Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2025 13:38 Tobias Thyberg sagði af sér aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann var skipaður þjóðaröryggisráðgjafi sænsku ríkisstjórnarinnar. Vísir/Getty Nýskipaður þjóðaröryggisráðgjafi sænsku ríkisstjórnarinnar steig til hliðar sama dag og hann var skipaður eftir að gamlar nektarmyndir af honum af stefnumótasíðu skutu upp kollinum. Forsætisráðherrann segir málið alvarlegt. Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Tobias Thyberg var skipaður þjóðaröryggisráðgjafi sænsku stjórnarinnar í gær fékk stjórnarráðið nafnlausan póst með nektarmyndum af honum af stefnumótasíðu. Sænska ríkisútvarpið segir að myndirnar séu sex til sjö ára gamlar. Thyberg átti að ferðast með Ulf Kristersson, forsætisráðherra, á fund með evrópskum leiðtogum um varnarmál í Osló í dag. Hætt var við það eftir að sænsk dagblað spurðist fyrir um myndirnar. Sænska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni Kristersson að algerlega nýjar persónuupplýsingar um Thyberg hefðu borist skömmu eftir að hann var skipaður þjóðaröryggisráðgjafi. Stjórnarráðið hefði ekki haft upplýsingar um myndirnar. Sérfræðingar telja að myndirnar hefðu gert Thyberg útsettan fyrir kúgunum. Kristersson forsætisráðherra segist harma uppákomuna. „Að leyna upplýsingum sem hefðu haft mikla þýðingu fyrir öryggisheimild er mjög alvarlegt, eins og allir geta skilið,“ sagði forsætisráðherrann. Thyberg sjálfur viðurkennir að hann hefði átt að upplýsa um myndirnar en það hafi hann hins vegar ekki gert. Myndirnar komu af stefnumótaforritinu Grindr sem er sérstaklega vinsælt á meðal samkynhneigðra karla. „Ég hef því tilkynnt að ég ætli mér ekki að þiggja stöðu þjóðaröryggisráðgjafa,“ sagði hann. Málið er ekki síst vandræðalegt fyrir sænsku ríkisstjórnina því forveri Thyberg í stöðu þjóðaröryggisráðgjafa þurfti að hætta vegna hneykslismála. Hann er nú ákærður fyrir vanrækslu í meðferð ríkisleyndarmála en hann neitar sök. Svíþjóð Klám Öryggis- og varnarmál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Tobias Thyberg var skipaður þjóðaröryggisráðgjafi sænsku stjórnarinnar í gær fékk stjórnarráðið nafnlausan póst með nektarmyndum af honum af stefnumótasíðu. Sænska ríkisútvarpið segir að myndirnar séu sex til sjö ára gamlar. Thyberg átti að ferðast með Ulf Kristersson, forsætisráðherra, á fund með evrópskum leiðtogum um varnarmál í Osló í dag. Hætt var við það eftir að sænsk dagblað spurðist fyrir um myndirnar. Sænska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni Kristersson að algerlega nýjar persónuupplýsingar um Thyberg hefðu borist skömmu eftir að hann var skipaður þjóðaröryggisráðgjafi. Stjórnarráðið hefði ekki haft upplýsingar um myndirnar. Sérfræðingar telja að myndirnar hefðu gert Thyberg útsettan fyrir kúgunum. Kristersson forsætisráðherra segist harma uppákomuna. „Að leyna upplýsingum sem hefðu haft mikla þýðingu fyrir öryggisheimild er mjög alvarlegt, eins og allir geta skilið,“ sagði forsætisráðherrann. Thyberg sjálfur viðurkennir að hann hefði átt að upplýsa um myndirnar en það hafi hann hins vegar ekki gert. Myndirnar komu af stefnumótaforritinu Grindr sem er sérstaklega vinsælt á meðal samkynhneigðra karla. „Ég hef því tilkynnt að ég ætli mér ekki að þiggja stöðu þjóðaröryggisráðgjafa,“ sagði hann. Málið er ekki síst vandræðalegt fyrir sænsku ríkisstjórnina því forveri Thyberg í stöðu þjóðaröryggisráðgjafa þurfti að hætta vegna hneykslismála. Hann er nú ákærður fyrir vanrækslu í meðferð ríkisleyndarmála en hann neitar sök.
Svíþjóð Klám Öryggis- og varnarmál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira