðann skóla til þess að það læri ekki að lesa af útbrenndum kennara? Ég væri bullandi kapitalisti, djammandi með miðflokknum þangað til þau ættu að fara sofa fyrir klukkan 21:00 ef Guðrún Hafsteinsdóttir hefði raunverulega rétt fyrir sér. Hún skrifar að aukin skattahækkun grafi undan þeirri verðmætasköpun sem hefur gert okkur kleift að byggja velferðarsamfélagið sem við öll njótum góðs af. En ég tel hana hafa mjög rangt fyrir sér. Skattar á þá auðugustu hefur lækkað marksvisst frá 1990 og þörf á viðhaldi og endurnýjun fyrir velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið hefur aukist. Samfélag er ekki mælt í of dýrum og nýjum bankabyggingum og nýjum bragðtegundum af nocco. Það er mælt í lífsgæðum, heilsu, trausti og velferð. Ef við viljum raunverulega öflugt samfélag, þá þurfum við að endurskoða forgangsröðun okkar. Ekki aðeins hvernig við skattleggjum heldur til hvers. Höfundur er starfsmaður velferðasviðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Svar við grein frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur Efnahagslegur hagvöxtur tryggir ekki samfélagslega velferð, sérstaklega ekki þegar kakan er étin á toppnum og aðeins mylsnurnar skila sér niður á botninn. Það nefnilega skiptir ekki máli að kakan stækkar ef að fáeinir fá að borða af henni. Pólítikusar sem aðeins mæla velgegni útfrá efnahagslegum hagvexti, en líta framhjá rótum fólksins, mun á endanum brotna innan frá. Stanslaust er reynt að stilla umræðunni upp sem baráttu hægri og vinstri eins og þetta snúist um hvort foreldrið hefur forræðið yfir barni eftir skilnað. En á meðan pólitíska skotgrafastríðið heldur áfram, þá grotna innviðir okkar niður. Leikskólapláss eru horfin. Skólar mygla. Heilbrigðiskerfið er í örvæntingarfullu ástandi. Velferðarkerfið hrópar á hjálp, heilbrigði fólks fellur undan fæti. Þrátt fyrir þetta heldur elítan áfram að predika frjálshyggjuna, er einkageirinn lausn allra mála?. Hann hefur verið settur á stall af ríkisstjórnum síðustu áratugi. Nánast dýrkaður eins og andlegur leiðtogi. Rétt eins og Kier í þáttunum Severance er hann orðinn eitthvað ósnertanlegt afl, sem enginn má gagnrýna. En þessi “leiðtogi” hefur afsalað sér allri lýðræðislegri ábyrgð sem þjónar ekki fólkinu, heldur sérhagsmunum og á meðan þá molnar samfélagið. Síðastliðin fimm ár hef ég skoðað ítarlega heilsu og velferð einstaklinga og séð skýra tengingu milli kapítalisma og aftengingar fólks við líkama sinn og sálarlíf sitt(geðheilsuna á mannarmáli). Þessi líkamlega, andlega og samfélagslega aftenging er ekki eitthvað slys. Hún er afurð kerfis sem krefst þess að við brennum út í nafni framleiðni og keppni, meðan raunverulegar þarfir okkar fyrir tengsl, öryggi, næringu og tilgang eru settar inn í læstan skáp. Eru skattar virkilega ógn við samfélagið? Er það skattheimtan sem er vandamálið eða hvernig henni hefur verið beitt?. Þegar skattbyrðin hvílir á herðum miðstéttarinnar og þeirra sem eiga það minnst en auðugustu hóparnir eru friðhelgir, þá býr það ekki til jafnvægi heldur óréttlæti og efnahagslegt misrétti. Það þarf ekki flókin hagfræðirit til að skilja þetta. Það þarf aðeins að horfa í kringum sig. Ónæmiskerfi hrynur undan fólki. Börn eru að verða fráhverf námi. Matur, öryggi og skjól er munaðarvara. Eitt af ástæðunum fyrir því er ekki vegna þess að við skattleggjum of mikið heldur vegna þess að við skattleggjum rangt. Skattar sem nýttir eru til að efla innviði, menntakerfi, heilbrigði og húsnæði sem er fjárfesting í fólki og í samfélagi sem það tilheyrir. Því miður hafa þessir innviðir verið settir upp í hillu til þess að gera greiðan veg fyrir einkageirann. Það er einmitt þetta sem stjórnmálamenn eins og Guðrún Hafsteinsdóttir virðast gleyma þegar þeir tala um að hægrimenn vilji skapa samfélagslegt jafnrétti en gera það ekki. Því við lifum ekki þannig núna, "svokallaðir hægri menn" hafa nánast einokað Ríkisreksturinn síðan 1944. Ég meina hversu cool er það að vera stressuð á tíma að skutla barninu þínu með kvíðaröskun í glænýjum flottum fötum á Teslu á ónýtum vegi í myglaðann skóla til þess að það læri ekki að lesa af útbrenndum kennara? Ég væri bullandi kapitalisti, djammandi með miðflokknum þangað til þau ættu að fara sofa fyrir klukkan 21:00 ef Guðrún Hafsteinsdóttir hefði raunverulega rétt fyrir sér. Hún skrifar að aukin skattahækkun grafi undan þeirri verðmætasköpun sem hefur gert okkur kleift að byggja velferðarsamfélagið sem við öll njótum góðs af. En ég tel hana hafa mjög rangt fyrir sér. Skattar á þá auðugustu hefur lækkað marksvisst frá 1990 og þörf á viðhaldi og endurnýjun fyrir velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið hefur aukist. Samfélag er ekki mælt í of dýrum og nýjum bankabyggingum og nýjum bragðtegundum af nocco. Það er mælt í lífsgæðum, heilsu, trausti og velferð. Ef við viljum raunverulega öflugt samfélag, þá þurfum við að endurskoða forgangsröðun okkar. Ekki aðeins hvernig við skattleggjum heldur til hvers. Höfundur er starfsmaður velferðasviðs Reykjavíkur.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun