Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 12. maí 2025 17:30 Á Alþingi eru mörg stór og mikilvæg mál til umræðu. Eitt þeirra er stórt baráttumál Samfylkingarinnar sem fór mikið fyrir í aðdraganda síðustu kosninga. Staðan á fasteignamarkaði hér á landi er fjarri því að vera góð, skortur hefur verið á húsnæði til búsetu á sama tíma og ferðamannastraumur til landsins hefur verið sem mestur. Ummerki hafa verið á ákveðnum tímum að fjársterkir aðilar hafi hreinlega keypt heilu blokkirnar á undanförnum árum án þess að setja fasteignirnar í „vinnu“, það er að segja að leigja þær út eða selja aftur, heldur ákveðið að láta þær standa tómar og bíða eftir því að markaðsverð á fasteignum hækki. Skýr merki voru um þetta í kjölfar heimsfaraldursins á sama tíma og óvissa var á öðrum mörkuðum. Við Íslendingar höfum séð, sökum óstöðugleika, að það er best þegar við getum fjárfest í steypu enda hefur fasteignaverð til langs tíma hækkað mikið og umfram verðbólgu. Miklar breytingar á fáum árum Í febrúar birti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) Vegvísi leigumarkaðar. Þar var meðal annars fjallað um skammtímaleigu á íbúðum til ferðamanna, oft kennd við Airbnb, sem er stórtækasta fyrirtækið í miðlun á þeim markaði. Í Vegvísinum kom fram að um níu þúsund leigueiningar hafi verið skráðar hjá Airbnb til skammtímaútleigu til ferðamanna í fyrrasumar. Helmingur þeirra var á höfuðborgarsvæðinu og hinn helmingurinn utan þess. HMS benti á í Vegvísinum að skráningum hefði fjölgað hratt á síðustu árum, en á meðan að kórónuveirufaraldurinn geisaði 2020 til 2022 voru þær á bilinu 4.000 til 6.500. Í greiningu HMS kom fram að tvær af hverjum þremur eignum sem voru í útleigu í gegnum Airbnb síðasta sumar hafi verið í eigu leigusala sem leigðu út fleiri en eina eign. Ein af hverjum þremur var því í eigu þeirra sem voru bara að leigja út eina eign, til dæmis heimilið sitt, í nokkra daga í senn. Frá 2015 hefur hlutdeild stórtækra leigusala, sem eru með fleiri en tíu eignir í útleigu, næstum þrefaldast. Hún var tíu prósent af markaðinum árið 2015 en 28 prósent í desember 2024. Heimili, ekki fjárfestingarvara Það þarf að tryggja að íbúðir fólks verði ekki fjárfestingarvara fjársterkra einstaklinga og fyrirtækja. Það þarf að tryggja að þær íbúðir sem til eru á markaðnum nýtist sem heimili fólks. Það lagafrumvarp sem liggur í meðförum þingsins snýr að því að gera meiri kröfur til þeirra aðila sem leigja út íbúðir til ferðamanna á þann veg að í þeim tilvikum þar sem íbúðir eru notaðar í slíkan rekstur greiði þeir tilheyrandi gjöld. Hugmyndafræði skammtímaleigu er sú að fólk leigi út eigið heimili, lögheimili sitt, til ferðamanna í takmarkaðan tíma og geti þannig haft tekjur af íbúð t.d. yfir sumartímann. Þær breytingar sem verið er að gera takmarka samt sem áður ekki svigrúm til þess að leigja út húsnæði heldur eru gerðar kröfur til þess að einstaklingar og lögaðilar hafi fengið samþykki til að reka gististarfsemi og greiða gjöld og skatta í samræmi við slíkt. Samfélagið þarf að tryggja íbúum landsins húsnæði til búsetu í stað þess að gera íbúðir að fjárfestingum fjársterkra einstaklinga. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Alþingi Húsnæðismál Fasteignamarkaður Airbnb Leigumarkaður Samfylkingin Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi eru mörg stór og mikilvæg mál til umræðu. Eitt þeirra er stórt baráttumál Samfylkingarinnar sem fór mikið fyrir í aðdraganda síðustu kosninga. Staðan á fasteignamarkaði hér á landi er fjarri því að vera góð, skortur hefur verið á húsnæði til búsetu á sama tíma og ferðamannastraumur til landsins hefur verið sem mestur. Ummerki hafa verið á ákveðnum tímum að fjársterkir aðilar hafi hreinlega keypt heilu blokkirnar á undanförnum árum án þess að setja fasteignirnar í „vinnu“, það er að segja að leigja þær út eða selja aftur, heldur ákveðið að láta þær standa tómar og bíða eftir því að markaðsverð á fasteignum hækki. Skýr merki voru um þetta í kjölfar heimsfaraldursins á sama tíma og óvissa var á öðrum mörkuðum. Við Íslendingar höfum séð, sökum óstöðugleika, að það er best þegar við getum fjárfest í steypu enda hefur fasteignaverð til langs tíma hækkað mikið og umfram verðbólgu. Miklar breytingar á fáum árum Í febrúar birti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) Vegvísi leigumarkaðar. Þar var meðal annars fjallað um skammtímaleigu á íbúðum til ferðamanna, oft kennd við Airbnb, sem er stórtækasta fyrirtækið í miðlun á þeim markaði. Í Vegvísinum kom fram að um níu þúsund leigueiningar hafi verið skráðar hjá Airbnb til skammtímaútleigu til ferðamanna í fyrrasumar. Helmingur þeirra var á höfuðborgarsvæðinu og hinn helmingurinn utan þess. HMS benti á í Vegvísinum að skráningum hefði fjölgað hratt á síðustu árum, en á meðan að kórónuveirufaraldurinn geisaði 2020 til 2022 voru þær á bilinu 4.000 til 6.500. Í greiningu HMS kom fram að tvær af hverjum þremur eignum sem voru í útleigu í gegnum Airbnb síðasta sumar hafi verið í eigu leigusala sem leigðu út fleiri en eina eign. Ein af hverjum þremur var því í eigu þeirra sem voru bara að leigja út eina eign, til dæmis heimilið sitt, í nokkra daga í senn. Frá 2015 hefur hlutdeild stórtækra leigusala, sem eru með fleiri en tíu eignir í útleigu, næstum þrefaldast. Hún var tíu prósent af markaðinum árið 2015 en 28 prósent í desember 2024. Heimili, ekki fjárfestingarvara Það þarf að tryggja að íbúðir fólks verði ekki fjárfestingarvara fjársterkra einstaklinga og fyrirtækja. Það þarf að tryggja að þær íbúðir sem til eru á markaðnum nýtist sem heimili fólks. Það lagafrumvarp sem liggur í meðförum þingsins snýr að því að gera meiri kröfur til þeirra aðila sem leigja út íbúðir til ferðamanna á þann veg að í þeim tilvikum þar sem íbúðir eru notaðar í slíkan rekstur greiði þeir tilheyrandi gjöld. Hugmyndafræði skammtímaleigu er sú að fólk leigi út eigið heimili, lögheimili sitt, til ferðamanna í takmarkaðan tíma og geti þannig haft tekjur af íbúð t.d. yfir sumartímann. Þær breytingar sem verið er að gera takmarka samt sem áður ekki svigrúm til þess að leigja út húsnæði heldur eru gerðar kröfur til þess að einstaklingar og lögaðilar hafi fengið samþykki til að reka gististarfsemi og greiða gjöld og skatta í samræmi við slíkt. Samfélagið þarf að tryggja íbúum landsins húsnæði til búsetu í stað þess að gera íbúðir að fjárfestingum fjársterkra einstaklinga. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun