Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar 13. maí 2025 11:16 Það var eitt sinnið að ég var í fermingarveislu. Svo sem ósköp venjuleg fermingarveisla með kökum og öðru kruðeríi og síst eftirminnilegri en aðrar fermingarveislur. Eitt atvik varð þó mér að minni. Þar sem setið var að snæðingi hleypur ungur drengur um, nokkuð lágvaxinn og nettur. Verður þá einum frændanum, nokkuð hvellt, að orði við hann; „Ætlar þú ekkert að stækka vinur minn?“ Drengnum varð fátt að orði, enda lítið við svona spurningu að segja. Það var líka á fasi hans að sjá, að svona athugasemdir voru honum síst ókunnar. Þá gerðist nokkuð merkilegt. Annar frændi drengsins mælti til hans svo allir viðstaddir heyrðu til; „Mundu það frændi minn. Að stærð er ekki mæld í sentimetrum!“. Gekk piltur nokkuð sáttur frá þessum orðum. Flestir kímdu við, utan hinum hvellmælta frænda sem saup snúðugur kaffið sitt. Forysta Viðreisnar Mér varð hugsað til þessarar litlu sögu, þar sem ég hlustaði á ræðu Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins, undir liðnum „störf þingsins“ þann 7. maí síðastliðinn. Þar var honum að innblásnu hugðarefni þátttaka utanríkisráðherra í sameiginlegri yfirlýsingu sex utanríkisráðherra, þar sem ísraelsk stjórnvöld voru hvött til að hverfa frá áformum um útvíkkun hernaðaraðgerða sinna á Gaza. Auk þessa hvöttu þessir ráðherrar til ný vopnahlés á Gaza, lausn allra gísla og að matar- og neyðaraðstoð bærist inn á Gaza svæðið. Af máli Karls Gauta að dæma, felst í þessari yfirlýsingu hinna sex utanríkisráðherra (Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar) að „alið sé á andúð í garð Ísraels“ og að utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hefði borið að ráðfæra sig við utanríkismálanefnd. Hvoru tveggja er vitaskuld þvaður og firra. Að hvetja Ísraelsk stjórnvöld til að hafa hemil á hernaðaraðgerðum sínum jafngildir ekki því að ala á andúð á Ísrael. Í yfirlýsingunni er heldur ekki að finna neina stefnubreytingu á utanríkisstefnu Íslands. Hún er að öllu leiti til samræmis við ályktun Alþingis um afstöðu Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs sem samþykkt var á þingi 9. nóvember 2023. Þá er og sérstaklega ljúft að fræða þingmann Miðflokksins um það að, að utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar ekki einasta er þáttakandi í nefndri yfirlýsingu. Yfirlýsingin kemur beinlínis til eftir samskipti hennar við utanríkisráðherra Noregs. Hlutskipti Íslands Ræða þingmanns Miðflokksins var vond ræða og versnaði er á leið. Sýnu verst voru lokaorðin: „Gerir hæstv. utanríkisráðherra sér ekki grein fyrir því að hún er utanríkisráðherra lítillar smáþjóðar norður í Atlantshafi sem vinnur við það að selja fisk? Okkar hlutskipti í veröldinni er að tala fyrir friði og selja fisk.“ Það er engin nýlunda að þingmanni Miðflokksins og flokkssystkinum hans telji að Ísland eigi ekki að vera mjög virkur þáttakandi í alþjóðasamstarfi. Hér slær þó við alveg nýjan tón. Það er leitun að stjórnmálafólki sem talar með jafn smættuðum hætti til þjóðar sinnar og þingmaður Miðflokksins gerir hér, þar sem hann augsýnilega telur að stærð Íslands skuli mæld út frá fjölda fólks sem þar býr. Rétt eins og hvellni frændinn taldi að mæla ætti stærð fólks út frá sentimetrunum. Viðreisn telur að stærð þjóða sé metin út frá gerðum þeirra og hvernig þau beri sig að í alþjóðastarfi. Ef farið væri að orðum Karls Gauta Hjaltasonar og Íslendingar gerðu ekkert annað en að selja fisk og tala fyrir friði hefðu Íslendingar ekki gerst stofnaðilar að NATO og ekki viðurkennt sjálfstæði Litháens, fyrst allra ríkja. Raunar er ekkert líklegt að Ísland hefði slitið konungsambandi við Danmörku og lýst yfir sjálfstæði 1944. Enda þarftu ekkert sjálfstæði til að selja fisk og tala fyrir friði. Svo lengi sem Viðreisn talar um Ísland, verður hlutskipti Íslands í veröldinni eitthvað annað og stærra en bara „að tala fyrir friði og selja fisk“. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Alþingi Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Það var eitt sinnið að ég var í fermingarveislu. Svo sem ósköp venjuleg fermingarveisla með kökum og öðru kruðeríi og síst eftirminnilegri en aðrar fermingarveislur. Eitt atvik varð þó mér að minni. Þar sem setið var að snæðingi hleypur ungur drengur um, nokkuð lágvaxinn og nettur. Verður þá einum frændanum, nokkuð hvellt, að orði við hann; „Ætlar þú ekkert að stækka vinur minn?“ Drengnum varð fátt að orði, enda lítið við svona spurningu að segja. Það var líka á fasi hans að sjá, að svona athugasemdir voru honum síst ókunnar. Þá gerðist nokkuð merkilegt. Annar frændi drengsins mælti til hans svo allir viðstaddir heyrðu til; „Mundu það frændi minn. Að stærð er ekki mæld í sentimetrum!“. Gekk piltur nokkuð sáttur frá þessum orðum. Flestir kímdu við, utan hinum hvellmælta frænda sem saup snúðugur kaffið sitt. Forysta Viðreisnar Mér varð hugsað til þessarar litlu sögu, þar sem ég hlustaði á ræðu Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins, undir liðnum „störf þingsins“ þann 7. maí síðastliðinn. Þar var honum að innblásnu hugðarefni þátttaka utanríkisráðherra í sameiginlegri yfirlýsingu sex utanríkisráðherra, þar sem ísraelsk stjórnvöld voru hvött til að hverfa frá áformum um útvíkkun hernaðaraðgerða sinna á Gaza. Auk þessa hvöttu þessir ráðherrar til ný vopnahlés á Gaza, lausn allra gísla og að matar- og neyðaraðstoð bærist inn á Gaza svæðið. Af máli Karls Gauta að dæma, felst í þessari yfirlýsingu hinna sex utanríkisráðherra (Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar) að „alið sé á andúð í garð Ísraels“ og að utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hefði borið að ráðfæra sig við utanríkismálanefnd. Hvoru tveggja er vitaskuld þvaður og firra. Að hvetja Ísraelsk stjórnvöld til að hafa hemil á hernaðaraðgerðum sínum jafngildir ekki því að ala á andúð á Ísrael. Í yfirlýsingunni er heldur ekki að finna neina stefnubreytingu á utanríkisstefnu Íslands. Hún er að öllu leiti til samræmis við ályktun Alþingis um afstöðu Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs sem samþykkt var á þingi 9. nóvember 2023. Þá er og sérstaklega ljúft að fræða þingmann Miðflokksins um það að, að utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar ekki einasta er þáttakandi í nefndri yfirlýsingu. Yfirlýsingin kemur beinlínis til eftir samskipti hennar við utanríkisráðherra Noregs. Hlutskipti Íslands Ræða þingmanns Miðflokksins var vond ræða og versnaði er á leið. Sýnu verst voru lokaorðin: „Gerir hæstv. utanríkisráðherra sér ekki grein fyrir því að hún er utanríkisráðherra lítillar smáþjóðar norður í Atlantshafi sem vinnur við það að selja fisk? Okkar hlutskipti í veröldinni er að tala fyrir friði og selja fisk.“ Það er engin nýlunda að þingmanni Miðflokksins og flokkssystkinum hans telji að Ísland eigi ekki að vera mjög virkur þáttakandi í alþjóðasamstarfi. Hér slær þó við alveg nýjan tón. Það er leitun að stjórnmálafólki sem talar með jafn smættuðum hætti til þjóðar sinnar og þingmaður Miðflokksins gerir hér, þar sem hann augsýnilega telur að stærð Íslands skuli mæld út frá fjölda fólks sem þar býr. Rétt eins og hvellni frændinn taldi að mæla ætti stærð fólks út frá sentimetrunum. Viðreisn telur að stærð þjóða sé metin út frá gerðum þeirra og hvernig þau beri sig að í alþjóðastarfi. Ef farið væri að orðum Karls Gauta Hjaltasonar og Íslendingar gerðu ekkert annað en að selja fisk og tala fyrir friði hefðu Íslendingar ekki gerst stofnaðilar að NATO og ekki viðurkennt sjálfstæði Litháens, fyrst allra ríkja. Raunar er ekkert líklegt að Ísland hefði slitið konungsambandi við Danmörku og lýst yfir sjálfstæði 1944. Enda þarftu ekkert sjálfstæði til að selja fisk og tala fyrir friði. Svo lengi sem Viðreisn talar um Ísland, verður hlutskipti Íslands í veröldinni eitthvað annað og stærra en bara „að tala fyrir friði og selja fisk“. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun