Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar 11. maí 2025 10:32 Ég var svo dásamlega lánsöm að alast upp á heimili þar sem rætt var um stjórnmál og enn lánsamari með það að ekki voru öll sammála. Við borðið hjá ömmu þar sem ég dvaldi öllum mögulegum stundum voru sjónarmið sósíalista yfir í frjálshyggju og allt þar á milli rædd yfir kaffinu. Fólk ræddi málin, hækkaði stundum röddina en naut þess jafnframt að verja tíma saman og borða saman. Ef til vill hef ég öðlast skilning á því að hversu ólíkar skoðanir fólks geta verið við það að alast upp við frjáls og óheft skoðanaskipti. Fólk fær drifkraft frá ólíkum hlutum og hefur misjafna sýn á lífið, þó það sé úr sömu fjölskyldunni. Alla tíð hef ég litið á það sem gjöf að í stjórn landsins sé fólk sem er fulltrúar þessarar fjölbreytni. Það er að mínu viti ómögulegt að ætla að stýra landi eða sveitarfélagi út frá einni stefnu, því þá þjónum við bara einum hópi fólks. Við erum samfélag mismunandi heima, ólíkrar reynslu og fjölbreyttra skoðanna. Til að skapa trúverðugt og traust samfélag þar sem við þjónum breiðum hópi fólks þá þarf að vera fjölbreytni, ólíkar lausnir og fjölbreyttar leiðir að markmiðum. Borgin má og á að vera fjölbreytt. Fólk þarf að hafa val um það hvort það vill nýta sér þær samgöngur sem eru í boði en þær þurfa þá einnig að vera raunverulegur valkostur fyrir fólk. Einnig á fólk að geta valið hvort það vill búa á svæði umkringt litlum grænum svæðum eða á þéttbýlum reit þar sem þú getur skokkað á náttsloppnum í næstu verslun því mjólkin gleymdist. En umfram allt þurfum við að vera tilbúin að hlusta hvert á annað. Með virðingu og hlustun getum við setið við sama borðið og notið samverunnar þrátt fyrir ólíkar skoðanir. Ef við hlustum, heyrum við líka að um margt erum við sammála. Það þarf að moka snjóinn þegar það snjóar, hvort heldur fyrir gangandi, hjólandi eða akandi svo við komumst leiðar okkar. Það þarf einnig að hirða sorpið því okkur líður betur í hreinni og vel hirtri borg. Það þarf að huga að innviðum því við viljum ekki að fólk þurfi að stunda vinnu sína eða nám í óheilnæmu umhverfi. Það er nefnilega þannig að það er meira sem sameinar okkur en sundrar ef við erum tilbúin að hlusta. Af hverju framsókn? Þegar ég er í kringum Framsóknarfólk, þá er ég í kringum fólk sem skilur einnig að borg þarf breidd. Landið þarf lausnir. Fólk sem skilur og setur í fólk og fjölskyldur í forgang. Framsóknarfólk skilur að jafnrétti og fjölbreytileiki eru ekki bara hugtök, heldur lykillinn að hamingjusömu samfélagi. Kannanir hafa sýnt að Framsóknarfólk er hamingjusamara og það kemur mér ekki á óvart. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins í Reykjavík og varaborgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var svo dásamlega lánsöm að alast upp á heimili þar sem rætt var um stjórnmál og enn lánsamari með það að ekki voru öll sammála. Við borðið hjá ömmu þar sem ég dvaldi öllum mögulegum stundum voru sjónarmið sósíalista yfir í frjálshyggju og allt þar á milli rædd yfir kaffinu. Fólk ræddi málin, hækkaði stundum röddina en naut þess jafnframt að verja tíma saman og borða saman. Ef til vill hef ég öðlast skilning á því að hversu ólíkar skoðanir fólks geta verið við það að alast upp við frjáls og óheft skoðanaskipti. Fólk fær drifkraft frá ólíkum hlutum og hefur misjafna sýn á lífið, þó það sé úr sömu fjölskyldunni. Alla tíð hef ég litið á það sem gjöf að í stjórn landsins sé fólk sem er fulltrúar þessarar fjölbreytni. Það er að mínu viti ómögulegt að ætla að stýra landi eða sveitarfélagi út frá einni stefnu, því þá þjónum við bara einum hópi fólks. Við erum samfélag mismunandi heima, ólíkrar reynslu og fjölbreyttra skoðanna. Til að skapa trúverðugt og traust samfélag þar sem við þjónum breiðum hópi fólks þá þarf að vera fjölbreytni, ólíkar lausnir og fjölbreyttar leiðir að markmiðum. Borgin má og á að vera fjölbreytt. Fólk þarf að hafa val um það hvort það vill nýta sér þær samgöngur sem eru í boði en þær þurfa þá einnig að vera raunverulegur valkostur fyrir fólk. Einnig á fólk að geta valið hvort það vill búa á svæði umkringt litlum grænum svæðum eða á þéttbýlum reit þar sem þú getur skokkað á náttsloppnum í næstu verslun því mjólkin gleymdist. En umfram allt þurfum við að vera tilbúin að hlusta hvert á annað. Með virðingu og hlustun getum við setið við sama borðið og notið samverunnar þrátt fyrir ólíkar skoðanir. Ef við hlustum, heyrum við líka að um margt erum við sammála. Það þarf að moka snjóinn þegar það snjóar, hvort heldur fyrir gangandi, hjólandi eða akandi svo við komumst leiðar okkar. Það þarf einnig að hirða sorpið því okkur líður betur í hreinni og vel hirtri borg. Það þarf að huga að innviðum því við viljum ekki að fólk þurfi að stunda vinnu sína eða nám í óheilnæmu umhverfi. Það er nefnilega þannig að það er meira sem sameinar okkur en sundrar ef við erum tilbúin að hlusta. Af hverju framsókn? Þegar ég er í kringum Framsóknarfólk, þá er ég í kringum fólk sem skilur einnig að borg þarf breidd. Landið þarf lausnir. Fólk sem skilur og setur í fólk og fjölskyldur í forgang. Framsóknarfólk skilur að jafnrétti og fjölbreytileiki eru ekki bara hugtök, heldur lykillinn að hamingjusömu samfélagi. Kannanir hafa sýnt að Framsóknarfólk er hamingjusamara og það kemur mér ekki á óvart. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins í Reykjavík og varaborgarfulltrúi
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun