Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar 9. maí 2025 09:30 Svar við grein frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur Efnahagslegur hagvöxtur tryggir ekki samfélagslega velferð, sérstaklega ekki þegar kakan er étin á toppnum og aðeins mylsnurnar skila sér niður á botninn. Það nefnilega skiptir ekki máli að kakan stækkar ef að fáeinir fá að borða af henni. Pólítikusar sem aðeins mæla velgegni útfrá efnahagslegum hagvexti, en líta framhjá rótum fólksins, mun á endanum brotna innan frá. Stanslaust er reynt að stilla umræðunni upp sem baráttu hægri og vinstri eins og þetta snúist um hvort foreldrið hefur forræðið yfir barni eftir skilnað. En á meðan pólitíska skotgrafastríðið heldur áfram, þá grotna innviðir okkar niður. Leikskólapláss eru horfin. Skólar mygla. Heilbrigðiskerfið er í örvæntingarfullu ástandi. Velferðarkerfið hrópar á hjálp, heilbrigði fólks fellur undan fæti. Þrátt fyrir þetta heldur elítan áfram að predika frjálshyggjuna, er einkageirinn lausn allra mála?. Hann hefur verið settur á stall af ríkisstjórnum síðustu áratugi. Nánast dýrkaður eins og andlegur leiðtogi. Rétt eins og Kier í þáttunum Severance er hann orðinn eitthvað ósnertanlegt afl, sem enginn má gagnrýna. En þessi “leiðtogi” hefur afsalað sér allri lýðræðislegri ábyrgð sem þjónar ekki fólkinu, heldur sérhagsmunum og á meðan þá molnar samfélagið. Síðastliðin fimm ár hef ég skoðað ítarlega heilsu og velferð einstaklinga og séð skýra tengingu milli kapítalisma og aftengingar fólks við líkama sinn og sálarlíf sitt(geðheilsuna á mannarmáli). Þessi líkamlega, andlega og samfélagslega aftenging er ekki eitthvað slys. Hún er afurð kerfis sem krefst þess að við brennum út í nafni framleiðni og keppni, meðan raunverulegar þarfir okkar fyrir tengsl, öryggi, næringu og tilgang eru settar inn í læstan skáp. Eru skattar virkilega ógn við samfélagið? Er það skattheimtan sem er vandamálið eða hvernig henni hefur verið beitt?. Þegar skattbyrðin hvílir á herðum miðstéttarinnar og þeirra sem eiga það minnst en auðugustu hóparnir eru friðhelgir, þá býr það ekki til jafnvægi heldur óréttlæti og efnahagslegt misrétti. Það þarf ekki flókin hagfræðirit til að skilja þetta. Það þarf aðeins að horfa í kringum sig. Ónæmiskerfi hrynur undan fólki. Börn eru að verða fráhverf námi. Matur, öryggi og skjól er munaðarvara. Eitt af ástæðunum fyrir því er ekki vegna þess að við skattleggjum of mikið heldur vegna þess að við skattleggjum rangt. Skattar sem nýttir eru til að efla innviði, menntakerfi, heilbrigði og húsnæði sem er fjárfesting í fólki og í samfélagi sem það tilheyrir. Því miður hafa þessir innviðir verið settir upp í hillu til þess að gera greiðan veg fyrir einkageirann. Það er einmitt þetta sem stjórnmálamenn eins og Guðrún Hafsteinsdóttir virðast gleyma þegar þeir tala um að hægrimenn vilji skapa samfélagslegt jafnrétti en gera það ekki. Því við lifum ekki þannig núna, "svokallaðir hægri menn" hafa nánast einokað Ríkisreksturinn síðan 1944. Ég meina hversu cool er það að vera stressuð á tíma að skutla barninu þínu með kvíðaröskun í glænýjum flottum fötum á Teslu á ónýtum vegi í myglaðann skóla til þess að það læri ekki að lesa af útbrenndum kennara? Ég væri bullandi kapitalisti, djammandi með miðflokknum þangað til þau ættu að fara sofa fyrir klukkan 21:00 ef Guðrún Hafsteinsdóttir hefði raunverulega rétt fyrir sér. Hún skrifar að aukin skattahækkun grafi undan þeirri verðmætasköpun sem hefur gert okkur kleift að byggja velferðarsamfélagið sem við öll njótum góðs af. En ég tel hana hafa mjög rangt fyrir sér. Skattar á þá auðugustu hefur lækkað marksvisst frá 1990 og þörf á viðhaldi og endurnýjun fyrir velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið hefur aukist. Samfélag er ekki mælt í of dýrum og nýjum bankabyggingum og nýjum bragðtegundum af nocco. Það er mælt í lífsgæðum, heilsu, trausti og velferð. Ef við viljum raunverulega öflugt samfélag, þá þurfum við að endurskoða forgangsröðun okkar. Ekki aðeins hvernig við skattleggjum heldur til hvers. Höfundur er starfsmaður velferðasviðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Svar við grein frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur Efnahagslegur hagvöxtur tryggir ekki samfélagslega velferð, sérstaklega ekki þegar kakan er étin á toppnum og aðeins mylsnurnar skila sér niður á botninn. Það nefnilega skiptir ekki máli að kakan stækkar ef að fáeinir fá að borða af henni. Pólítikusar sem aðeins mæla velgegni útfrá efnahagslegum hagvexti, en líta framhjá rótum fólksins, mun á endanum brotna innan frá. Stanslaust er reynt að stilla umræðunni upp sem baráttu hægri og vinstri eins og þetta snúist um hvort foreldrið hefur forræðið yfir barni eftir skilnað. En á meðan pólitíska skotgrafastríðið heldur áfram, þá grotna innviðir okkar niður. Leikskólapláss eru horfin. Skólar mygla. Heilbrigðiskerfið er í örvæntingarfullu ástandi. Velferðarkerfið hrópar á hjálp, heilbrigði fólks fellur undan fæti. Þrátt fyrir þetta heldur elítan áfram að predika frjálshyggjuna, er einkageirinn lausn allra mála?. Hann hefur verið settur á stall af ríkisstjórnum síðustu áratugi. Nánast dýrkaður eins og andlegur leiðtogi. Rétt eins og Kier í þáttunum Severance er hann orðinn eitthvað ósnertanlegt afl, sem enginn má gagnrýna. En þessi “leiðtogi” hefur afsalað sér allri lýðræðislegri ábyrgð sem þjónar ekki fólkinu, heldur sérhagsmunum og á meðan þá molnar samfélagið. Síðastliðin fimm ár hef ég skoðað ítarlega heilsu og velferð einstaklinga og séð skýra tengingu milli kapítalisma og aftengingar fólks við líkama sinn og sálarlíf sitt(geðheilsuna á mannarmáli). Þessi líkamlega, andlega og samfélagslega aftenging er ekki eitthvað slys. Hún er afurð kerfis sem krefst þess að við brennum út í nafni framleiðni og keppni, meðan raunverulegar þarfir okkar fyrir tengsl, öryggi, næringu og tilgang eru settar inn í læstan skáp. Eru skattar virkilega ógn við samfélagið? Er það skattheimtan sem er vandamálið eða hvernig henni hefur verið beitt?. Þegar skattbyrðin hvílir á herðum miðstéttarinnar og þeirra sem eiga það minnst en auðugustu hóparnir eru friðhelgir, þá býr það ekki til jafnvægi heldur óréttlæti og efnahagslegt misrétti. Það þarf ekki flókin hagfræðirit til að skilja þetta. Það þarf aðeins að horfa í kringum sig. Ónæmiskerfi hrynur undan fólki. Börn eru að verða fráhverf námi. Matur, öryggi og skjól er munaðarvara. Eitt af ástæðunum fyrir því er ekki vegna þess að við skattleggjum of mikið heldur vegna þess að við skattleggjum rangt. Skattar sem nýttir eru til að efla innviði, menntakerfi, heilbrigði og húsnæði sem er fjárfesting í fólki og í samfélagi sem það tilheyrir. Því miður hafa þessir innviðir verið settir upp í hillu til þess að gera greiðan veg fyrir einkageirann. Það er einmitt þetta sem stjórnmálamenn eins og Guðrún Hafsteinsdóttir virðast gleyma þegar þeir tala um að hægrimenn vilji skapa samfélagslegt jafnrétti en gera það ekki. Því við lifum ekki þannig núna, "svokallaðir hægri menn" hafa nánast einokað Ríkisreksturinn síðan 1944. Ég meina hversu cool er það að vera stressuð á tíma að skutla barninu þínu með kvíðaröskun í glænýjum flottum fötum á Teslu á ónýtum vegi í myglaðann skóla til þess að það læri ekki að lesa af útbrenndum kennara? Ég væri bullandi kapitalisti, djammandi með miðflokknum þangað til þau ættu að fara sofa fyrir klukkan 21:00 ef Guðrún Hafsteinsdóttir hefði raunverulega rétt fyrir sér. Hún skrifar að aukin skattahækkun grafi undan þeirri verðmætasköpun sem hefur gert okkur kleift að byggja velferðarsamfélagið sem við öll njótum góðs af. En ég tel hana hafa mjög rangt fyrir sér. Skattar á þá auðugustu hefur lækkað marksvisst frá 1990 og þörf á viðhaldi og endurnýjun fyrir velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið hefur aukist. Samfélag er ekki mælt í of dýrum og nýjum bankabyggingum og nýjum bragðtegundum af nocco. Það er mælt í lífsgæðum, heilsu, trausti og velferð. Ef við viljum raunverulega öflugt samfélag, þá þurfum við að endurskoða forgangsröðun okkar. Ekki aðeins hvernig við skattleggjum heldur til hvers. Höfundur er starfsmaður velferðasviðs Reykjavíkur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun