Fulltrúar Heimsmetabókar Guinners mættu til að mæla innkast frá Campbell og staðfesta í framhaldinu heimsmetið.
Campbell spilar með London City Lionesses, liðinu sem vann sér nýverið sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Lengsta innkastið hennar mældist 37,55 metrar. Það er nú skráð heimsmet hjá Guinners fólki.
Sveindís Jane Jónsdóttir tekur oftast innköstin hjá íslenska landsliðinu og þau skapa oft usla enda kastar okkar kona boltanum langt inn í vítateig andstæðinganna.
Nú er spurningin hvort að það væri ekki sanngjarnast að Sveindís Jane fengi að reyna við metið. Knattspyrnusamband Íslands ætti jafnvel að skipuleggja mælingu þegar landsliðið kemur saman fyrir fyrsta landsleikinn á nýju blendingsgrasi Laugardalsvallar í júní.