Lífið

Fjöl­menni á sjö­tíu ára af­mæli Kópa­vogs

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Frá veisluhöldum í Smáralind í dag.
Frá veisluhöldum í Smáralind í dag. Vísir

Fjölmargir lögðu leið sína á afmælishátíð í Kópavogi í dag sem haldin er í tilefni sjötíu ára afmælis bæjarins. Í Smáralind var boðið upp á afmælisköku af stærri gerðinni og Samkór Kópavogs söng afmælissönginn og fleiri lög. Halla Tómasdóttir forseti heimsækir Kópavog á morgun klukkan 15:30 og tekið verður á móti henni í Salnum.

Afmælisdagur bæjarins er á morgun 11. maí, en afmælishátíðin er haldin alla helgina.

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri bauð gesti belkomna og stóð vaktina ásamt bæjarstjórn Kópavogs í kökuskurði. Á annað þúsund þáðu kökusneið og var afmæliskakan súkkulaðikaka með vanillukremi.

Skreytingin á kökunni var afmælismerki bæjarins og var kakan bökuð af Reyni bakara.

Uppskeruhátíð Barnamenningarhátíðar fór fram í menningarhúsunum í dag. Boðið var upp á tröllasmiðju og leikrit og vel var mætt á viðburðina, segir í tilkynningu Kópavogs.

Á morgun afmælisdaginn verður boðið upp á tónleika og smiðjur. 

„Þá verða stultur, vatnsull og vesen með Memm á útisvæðinu við menningarhúsin.“

Ásdír Kristjánsdóttir bæjarstjóri tekur á móti forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, í Salnum klukkan 15:30.

Bæjarstjórnin stóð vaktina í kökuskurði.Kópavogur
Ásdír Kristjánsdóttir bæjarstjóri.Kópavogur
Fjölbreytt dagskrá.Kópavogur





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.