Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 12. maí 2025 12:31 Öll getum við lent í því að eiga í erfiðleikum með að fóta okkur í nýjum veruleika. Það hefur verið hlutskipti fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna þriggja; Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks í umræðunni um leiðréttingu veiðigjalda. Þeir eiga erfitt með að sætta sig við að hafa verið hafnað í síðustu kosningum og að rökréttri reglu hlutanna, að þeirra mati, hafi verið raskað með því að aðrir en þeir haldi um valdataumana. Vanlíðanin brýst svo út í umræðunni um leiðréttingu veiðigjalda á Alþingi. Þótt þegar hafi verið sett Íslandsmet í lengd umræðu í fyrstu umræðu frá því mælingar hófust þá var það hárrétt mat hjá forseta Alþingis að veita þingmönnum tækifæri til þess að ræða þetta mikilvæga og stóra mál með því að breyta starfsáætlun Alþingis og boða til fundar á laugardegi. Farið gegn þjóðarvilja Varðstaðan um sérhagsmuni gegn almannahagsmunum hefur verið leiðarstefið hjá gömlu helmingaskiptaflokkunum, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki í þessari umræðu. Sömu sögu má segja um fulltrúa Miðflokksins. Fulltrúar sérhagsmuna á þingi mega ekki til þess hugsa að þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fái sanngjarnan og réttlátan hlut í arðinum sem myndast við nýtingu hennar. Í löngu og ítarlegu máli hafa fulltrúar stjórnarandstöðunnar því talað gegn þjóðarvilja í þessu máli því skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að þjóðin stendur með ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í málinu. Stjórnarandstöðunni verður tíðrætt um sátt um sjávarútveginn í máli sínu en hún hirðir ekkert um að ná sátt við þjóðina, eiganda auðlindarinnar, um réttláta skiptingu auðlindarentunnar. Helmingaskiptaflokkarnir hafa brugðist þjóðinni Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar sem á rétt á því að nýta þá með sjálfbærum hætti. Hlutverk löggjafans er að tryggja að ávinningurinn af nýtingu þeirra skili sér aftur til þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Staðreyndin er sú að gömlu helmingaskiptaflokkarnir og fylgitungl þeirra í ríkisstjórnum á síðustu árum hafa algjörlega brugðist þjóðinni í þessu verkefni, þ.e. að tryggja henni eðlilegan arð af eign sinni, sjávarauðlindinni. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar markaðslausnum Frumvarp ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um leiðréttingu veiðgjalda snýst einmitt um það hvernig við skiptum arðinum af auðlindinni og í frumvarpinu er tryggt að stuðst sé við markaðsvirði við útreikning á afnotagjaldi á auðlindinni. Alþekkt er að Sjálfstæðisflokkurinn, sem alla jafna kennir sig við markaðslausnir og talar fyrir þeim, hafnar því alfarið að beita markaðslausnum þegar kemur að sjávarútvegi. Og engin breyting er á því í þessu máli en það er í samræmi við varðstöðu flokksins um sérhagsmuni að koma í veg fyrir það réttlætismál að fyrir þjóðina, eiganda auðlindarinnar, að gjaldtakan sé leiðrétt og uppfærð í samræmi við raunvirði. Samfylkingin og ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur starfar hins vegar í þágu almannahagsmuna og ætlar að tryggja þjóðinni eðlilega hlutdeild í arðinum af nýtingu auðlindarinnar. Vonandi sér stjórnarandstaðan ljósið Leiðrétting veiðigjalda snýst ekki, andstætt því sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa margir hverjir haldið fram í ræðustól Alþingis að undaförnu, um kollsteypu á núverandi sjávarútvegskerfi. Hér er ekki á ferðinni aðför að landsbyggðinni eða sjávarplássum landsins eins og þeir hafa líka haldið fram. Það er von mín að á næstu dögum og vikum muni stjórnarandstaðan átta sig betur á efni, inntaki og markmiði frumvarpsins, þ.e. að þjóðinni verði tryggð réttlát og sanngjörn hlutdeild í arðinum. Kannski er það til of mikils mælst að stjórnarandstaðan sjái ljósið vegna þess tilfinningaumróts sem fulltrúar hennar ganga nú í gegnum í kjölfar breyttrar stöðu að afloknum kosningum. En maður leyfir sér að lifa í voninni. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og tók þátt í 1. umræðu um leiðréttingu veiðigjalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Rúnar Þorvaldsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Öll getum við lent í því að eiga í erfiðleikum með að fóta okkur í nýjum veruleika. Það hefur verið hlutskipti fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna þriggja; Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks í umræðunni um leiðréttingu veiðigjalda. Þeir eiga erfitt með að sætta sig við að hafa verið hafnað í síðustu kosningum og að rökréttri reglu hlutanna, að þeirra mati, hafi verið raskað með því að aðrir en þeir haldi um valdataumana. Vanlíðanin brýst svo út í umræðunni um leiðréttingu veiðigjalda á Alþingi. Þótt þegar hafi verið sett Íslandsmet í lengd umræðu í fyrstu umræðu frá því mælingar hófust þá var það hárrétt mat hjá forseta Alþingis að veita þingmönnum tækifæri til þess að ræða þetta mikilvæga og stóra mál með því að breyta starfsáætlun Alþingis og boða til fundar á laugardegi. Farið gegn þjóðarvilja Varðstaðan um sérhagsmuni gegn almannahagsmunum hefur verið leiðarstefið hjá gömlu helmingaskiptaflokkunum, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki í þessari umræðu. Sömu sögu má segja um fulltrúa Miðflokksins. Fulltrúar sérhagsmuna á þingi mega ekki til þess hugsa að þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fái sanngjarnan og réttlátan hlut í arðinum sem myndast við nýtingu hennar. Í löngu og ítarlegu máli hafa fulltrúar stjórnarandstöðunnar því talað gegn þjóðarvilja í þessu máli því skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að þjóðin stendur með ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í málinu. Stjórnarandstöðunni verður tíðrætt um sátt um sjávarútveginn í máli sínu en hún hirðir ekkert um að ná sátt við þjóðina, eiganda auðlindarinnar, um réttláta skiptingu auðlindarentunnar. Helmingaskiptaflokkarnir hafa brugðist þjóðinni Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar sem á rétt á því að nýta þá með sjálfbærum hætti. Hlutverk löggjafans er að tryggja að ávinningurinn af nýtingu þeirra skili sér aftur til þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Staðreyndin er sú að gömlu helmingaskiptaflokkarnir og fylgitungl þeirra í ríkisstjórnum á síðustu árum hafa algjörlega brugðist þjóðinni í þessu verkefni, þ.e. að tryggja henni eðlilegan arð af eign sinni, sjávarauðlindinni. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar markaðslausnum Frumvarp ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um leiðréttingu veiðgjalda snýst einmitt um það hvernig við skiptum arðinum af auðlindinni og í frumvarpinu er tryggt að stuðst sé við markaðsvirði við útreikning á afnotagjaldi á auðlindinni. Alþekkt er að Sjálfstæðisflokkurinn, sem alla jafna kennir sig við markaðslausnir og talar fyrir þeim, hafnar því alfarið að beita markaðslausnum þegar kemur að sjávarútvegi. Og engin breyting er á því í þessu máli en það er í samræmi við varðstöðu flokksins um sérhagsmuni að koma í veg fyrir það réttlætismál að fyrir þjóðina, eiganda auðlindarinnar, að gjaldtakan sé leiðrétt og uppfærð í samræmi við raunvirði. Samfylkingin og ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur starfar hins vegar í þágu almannahagsmuna og ætlar að tryggja þjóðinni eðlilega hlutdeild í arðinum af nýtingu auðlindarinnar. Vonandi sér stjórnarandstaðan ljósið Leiðrétting veiðigjalda snýst ekki, andstætt því sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa margir hverjir haldið fram í ræðustól Alþingis að undaförnu, um kollsteypu á núverandi sjávarútvegskerfi. Hér er ekki á ferðinni aðför að landsbyggðinni eða sjávarplássum landsins eins og þeir hafa líka haldið fram. Það er von mín að á næstu dögum og vikum muni stjórnarandstaðan átta sig betur á efni, inntaki og markmiði frumvarpsins, þ.e. að þjóðinni verði tryggð réttlát og sanngjörn hlutdeild í arðinum. Kannski er það til of mikils mælst að stjórnarandstaðan sjái ljósið vegna þess tilfinningaumróts sem fulltrúar hennar ganga nú í gegnum í kjölfar breyttrar stöðu að afloknum kosningum. En maður leyfir sér að lifa í voninni. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og tók þátt í 1. umræðu um leiðréttingu veiðigjalda.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun