Indiana var miklu sterkari aðilinn gegn Cleveland og leiddi með 41 stigi í hálfleik, 80-39. Aldrei hefur lið verið með meiri forystu í hálfleik í sögu úrslitakeppni NBA.
Pascal Siakam skoraði 21 stig fyrir Pacers og Obi Toppin og Myles Turner sitt hvor tuttugu stigin. Skærasta stjarna liðsins, Tyrese Haliburton, þurfti ekki að hafa sig mikið í frammi. Hann tók aðeins átta stig og skoraði ellefu stig.
PACERS TAKE 3-1 SERIES LEAD ON A DOMINANT PERFORMANCE AT HOME 🔥💯
— NBA (@NBA) May 12, 2025
Siakam: 21 PTS, 9-10 FGM, 6 REB
Turner: 20 PTS, 4-4 3PM, 7 REB
Toppin: 20 PTS, 9-14 FGM, 5 REB pic.twitter.com/B2wNary2fu
Darius Garland var með 21 stig hjá Cavs sem lék án Donovans Mitchell í seinni hálfleik. Cleveland vann 64 leiki í deildarkeppninni en þarf núna að vinna þrjá leiki í röð gegn Indiana til að komast í úrslit Austurdeildarinnar.
Oklahoma jafnaði metin í einvíginu við Denver í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með fimm stiga sigri, 87-92.
Shai Gilgeous-Alexander skoraði 25 stig fyrir OKC sem var með besta árangur allra liða í deildarkeppninni (68 sigra).
Nikola Jokic skoraði 27 stig fyrir Nuggets og tók þrettán fráköst. Jamal Murray og Christian Braun skoruðu sautján stig hvor.
SGA & THE THUNDER EVEN UP THE SERIES 2-2 ON THE ROAD!
— NBA (@NBA) May 11, 2025
⚡️ 25 PTS (9 in 4Q)
⚡️ 6 REB
⚡️ 6 AST
⚡️ 2 STL
Game 5 in OKC: Tuesday, 9:30pm/et, TNT pic.twitter.com/dHPkLYVzA9