Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Lovísa Arnardóttir skrifar 14. maí 2025 12:34 Ruslsugan er í kaðli í höfninni. Faxaflóahafnir Faxaflóahafnir hafa nú fjárfest í DPOL fljótandi „ruslsugu“ frá fyrirtækinu EKKOPOL í Frakklandi. DPOL er fljótandi vatnsdæla sem myndar sterkan yfirborðsstraum sem sýgur til sín yfirborðsrusl, olíubrák og fljótandi grút, sem svo safnast í áfesta netapoka og ísogspylsur. Í tilkynningu Faxaflóahafna kemur fram að tækið sjálft vegi ekki nema 35 kílógrömm og gangi fyrir 220V rafmagni. Þess vegna sé auðvelt að koma vélinni fyrir á hvaða hafnarsvæði sem er. „Við erum stöðugt að leita leiða til að halda höfninni hreinni. Ákveðin svæði hjá okkur eru þannig úr garði gerð að rusl og olía safnast frekar fyrir. Með þessum nýja búnaði erum við að prófa okkur áfram með lausnir til að hreinsa þessi svæði. Markmiðið er að meta virkni búnaðarins og ákveða hvort rétt sé að nýta hann á fleiri svæðum í framtíðinni. Í Suðurbugtinni er blómlegt mannlíf og við viljum tryggja að hreint og snyrtilegt hafnarsvæði sé hluti af upplifun þeirra sem heimsækja svæðið,“ segir Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, umhverfis- og gæðastjóri Faxaflóahafna, í tilkynningunni. Sugan tekur plast, olíu og grút úr höfninni. Faxaflóahafnir Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir suguna tæmda einu sinni í viku. Á henni er annars vegar poki sem er að stærð eins og kartöflupoki sem safni plasti og öðru rusli og svo sé eins konar pylsa sem safnar olíu, grút og smáögnum. „Maður sér strax mun,“ segir Sigurður en sugan er staðsett hægra megin í Suðurbugtinni og er fest með kaðli. Hann segir sjáanlegan mun á hægri og vinstri hlið hafnarinnar. Mikil umferð við gömlu höfnina Þau hafi ákveðið að byrja í Suðurbugt, við gömlu höfnina, vegna mikillar umferðar. Þar fari hvalaskoðunarskipin frá höfn og þar sé að finna mörg kaffihús. „Við þorðum ekki að sleppa henni lausri vegna mikillar bátaumferðar. Þess vegna er hún í kaðli. En erlendis, í Frakklandi til dæmis, hefur maður séð myndbönd þar sem sugurnar fá að synda frjálsari um.“ Honum finnst ekki ólíklegt að fleiri slíkar sugur verði keyptar síðar. Til dæmis væri hægt að koma fleiri fyrir í Suðurbugtinni og einhverjum við Kaffivagninn og Sjóminjasafnið. Umhverfismál Loftslagsmál Reykjavík Hafnarmál Sorphirða Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Í tilkynningu Faxaflóahafna kemur fram að tækið sjálft vegi ekki nema 35 kílógrömm og gangi fyrir 220V rafmagni. Þess vegna sé auðvelt að koma vélinni fyrir á hvaða hafnarsvæði sem er. „Við erum stöðugt að leita leiða til að halda höfninni hreinni. Ákveðin svæði hjá okkur eru þannig úr garði gerð að rusl og olía safnast frekar fyrir. Með þessum nýja búnaði erum við að prófa okkur áfram með lausnir til að hreinsa þessi svæði. Markmiðið er að meta virkni búnaðarins og ákveða hvort rétt sé að nýta hann á fleiri svæðum í framtíðinni. Í Suðurbugtinni er blómlegt mannlíf og við viljum tryggja að hreint og snyrtilegt hafnarsvæði sé hluti af upplifun þeirra sem heimsækja svæðið,“ segir Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, umhverfis- og gæðastjóri Faxaflóahafna, í tilkynningunni. Sugan tekur plast, olíu og grút úr höfninni. Faxaflóahafnir Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir suguna tæmda einu sinni í viku. Á henni er annars vegar poki sem er að stærð eins og kartöflupoki sem safni plasti og öðru rusli og svo sé eins konar pylsa sem safnar olíu, grút og smáögnum. „Maður sér strax mun,“ segir Sigurður en sugan er staðsett hægra megin í Suðurbugtinni og er fest með kaðli. Hann segir sjáanlegan mun á hægri og vinstri hlið hafnarinnar. Mikil umferð við gömlu höfnina Þau hafi ákveðið að byrja í Suðurbugt, við gömlu höfnina, vegna mikillar umferðar. Þar fari hvalaskoðunarskipin frá höfn og þar sé að finna mörg kaffihús. „Við þorðum ekki að sleppa henni lausri vegna mikillar bátaumferðar. Þess vegna er hún í kaðli. En erlendis, í Frakklandi til dæmis, hefur maður séð myndbönd þar sem sugurnar fá að synda frjálsari um.“ Honum finnst ekki ólíklegt að fleiri slíkar sugur verði keyptar síðar. Til dæmis væri hægt að koma fleiri fyrir í Suðurbugtinni og einhverjum við Kaffivagninn og Sjóminjasafnið.
Umhverfismál Loftslagsmál Reykjavík Hafnarmál Sorphirða Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira