„Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2025 13:41 Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Perla Jóhannsdóttir, Rebekka Rut Steingrímsdóttir og Þorvaldur Orri Árnason hafa öll framlengt samning sína. KR/Gunnar Sverrisson KR-ingar eru að undirbúa sig fyrir næsta tímabil í körfuboltanum og hafa nú gengið frá samningum við tólf íslenska leikmenn til að spila með báðum meistaraflokkum félagsins á komandi tímabili. Bæði liðin spila í Bónus deildinni á komandi tímabili eftir að konurnar unnu sér aftur sæti í deild þeirra bestu. KR-ingar voru þarna að ganga frá samningum við uppalda KR-inga sem léku lykilhlutverk með meistaraflokkum félagsins á síðasta tímabili. Þórir til 2027 en Þorri til 2026 Fyrirliði karlaliðsins, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, hefur framlengt samningi sínum til ársins 2027. Auk hans hafa þeir Veigar Áki Hlynsson, Orri Hilmarsson, Lars Erik Bragason og Hallgrímur Árni Þrastarson samið til 2027 og Þorvaldur Orri Árnason (Þorri) til 2026. „Ég er gríðarlega ánægður með þessar undirskriftir. Það er mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu og frábært að við náum að halda í kjarnann í liðinu frá því í fyrra. Við ætlum okkur stóra hluti á næstu árum og ég veit að strákarnir eru tilbúnir í það verkefni,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari karlaliðsins í fréttatilkynningu. Áttum góða spretti í vetur „Ég er mjög ánægður með það að framlengja og geta haldið áfram með þetta verkefni sem við erum í hér í KR. Við áttum góða spretti í vetur en við ætlum okkur meira og ég er spenntur fyrir komandi tímabili,“ sagði hinn öflugi Þórir Guðmundur Þorbjarnarson. Fyrirliði kvennaliðsins, Perla Jóhannsdóttir, hefur einnig ákveðið að taka slaginn með KR liðinu í Bónus deild kvenna næsta vetur. Auk hennar hafa þær Rebekka Rut Steingrímsdóttir, Anna María Magnúsdóttir, Anna Margrét Hermannsdóttir, Lea Gunnarsdóttir og Arndís Rut Matthíasdóttir framlengt samningum sínum við KR til 2027. Að festa KR í sessi í efstu deild „Það er mjög ánægjulegt að vera búin að semja. Ég er mjög spennt fyrir þessu tímabili og hlakka til að festa KR í sessi í efstu deild kvenna,“ sagði Perla Jóhannsdóttir. „Það er gífurlegt fagnaðarefni fyrir okkur að hafa náð samningum við þessa leikmenn. KR hefur alltaf lagt áherslu á það að ná árangri í krafti okkar uppöldu leikmanna og þetta er stór dagur fyrir félagið. Í báðum liðum erum við að byggja á þessum öfluga kjarna heimafólks og ætlum okkur stóra hluti á næsta tímabili,“ sagði Egill Ástráðsson formaður körfuknattleiksdeilda KR í fyrrnefndri fréttatilkynningu frá KR. Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KR Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Sjá meira
KR-ingar voru þarna að ganga frá samningum við uppalda KR-inga sem léku lykilhlutverk með meistaraflokkum félagsins á síðasta tímabili. Þórir til 2027 en Þorri til 2026 Fyrirliði karlaliðsins, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, hefur framlengt samningi sínum til ársins 2027. Auk hans hafa þeir Veigar Áki Hlynsson, Orri Hilmarsson, Lars Erik Bragason og Hallgrímur Árni Þrastarson samið til 2027 og Þorvaldur Orri Árnason (Þorri) til 2026. „Ég er gríðarlega ánægður með þessar undirskriftir. Það er mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu og frábært að við náum að halda í kjarnann í liðinu frá því í fyrra. Við ætlum okkur stóra hluti á næstu árum og ég veit að strákarnir eru tilbúnir í það verkefni,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari karlaliðsins í fréttatilkynningu. Áttum góða spretti í vetur „Ég er mjög ánægður með það að framlengja og geta haldið áfram með þetta verkefni sem við erum í hér í KR. Við áttum góða spretti í vetur en við ætlum okkur meira og ég er spenntur fyrir komandi tímabili,“ sagði hinn öflugi Þórir Guðmundur Þorbjarnarson. Fyrirliði kvennaliðsins, Perla Jóhannsdóttir, hefur einnig ákveðið að taka slaginn með KR liðinu í Bónus deild kvenna næsta vetur. Auk hennar hafa þær Rebekka Rut Steingrímsdóttir, Anna María Magnúsdóttir, Anna Margrét Hermannsdóttir, Lea Gunnarsdóttir og Arndís Rut Matthíasdóttir framlengt samningum sínum við KR til 2027. Að festa KR í sessi í efstu deild „Það er mjög ánægjulegt að vera búin að semja. Ég er mjög spennt fyrir þessu tímabili og hlakka til að festa KR í sessi í efstu deild kvenna,“ sagði Perla Jóhannsdóttir. „Það er gífurlegt fagnaðarefni fyrir okkur að hafa náð samningum við þessa leikmenn. KR hefur alltaf lagt áherslu á það að ná árangri í krafti okkar uppöldu leikmanna og þetta er stór dagur fyrir félagið. Í báðum liðum erum við að byggja á þessum öfluga kjarna heimafólks og ætlum okkur stóra hluti á næsta tímabili,“ sagði Egill Ástráðsson formaður körfuknattleiksdeilda KR í fyrrnefndri fréttatilkynningu frá KR.
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KR Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn