Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar 13. maí 2025 14:30 Í síðastliðinni viku var minnst tveggja tímamóta í sögu Evrópu; áttatíu ár eru liðin frá því að Þýskaland lýsti yfir ósigri í seinni heimsstyrjöldinni og Evrópudagurinn var haldinn hátíðlegur. Evrópudagurinn, 9. maí, er haldinn til að minnast Schuman-yfirlýsingarinnar frá 1950, sem markar upphaf náinnar samvinnu Evrópuríkja á sviði efnahags- og öryggismála. Þessir atburðir tengjast vissulega mjög náið. Tvær ástæður voru helstar fyrir því að ríki Evrópu hófu að vinna nánar saman eftir seinna stríð. Fyrri ástæðan var sú að leiðtogar ríkjanna voru einbeittir í að átökum ríkjanna yrði að linna. Um aldir höfðu margir leiðtogar Evrópu freistað þess að auka mátt sinn og megin með því að herja á nágranna sína og reyna yfirtöku landa þeirra. Með aukinni samvinnu Evrópuríkja á þessum tíma var gerð sú tilraun að efla hvert og eitt ríki með því að auka viðskipti og önnur samskipti þeirra í millum. Hin síðari ástæða var sú að austari hluti álfunnar var undirlagður og jafnvel hersetinn af Sovétríkjunum og rökstuddur grunur var um að þeir hygðust ekki láta þar staðar numið. Ísland í samstarfi með öðrum ríkjum Evrópu Hér á Íslandi hverfist umræðan um samvinnu Evrópuríkja í kjölfar seinna stríðs einkum um Evrópusambandið (ESB) og hvort Ísland sé þar innanborðs eður ei. Myndin er þó flóknari en svo. Ísland á í margskonar samstarfi við ríki Evrópu. Þar má nefna Schengen-samstarfið hvar 29 Evrópuríki hafa ákveðið að viðhafa ekki landamæraeftirlit þegar ferðast er á milli ríkjanna og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) en markmið ÖSE er að stuðla að friði, öryggi og samvinnu aðildarlandanna og standa vörð um virðingu fyrir mannréttindum. Þá er Ísland eitt fjögurra ríkja sem enn eru í Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA). Ísland hefur einnig undirritað Mannréttindasáttmála Evrópu og tekur þátt í framkvæmd hans. Þá stofnuðu ríki í Vestur-Evrópu, ásamt Bandaríkjunum og Kanada Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) þar sem aðildarríki sameinuðust um varnir sínar og að ábyrgjast hvort annað ef á þau verður ráðist. Að endingu er rétt að nefna að þrjú ríki EFTA hafa gert samning við ESB, m.a. um aðgang að innri markaði ESB, oftast kenndur við Evrópska efnahagssvæðið (EES) en sá samningur er án efa mikilvægasti milliríkjasamningur sem Ísland er aðili að, a.m.k. nú um stundir. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Viðreisnar, Flokks Fólksins og Samfylkingarinnar er kveðið á um að stefnt skuli að þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna Íslands við ESB eigi síðar en 2027. Á meðal flokka sem sæti eiga á Alþingi er ekki einhugur um nefndar aðildarviðræður en það er mikilvægt að þjóðin fái að ákveða hvort framhald verður á viðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Verði það ákvörðun þjóðarinnar að halda viðræðunum áfram og þær leiði til þess að samningur verður gerður verður hann einnig borinn undir þjóðina. Ágreiningur um alþjóðlegt samstarf Í andstöðu við þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður er ýmislegt týnt til. Sumir vilja alls ekki fjalla um málið og bera fyrir sig að slíkar ákvarðanir eigi ekki að taka nema í fullri sátt bæði almennings og kjörinna fulltrúa. Það er engum blöðum um það að fletta að vissulega væri ágætt ef breið sátt væri um öll mál, alþjóðamál sem önnur. Staðreyndin er hins vegar sú að það hefur iðulega verið ágreiningur um ákvarðanir í utanríkispólitík á Íslandi, jafnvel djúpstæður ágreiningur. Aðildin að NATO beinlínis klauf þjóðina. Sama má segja um undirritun EES-samningsins. Hvoru tveggja ákvarðanir sem hafa reynst farsælar fyrir land og þjóð. Þeir sem tala nú fyrir sjónarmiðum gegn aðild Íslendinga að NATO og EES eru á jaðri íslenskra stjórnmála. Með sömu rökum má segja að það standi upp á andstæðinga ESB-aðildar að útskýra fyrir okkur hvers vegna það megi ekki tala um íslenska hagsmuni í alþjóðasamstarfi, s.s. varðandi ESB aðild, nema fyrir því sé mikil eða alger sátt. Dæmin sem nefnd hafa verið benda einmitt til þess að eftir á að hyggja hafi verið teknar góðar ákvarðanir um mál sem töluverður ágreiningur var um. Íslendingar hafa í gegnum EES-samstarfið skuldbundið sig til að samræma íslensk lög við reglur ESB í því skyni að tryggja að sömu reglur gildi á öllum innri markaði Evrópu. Á sama tíma og þetta er nauðsynlegur þáttur í þátttöku okkar á Evrópska efnahagssvæðinu hefur þetta þá ókosti að Ísland er þiggjandi að regluverki án þess að koma að því að semja það og halda hagsmunum landsins til haga þegar reglurnar eru samdar. Andstæðingar ESB-aðildar hafa gert lítið úr þessu álitaefni með því að segja að sökum fámennis muni Ísland lítil sem engin áhrif hafa á sameiginlegu evrópsku þingi eða öðrum stofnunum ESB. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Ísland er yfirleitt eitt fámennasta eða jafnvel fámennasta ríkið í því alþjóðasamstarfi sem við eigum aðild að. Því var haldið fram þegar Ísland gerðist stofnaðili NATO að þar myndum við hverfa í skugga stórveldanna. Raunin hefur orðið allt önnur. Ísland hefur í raun stækkað í hverju alþjóðastarfi sem það er aðili að. Þegar Ísland viðurkenndi sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna var það grundvallaratriði að þarna væri NATO ríki að styðja sjálfstæðisbaráttu ríkja. Aðild Íslands að EFTA er einnig lykilþáttur í því að unnt er að starfrækja EES-samninginn. Það að Íslendingar séu fámenn þjóð hefur aldrei verið tilefni til að draga landið úr alþjóðastarfi. Hvers vegna ætti það þá að koma sérstaklega til álita þegar kemur að því að taka ákvörðun um að taka þátt í alþjóðlegu starfi? Hverjir eru hagsmunir Íslands? Samstarf með öðrum ríkjum er ávallt mikilvæg spurning kannski einmitt mikilvægasta spurningin sem við fáumst við á hverjum tíma. Hún var mikilvæg þegar við gengum í NATO, gerðumst aðilar að EFTA og undirrituðum EES-samninginn. Ísland hefur aldrei goldið þess að vera fámennt ríki í alþjóðasamstarfi þvert á móti. Með samstarfi með öðrum ríkjum hefur rödd Íslands heyrst hátt og skýrt í samfélagi þjóða. Miklu hærra en ef við hefðum staðið ein. Það skiptir nefnilega máli að eiga sæti við borðið, sérstaklega fyrir fámenna eyþjóð í norðri. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Grímsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í síðastliðinni viku var minnst tveggja tímamóta í sögu Evrópu; áttatíu ár eru liðin frá því að Þýskaland lýsti yfir ósigri í seinni heimsstyrjöldinni og Evrópudagurinn var haldinn hátíðlegur. Evrópudagurinn, 9. maí, er haldinn til að minnast Schuman-yfirlýsingarinnar frá 1950, sem markar upphaf náinnar samvinnu Evrópuríkja á sviði efnahags- og öryggismála. Þessir atburðir tengjast vissulega mjög náið. Tvær ástæður voru helstar fyrir því að ríki Evrópu hófu að vinna nánar saman eftir seinna stríð. Fyrri ástæðan var sú að leiðtogar ríkjanna voru einbeittir í að átökum ríkjanna yrði að linna. Um aldir höfðu margir leiðtogar Evrópu freistað þess að auka mátt sinn og megin með því að herja á nágranna sína og reyna yfirtöku landa þeirra. Með aukinni samvinnu Evrópuríkja á þessum tíma var gerð sú tilraun að efla hvert og eitt ríki með því að auka viðskipti og önnur samskipti þeirra í millum. Hin síðari ástæða var sú að austari hluti álfunnar var undirlagður og jafnvel hersetinn af Sovétríkjunum og rökstuddur grunur var um að þeir hygðust ekki láta þar staðar numið. Ísland í samstarfi með öðrum ríkjum Evrópu Hér á Íslandi hverfist umræðan um samvinnu Evrópuríkja í kjölfar seinna stríðs einkum um Evrópusambandið (ESB) og hvort Ísland sé þar innanborðs eður ei. Myndin er þó flóknari en svo. Ísland á í margskonar samstarfi við ríki Evrópu. Þar má nefna Schengen-samstarfið hvar 29 Evrópuríki hafa ákveðið að viðhafa ekki landamæraeftirlit þegar ferðast er á milli ríkjanna og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) en markmið ÖSE er að stuðla að friði, öryggi og samvinnu aðildarlandanna og standa vörð um virðingu fyrir mannréttindum. Þá er Ísland eitt fjögurra ríkja sem enn eru í Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA). Ísland hefur einnig undirritað Mannréttindasáttmála Evrópu og tekur þátt í framkvæmd hans. Þá stofnuðu ríki í Vestur-Evrópu, ásamt Bandaríkjunum og Kanada Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) þar sem aðildarríki sameinuðust um varnir sínar og að ábyrgjast hvort annað ef á þau verður ráðist. Að endingu er rétt að nefna að þrjú ríki EFTA hafa gert samning við ESB, m.a. um aðgang að innri markaði ESB, oftast kenndur við Evrópska efnahagssvæðið (EES) en sá samningur er án efa mikilvægasti milliríkjasamningur sem Ísland er aðili að, a.m.k. nú um stundir. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Viðreisnar, Flokks Fólksins og Samfylkingarinnar er kveðið á um að stefnt skuli að þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna Íslands við ESB eigi síðar en 2027. Á meðal flokka sem sæti eiga á Alþingi er ekki einhugur um nefndar aðildarviðræður en það er mikilvægt að þjóðin fái að ákveða hvort framhald verður á viðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Verði það ákvörðun þjóðarinnar að halda viðræðunum áfram og þær leiði til þess að samningur verður gerður verður hann einnig borinn undir þjóðina. Ágreiningur um alþjóðlegt samstarf Í andstöðu við þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður er ýmislegt týnt til. Sumir vilja alls ekki fjalla um málið og bera fyrir sig að slíkar ákvarðanir eigi ekki að taka nema í fullri sátt bæði almennings og kjörinna fulltrúa. Það er engum blöðum um það að fletta að vissulega væri ágætt ef breið sátt væri um öll mál, alþjóðamál sem önnur. Staðreyndin er hins vegar sú að það hefur iðulega verið ágreiningur um ákvarðanir í utanríkispólitík á Íslandi, jafnvel djúpstæður ágreiningur. Aðildin að NATO beinlínis klauf þjóðina. Sama má segja um undirritun EES-samningsins. Hvoru tveggja ákvarðanir sem hafa reynst farsælar fyrir land og þjóð. Þeir sem tala nú fyrir sjónarmiðum gegn aðild Íslendinga að NATO og EES eru á jaðri íslenskra stjórnmála. Með sömu rökum má segja að það standi upp á andstæðinga ESB-aðildar að útskýra fyrir okkur hvers vegna það megi ekki tala um íslenska hagsmuni í alþjóðasamstarfi, s.s. varðandi ESB aðild, nema fyrir því sé mikil eða alger sátt. Dæmin sem nefnd hafa verið benda einmitt til þess að eftir á að hyggja hafi verið teknar góðar ákvarðanir um mál sem töluverður ágreiningur var um. Íslendingar hafa í gegnum EES-samstarfið skuldbundið sig til að samræma íslensk lög við reglur ESB í því skyni að tryggja að sömu reglur gildi á öllum innri markaði Evrópu. Á sama tíma og þetta er nauðsynlegur þáttur í þátttöku okkar á Evrópska efnahagssvæðinu hefur þetta þá ókosti að Ísland er þiggjandi að regluverki án þess að koma að því að semja það og halda hagsmunum landsins til haga þegar reglurnar eru samdar. Andstæðingar ESB-aðildar hafa gert lítið úr þessu álitaefni með því að segja að sökum fámennis muni Ísland lítil sem engin áhrif hafa á sameiginlegu evrópsku þingi eða öðrum stofnunum ESB. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Ísland er yfirleitt eitt fámennasta eða jafnvel fámennasta ríkið í því alþjóðasamstarfi sem við eigum aðild að. Því var haldið fram þegar Ísland gerðist stofnaðili NATO að þar myndum við hverfa í skugga stórveldanna. Raunin hefur orðið allt önnur. Ísland hefur í raun stækkað í hverju alþjóðastarfi sem það er aðili að. Þegar Ísland viðurkenndi sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna var það grundvallaratriði að þarna væri NATO ríki að styðja sjálfstæðisbaráttu ríkja. Aðild Íslands að EFTA er einnig lykilþáttur í því að unnt er að starfrækja EES-samninginn. Það að Íslendingar séu fámenn þjóð hefur aldrei verið tilefni til að draga landið úr alþjóðastarfi. Hvers vegna ætti það þá að koma sérstaklega til álita þegar kemur að því að taka ákvörðun um að taka þátt í alþjóðlegu starfi? Hverjir eru hagsmunir Íslands? Samstarf með öðrum ríkjum er ávallt mikilvæg spurning kannski einmitt mikilvægasta spurningin sem við fáumst við á hverjum tíma. Hún var mikilvæg þegar við gengum í NATO, gerðumst aðilar að EFTA og undirrituðum EES-samninginn. Ísland hefur aldrei goldið þess að vera fámennt ríki í alþjóðasamstarfi þvert á móti. Með samstarfi með öðrum ríkjum hefur rödd Íslands heyrst hátt og skýrt í samfélagi þjóða. Miklu hærra en ef við hefðum staðið ein. Það skiptir nefnilega máli að eiga sæti við borðið, sérstaklega fyrir fámenna eyþjóð í norðri. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun