Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson og Eyþór H. Ólafsson skrifa 9. maí 2025 21:03 Á fundi bæjarstjórnar fimmtudaginn sl. var lögð fram til síðari umræðu ársreikningur Hveragerðisbæjar fyrir árið 2024. Rekstrarniðurstaða ársins var jákvæð, upp á rúmar 169 milljónir króna sem eru ánægjulegar fréttir. Þó vekur það áhyggjur að skuldasöfnun heldur áfram og að verulegt misræmi er milli fjárhagsáætlunar og raunverulegrar niðurstöðu samkvæmt ársreikningi. Þannig bendir ýmislegt til þess að ákveðin lausatök séu í fjármálastjórn sveitarfélagsins. Lausatök í rekstri og auknar skuldir Við yfirferð ársreikningsins kemur fram að annar rekstrarkostnaður, fyrir utan launakostnað, fór um 475 milljónir króna fram úr fjárhagsáætlun, með viðaukum. Tekjur reyndust hins vegar 372 milljónum króna hærri en gert var ráð fyrir, aðallega vegna aukinna framlaga frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Hefði ekki komið til aukinna tekna umfram áætlun hefði því orðið verulegur rekstrarhalli á árinu 2024. Kostnaður við laun bæjarráðs og bæjarstjórnar hefur tvöfaldast frá árinu 2021, farið úr 14 milljónum upp í tæpar 28 milljónir króna. Sama gildir um kostnað við önnur nefndastörf, það hefur farið úr 5 milljónum upp í um 10 milljónir króna. Nefndakostnaður hefur þannig hækkað um 18,6 milljónir króna frá árinu 2021 og stendur nú í yfir 38 milljónum króna á ári, án launa kjörstjórnar. Fulltrúar D-listans hafa ítrekað bent á að þær stjórnsýslubreytingar sem farið var í með fjölgun nefnda og ráða myndi leiða til aukins nefndakostnaðar. Þessi þróun gefur tilefni til að spyrja hvort þessar breytingar hafi skilað aukinni skilvirkni og hagkvæmni líkt og meirihlutinn talaði um. Skuldastaða bæjarins hefur aukist verulega frá árinu 2022. Í lok árs 2021 námu skuldir og skuldbindingar um 5,2 milljörðum króna. Nú, samkvæmt ársreikningi 2024, eru þær komnar í um 8,2 milljarða króna. Þetta er mikil hækkun á innan við þremur árum og ekki er að sjá að uppbygging innviða sé í samræmi við þá skuldasöfnun. Slík þróun takmarkar svigrúm bæjarins til frekari fjárfestinga án þess að hætta skapist á að farið verði yfir lögbundin viðmið um skuldahlutfall. Skuldsetningin gerir Hveragerðisbæ einnig viðkvæmari fyrir efnahagssveiflum og ófyrirséðum útgjöldum, sérstaklega í ljósi þess að lausafjárstaðan hefur staðið í stað. Handbært fé í árslok var 213 milljónir króna, nánast óbreytt frá fyrra ári. Ef kæmi til tekjusamdráttar eða óvæntra útgjalda gæti bæjarfélagið átt í erfiðleikum með að standa undir greiðslubyrði lána og annarra skuldbindinga. Söguleg uppbygging innviða – eða hvað? Þó að fjárfestingaráætlun hafi gert ráð fyrir verulegum framkvæmdum á árinu 2024, er nauðsynlegt að fara varlega í að tala um sögulega uppbyggingu þegar rauntölur og framkvæmdir eru skoðaðar. Fjárfestingaráætlunin stóðst lítið betur en rekstraráætlunin. Þriðji áfangi við grunnskólann fór verulega fram úr áætlun, þrátt fyrir að samþykkt hafi verið að flýta verkinu að hluta. Upphaflega var gert ráð fyrir 443 milljónum króna, en kostnaður fór upp í 693 milljónir króna, að frádreginni endurgreiðslu frá Sveitarfélaginu Ölfus að upphæð 112 milljónir króna. Rétt er að hafa í huga að verkefninu er ólokið. Á sama tíma voru áætlaðar 500 milljónir króna á fjárfestingaráætlun í uppbyggingu íþróttamannvirkja, framkvæmd sem ekki var farið í, eini kostnaðurinn sem féll undir þann lið var ýmis sérfræðikostnaður upp á 28 milljónir króna samtals. Kostnaður við viðbyggingu við leikskólann Óskaland fór einnig langt fram úr áætlun. Kostnaðurinn endaði í 171 milljón króna, þrátt fyrir að upphafleg áætlun gerði aðeins ráð fyrir 91 milljón króna. Þegar kostnaður Hveragerðisbæjar og Fasteignafélagsins Eikar við viðbygginguna er tekinn saman sést að kostnaðurinn við að byggja þessar þrjár deildir nálgast það sem myndi kosta að byggja fullbyggðan sex deilda leikskóla. Tekjur af gatnagerðargjöldum námu aðeins um 52 milljónum króna á móti 230 milljóna króna kostnaði við gatnagerð. Rúmum 16 milljónum var varið í sérfræðikostnað vegna skólphreinsistöðvar, þó áætlun hafi gert ráð fyrir 100 milljóna króna framlagi til endurbóta á skólphreinsimálum. Sterk framtíð Hveragerðisbæjar byggir ekki aðeins á vilja til framkvæmda heldur þarf að koma þeim í framkvæmd í samræmi við áætlanir hverju sinni. Hveragerðisbær hefur alla burði og tækifæri til að halda áfram að vaxa og þróast, en það verður að gerast á traustum grunni. Nú er kominn tími til að stilla áherslurnar af, draga úr misræmi milli áætlana og veruleika, endurskoða forgangsröðun verkefna og tryggja að fjárfestingar verði að veruleika. Með ábyrgri fjármálastjórn verður hægt að byggja upp sveitarfélagið á sjálfbæran hátt. Friðrik Sigurbjörnsson er bæjarfulltrúi D-listans. Eyþór H. Ólafsson er varabæjarfulltrúi D-listans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Á fundi bæjarstjórnar fimmtudaginn sl. var lögð fram til síðari umræðu ársreikningur Hveragerðisbæjar fyrir árið 2024. Rekstrarniðurstaða ársins var jákvæð, upp á rúmar 169 milljónir króna sem eru ánægjulegar fréttir. Þó vekur það áhyggjur að skuldasöfnun heldur áfram og að verulegt misræmi er milli fjárhagsáætlunar og raunverulegrar niðurstöðu samkvæmt ársreikningi. Þannig bendir ýmislegt til þess að ákveðin lausatök séu í fjármálastjórn sveitarfélagsins. Lausatök í rekstri og auknar skuldir Við yfirferð ársreikningsins kemur fram að annar rekstrarkostnaður, fyrir utan launakostnað, fór um 475 milljónir króna fram úr fjárhagsáætlun, með viðaukum. Tekjur reyndust hins vegar 372 milljónum króna hærri en gert var ráð fyrir, aðallega vegna aukinna framlaga frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Hefði ekki komið til aukinna tekna umfram áætlun hefði því orðið verulegur rekstrarhalli á árinu 2024. Kostnaður við laun bæjarráðs og bæjarstjórnar hefur tvöfaldast frá árinu 2021, farið úr 14 milljónum upp í tæpar 28 milljónir króna. Sama gildir um kostnað við önnur nefndastörf, það hefur farið úr 5 milljónum upp í um 10 milljónir króna. Nefndakostnaður hefur þannig hækkað um 18,6 milljónir króna frá árinu 2021 og stendur nú í yfir 38 milljónum króna á ári, án launa kjörstjórnar. Fulltrúar D-listans hafa ítrekað bent á að þær stjórnsýslubreytingar sem farið var í með fjölgun nefnda og ráða myndi leiða til aukins nefndakostnaðar. Þessi þróun gefur tilefni til að spyrja hvort þessar breytingar hafi skilað aukinni skilvirkni og hagkvæmni líkt og meirihlutinn talaði um. Skuldastaða bæjarins hefur aukist verulega frá árinu 2022. Í lok árs 2021 námu skuldir og skuldbindingar um 5,2 milljörðum króna. Nú, samkvæmt ársreikningi 2024, eru þær komnar í um 8,2 milljarða króna. Þetta er mikil hækkun á innan við þremur árum og ekki er að sjá að uppbygging innviða sé í samræmi við þá skuldasöfnun. Slík þróun takmarkar svigrúm bæjarins til frekari fjárfestinga án þess að hætta skapist á að farið verði yfir lögbundin viðmið um skuldahlutfall. Skuldsetningin gerir Hveragerðisbæ einnig viðkvæmari fyrir efnahagssveiflum og ófyrirséðum útgjöldum, sérstaklega í ljósi þess að lausafjárstaðan hefur staðið í stað. Handbært fé í árslok var 213 milljónir króna, nánast óbreytt frá fyrra ári. Ef kæmi til tekjusamdráttar eða óvæntra útgjalda gæti bæjarfélagið átt í erfiðleikum með að standa undir greiðslubyrði lána og annarra skuldbindinga. Söguleg uppbygging innviða – eða hvað? Þó að fjárfestingaráætlun hafi gert ráð fyrir verulegum framkvæmdum á árinu 2024, er nauðsynlegt að fara varlega í að tala um sögulega uppbyggingu þegar rauntölur og framkvæmdir eru skoðaðar. Fjárfestingaráætlunin stóðst lítið betur en rekstraráætlunin. Þriðji áfangi við grunnskólann fór verulega fram úr áætlun, þrátt fyrir að samþykkt hafi verið að flýta verkinu að hluta. Upphaflega var gert ráð fyrir 443 milljónum króna, en kostnaður fór upp í 693 milljónir króna, að frádreginni endurgreiðslu frá Sveitarfélaginu Ölfus að upphæð 112 milljónir króna. Rétt er að hafa í huga að verkefninu er ólokið. Á sama tíma voru áætlaðar 500 milljónir króna á fjárfestingaráætlun í uppbyggingu íþróttamannvirkja, framkvæmd sem ekki var farið í, eini kostnaðurinn sem féll undir þann lið var ýmis sérfræðikostnaður upp á 28 milljónir króna samtals. Kostnaður við viðbyggingu við leikskólann Óskaland fór einnig langt fram úr áætlun. Kostnaðurinn endaði í 171 milljón króna, þrátt fyrir að upphafleg áætlun gerði aðeins ráð fyrir 91 milljón króna. Þegar kostnaður Hveragerðisbæjar og Fasteignafélagsins Eikar við viðbygginguna er tekinn saman sést að kostnaðurinn við að byggja þessar þrjár deildir nálgast það sem myndi kosta að byggja fullbyggðan sex deilda leikskóla. Tekjur af gatnagerðargjöldum námu aðeins um 52 milljónum króna á móti 230 milljóna króna kostnaði við gatnagerð. Rúmum 16 milljónum var varið í sérfræðikostnað vegna skólphreinsistöðvar, þó áætlun hafi gert ráð fyrir 100 milljóna króna framlagi til endurbóta á skólphreinsimálum. Sterk framtíð Hveragerðisbæjar byggir ekki aðeins á vilja til framkvæmda heldur þarf að koma þeim í framkvæmd í samræmi við áætlanir hverju sinni. Hveragerðisbær hefur alla burði og tækifæri til að halda áfram að vaxa og þróast, en það verður að gerast á traustum grunni. Nú er kominn tími til að stilla áherslurnar af, draga úr misræmi milli áætlana og veruleika, endurskoða forgangsröðun verkefna og tryggja að fjárfestingar verði að veruleika. Með ábyrgri fjármálastjórn verður hægt að byggja upp sveitarfélagið á sjálfbæran hátt. Friðrik Sigurbjörnsson er bæjarfulltrúi D-listans. Eyþór H. Ólafsson er varabæjarfulltrúi D-listans.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun