Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. maí 2025 22:24 „Ef Pútín mætir ekki og reynir að spila einhverja leiki er það enn ein sönnunin á því að hann vill ekki ljúka þessu stríði,“ sagði Volodímír Selenskí á þriðjudag eftir að hann skoraði á Pútín að mæta á fund sinn í Istanbul. EPA Vladimír Pútín Rússlandsforseti er ekki á leið til Tyrklands á fund Volodímír Selenskí en hinn síðarnefndi bauð honum til friðarviðræðna í eigin persónu í Instanbul á morgun. Kreml staðfesti þetta fyrr í kvöld en Rússar verða engu að síður með fulltrúa á fundinum. Vladímír Medinsky aðstoðarmaður Pútín og fyrrverandi menningarráðherra Rússlands fer fyrir hans hönd til Istanbul á morgun á fund Selenskí. Sjá einnig: Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Skömmu eftir að tilkynnt var að Pútín yrði ekki viðstaddur viðræðurnar staðfesti bandarískur embættismaður við Guardian að Trump kæmi heldur ekki til Istanbul. Trump hafði áður sagst ætla að vera viðstaddur ef Pútín yrði það líka. Boð Selenskí um að eiga persónulegan fund um hugsanlegan friðarsamning taldist djarft af hans hálfu. Margt er enn óljóst varðandi efni og form fundarins. Selenskí er sem stendur á leið til Ankara, þar sem hann á bókaðan fund með Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands á morgun, samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmönnum hans. Medinsky, fulltrúi Rússa á fundinum, tók þátt í friðarfundi ríkjanna tveggja í mars 2022 en þær viðræður báru ekki árangur. Skilyrðin sem sendimenn Rússa lögðu fram á þeim fundi taldi Úkraínustjórn af of frá, en í þeim fólust meðal annars niðurskurð í Úkraínuher og bann við enduruppbyggingu með hjálp vestrænna þjóða. Með Medinsky í Istanbul verða fulltrúar varnarmálaráðherra og utanríkisráðherra og fulltrúi rússnesku leyniþjónustunnar. Athygli vekur að tveir hæst settu sendifulltrúar Rússlandsstjórnar, Yuri Ushakov og Sergei Lavrov, eru ekki á leið til Istanbul. Þeir hafa samkvæmt umfjöllun Guardian tekið virkan þátt í friðarviðræðum Rússa og Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu. Guardian hefur eftir heimildum að Steve Witkoff sendifulltrúi Bandaríkjanna og Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna verði í Istanbul á föstudaginn, degi eftir að viðræður eiga að hefjast. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir undirbúning fyrir mögulegar viðræður við Úkraínumenn í Istanbúl á fimmtudaginn yfirstandandi. Í samtali við blaðamenn vildi Peskóv ekki gefa upp hvort Pútín ætlaði sér að mæta á fundinn og ræða við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 13. maí 2025 10:46 Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegið boð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um að hefja beinar viðræður í Tyrklandi í vikunni. Hann segist munu bíða Pútíns þar á fimmtudaginn. 11. maí 2025 18:32 Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lagði til í gær að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í Tyrklandi í vikunni. Var það í kjölfar þess að leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands kröfðust þess að Pútín samþykkti almenn þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lagt til. 11. maí 2025 08:12 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Kreml staðfesti þetta fyrr í kvöld en Rússar verða engu að síður með fulltrúa á fundinum. Vladímír Medinsky aðstoðarmaður Pútín og fyrrverandi menningarráðherra Rússlands fer fyrir hans hönd til Istanbul á morgun á fund Selenskí. Sjá einnig: Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Skömmu eftir að tilkynnt var að Pútín yrði ekki viðstaddur viðræðurnar staðfesti bandarískur embættismaður við Guardian að Trump kæmi heldur ekki til Istanbul. Trump hafði áður sagst ætla að vera viðstaddur ef Pútín yrði það líka. Boð Selenskí um að eiga persónulegan fund um hugsanlegan friðarsamning taldist djarft af hans hálfu. Margt er enn óljóst varðandi efni og form fundarins. Selenskí er sem stendur á leið til Ankara, þar sem hann á bókaðan fund með Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands á morgun, samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmönnum hans. Medinsky, fulltrúi Rússa á fundinum, tók þátt í friðarfundi ríkjanna tveggja í mars 2022 en þær viðræður báru ekki árangur. Skilyrðin sem sendimenn Rússa lögðu fram á þeim fundi taldi Úkraínustjórn af of frá, en í þeim fólust meðal annars niðurskurð í Úkraínuher og bann við enduruppbyggingu með hjálp vestrænna þjóða. Með Medinsky í Istanbul verða fulltrúar varnarmálaráðherra og utanríkisráðherra og fulltrúi rússnesku leyniþjónustunnar. Athygli vekur að tveir hæst settu sendifulltrúar Rússlandsstjórnar, Yuri Ushakov og Sergei Lavrov, eru ekki á leið til Istanbul. Þeir hafa samkvæmt umfjöllun Guardian tekið virkan þátt í friðarviðræðum Rússa og Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu. Guardian hefur eftir heimildum að Steve Witkoff sendifulltrúi Bandaríkjanna og Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna verði í Istanbul á föstudaginn, degi eftir að viðræður eiga að hefjast.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir undirbúning fyrir mögulegar viðræður við Úkraínumenn í Istanbúl á fimmtudaginn yfirstandandi. Í samtali við blaðamenn vildi Peskóv ekki gefa upp hvort Pútín ætlaði sér að mæta á fundinn og ræða við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 13. maí 2025 10:46 Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegið boð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um að hefja beinar viðræður í Tyrklandi í vikunni. Hann segist munu bíða Pútíns þar á fimmtudaginn. 11. maí 2025 18:32 Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lagði til í gær að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í Tyrklandi í vikunni. Var það í kjölfar þess að leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands kröfðust þess að Pútín samþykkti almenn þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lagt til. 11. maí 2025 08:12 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir undirbúning fyrir mögulegar viðræður við Úkraínumenn í Istanbúl á fimmtudaginn yfirstandandi. Í samtali við blaðamenn vildi Peskóv ekki gefa upp hvort Pútín ætlaði sér að mæta á fundinn og ræða við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 13. maí 2025 10:46
Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegið boð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um að hefja beinar viðræður í Tyrklandi í vikunni. Hann segist munu bíða Pútíns þar á fimmtudaginn. 11. maí 2025 18:32
Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lagði til í gær að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í Tyrklandi í vikunni. Var það í kjölfar þess að leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands kröfðust þess að Pútín samþykkti almenn þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lagt til. 11. maí 2025 08:12