Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. maí 2025 23:30 Miðað við niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir Evrópuhreyfinguna er munurinn á fjölda þeirra sem vilja ganga í Evrópusambandið og þeirra sem vilja það ekki orðinn fremur lítill eða 4,4%. Samkvæmt henni eru þannig 43% hlynnt því að gengið verði í sambandið en 38,6% andvíg. Í könnun Gallups í marz var munurinn mun meiri eða 8% og í marz 2022 var hann heil 14%. Á sama tíma hafa síðustu tvær kannanir Maskínu undanfarið hálft ár sýnt fleiri andvíga inngöngu en hlynnta ólíkt því sem áður var. Mögulega hefur Evrópuhreyfingin því verzlað við Gallup nú í stað Maskínu áður. Fleira vekur athygli þegar nýja skoðanakönnunin er annars vegar. Þannig greindi Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar og aðstoðarmaður fjármálaráðherra, frá niðurstöðum hennar í grein á Vísi fyrir helgi. Ekki er að sjá að hún hafi verið send á fjölmiðla sem hafa ekki fjallað um hana. Hvergi er í greininni samanburður við fyrri kannanir Gallups. Mjög líklega hefðu fjölmiðlar viljað birta þær upplýsingar. Þá segir Jón Steindór að sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu með eða á móti séu 55% hlynnt inngöngu í Evrópusambandið. Rétta talan er þó 52,7%. Kann hann ekki að reikna? Talsverður munur er jú á því hvort 55% séu hlynnt því að gengið verði í Evrópusambandið og 45% andvíg, og munurinn þá 10 prósentustig, eða hvort hlutföllin séu 52,7% og 47,3% og munurinn 5,4 prósentustig. Mögulega hefur verið um mistök að ræða í einföldum prósentureikningi en miðað við augljósa viðleitni að öðru leyti til þess að reyna að láta niðurstöðurnar líta betur út en þær gefa tilefni til, til dæmis með því að bera þær ekki saman við fyrri niðurstöður kannana Gallups, er það auðvitað alls ekki víst. Þróunin hefur í öllu falli ljóslega ekki verið í æskilegar áttir í þessum efnum að mati Jóns Steindórs. Hins vegar er alltaf áhugavert þegar Evrópusambandssinnar kaupa skoðanakannanir sem kosta sitt þar sem fólk er spurt hvort það vilji ganga í Evrópusambandið í ljósi þess að því hefur löngum verið haldið fram í röðum þeirra að ekki væri hægt að svara þeirri spurningu nema samningur um inngöngu lægi fyrir. Fyrr vissi fólk í raun ekkert hvað það væri að tala um. Að vísu hefur það aðeins virzt eiga við þegar kannanir hafa sýnt fleiri andvíga inngöngu. Öðru máli hefur gegnt ef niðurstaðan hefur verið á hinn veginn. Sjálfir hafa þeir fyrir löngu gert upp hug sinn í þessum efnum. Þrátt fyrir samningsleysið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Miðað við niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir Evrópuhreyfinguna er munurinn á fjölda þeirra sem vilja ganga í Evrópusambandið og þeirra sem vilja það ekki orðinn fremur lítill eða 4,4%. Samkvæmt henni eru þannig 43% hlynnt því að gengið verði í sambandið en 38,6% andvíg. Í könnun Gallups í marz var munurinn mun meiri eða 8% og í marz 2022 var hann heil 14%. Á sama tíma hafa síðustu tvær kannanir Maskínu undanfarið hálft ár sýnt fleiri andvíga inngöngu en hlynnta ólíkt því sem áður var. Mögulega hefur Evrópuhreyfingin því verzlað við Gallup nú í stað Maskínu áður. Fleira vekur athygli þegar nýja skoðanakönnunin er annars vegar. Þannig greindi Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar og aðstoðarmaður fjármálaráðherra, frá niðurstöðum hennar í grein á Vísi fyrir helgi. Ekki er að sjá að hún hafi verið send á fjölmiðla sem hafa ekki fjallað um hana. Hvergi er í greininni samanburður við fyrri kannanir Gallups. Mjög líklega hefðu fjölmiðlar viljað birta þær upplýsingar. Þá segir Jón Steindór að sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu með eða á móti séu 55% hlynnt inngöngu í Evrópusambandið. Rétta talan er þó 52,7%. Kann hann ekki að reikna? Talsverður munur er jú á því hvort 55% séu hlynnt því að gengið verði í Evrópusambandið og 45% andvíg, og munurinn þá 10 prósentustig, eða hvort hlutföllin séu 52,7% og 47,3% og munurinn 5,4 prósentustig. Mögulega hefur verið um mistök að ræða í einföldum prósentureikningi en miðað við augljósa viðleitni að öðru leyti til þess að reyna að láta niðurstöðurnar líta betur út en þær gefa tilefni til, til dæmis með því að bera þær ekki saman við fyrri niðurstöður kannana Gallups, er það auðvitað alls ekki víst. Þróunin hefur í öllu falli ljóslega ekki verið í æskilegar áttir í þessum efnum að mati Jóns Steindórs. Hins vegar er alltaf áhugavert þegar Evrópusambandssinnar kaupa skoðanakannanir sem kosta sitt þar sem fólk er spurt hvort það vilji ganga í Evrópusambandið í ljósi þess að því hefur löngum verið haldið fram í röðum þeirra að ekki væri hægt að svara þeirri spurningu nema samningur um inngöngu lægi fyrir. Fyrr vissi fólk í raun ekkert hvað það væri að tala um. Að vísu hefur það aðeins virzt eiga við þegar kannanir hafa sýnt fleiri andvíga inngöngu. Öðru máli hefur gegnt ef niðurstaðan hefur verið á hinn veginn. Sjálfir hafa þeir fyrir löngu gert upp hug sinn í þessum efnum. Þrátt fyrir samningsleysið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar