„Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. maí 2025 15:02 Egill er nýr Borgarleikhússtjóri. Egill Heiðar Anton Pálsson er kominn heim eftir 26 ár af því sem hann kallar sjálfskipaða útlegð. En hver er þessi nýi Borgarleikhússtjóri sem fáir virðast kannast við þrátt fyrir glæstan feril fyrir utan landsteinanna? Í Íslandi í dag í gærkvöldi ræddi Tómas Arnar Þorláksson við Egil um hvað hafi einkennt líf hans hingað til. Til dæmis kostulega prufu þar sem allt fór úr böndunum en einnig sviplegt fráfall bróður Egils sem mótaði líf hans og leiddi til þess að sögur eiga hug hans allan. Hann tók við sem leikhússtjóri af Brynhildi Guðjónsdóttur á dögunum. Hann segist vera Reykvíkingur í húð og hár og ólst upp í vesturbænum. En fátt hefur haft jafn mikil áhrif á Egil en sviplegt fráfall bróður hans. „Sögur verða ákveðið tæki fyrir mig til að takast á við ofboðslega mikið áfall. Ég missti bróðir minn í sjálfsvígi þegar ég var tólf ára. Stuttu eftir það fer ég inn í herbergi til hans og þá var hann bara búinn að kaupa heimsbókmenntirnar. Ég las ekki mikið fyrir það en ég kræki mér í bók, og það var svo erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg, bókin var Meistarinn og Margaríta eftir Bulgakov og ég hafði aldrei lesið eins skemmtilega bók og þarna gat ég gleymt mér,“ segir Egill en í kjölfarið las hann allt bókasafn bróður síns og var þá ekki aftur snúið. Sögur áttu hug hans allan. Egill ásamt eldri bróður sínum sem er nú fallinn frá. „Svo liðu þrjátíu ár þar til ég gerði sviðsverk um Meistarann og Margaríta í Helsinki í Finnlandi. Það var rosalega skrýtið, því þetta tímabil sem ég lenti í fór allt að koma til mín aftur og ég fór að átta mig á hvað þessi bók hafði gert fyrir mig.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Egill fer til að mynda yfir mjög skrautlega fyrstu prufu í leiklistinni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Ísland í dag Leikhús Menning Reykjavík Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
En hver er þessi nýi Borgarleikhússtjóri sem fáir virðast kannast við þrátt fyrir glæstan feril fyrir utan landsteinanna? Í Íslandi í dag í gærkvöldi ræddi Tómas Arnar Þorláksson við Egil um hvað hafi einkennt líf hans hingað til. Til dæmis kostulega prufu þar sem allt fór úr böndunum en einnig sviplegt fráfall bróður Egils sem mótaði líf hans og leiddi til þess að sögur eiga hug hans allan. Hann tók við sem leikhússtjóri af Brynhildi Guðjónsdóttur á dögunum. Hann segist vera Reykvíkingur í húð og hár og ólst upp í vesturbænum. En fátt hefur haft jafn mikil áhrif á Egil en sviplegt fráfall bróður hans. „Sögur verða ákveðið tæki fyrir mig til að takast á við ofboðslega mikið áfall. Ég missti bróðir minn í sjálfsvígi þegar ég var tólf ára. Stuttu eftir það fer ég inn í herbergi til hans og þá var hann bara búinn að kaupa heimsbókmenntirnar. Ég las ekki mikið fyrir það en ég kræki mér í bók, og það var svo erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg, bókin var Meistarinn og Margaríta eftir Bulgakov og ég hafði aldrei lesið eins skemmtilega bók og þarna gat ég gleymt mér,“ segir Egill en í kjölfarið las hann allt bókasafn bróður síns og var þá ekki aftur snúið. Sögur áttu hug hans allan. Egill ásamt eldri bróður sínum sem er nú fallinn frá. „Svo liðu þrjátíu ár þar til ég gerði sviðsverk um Meistarann og Margaríta í Helsinki í Finnlandi. Það var rosalega skrýtið, því þetta tímabil sem ég lenti í fór allt að koma til mín aftur og ég fór að átta mig á hvað þessi bók hafði gert fyrir mig.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Egill fer til að mynda yfir mjög skrautlega fyrstu prufu í leiklistinni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Ísland í dag Leikhús Menning Reykjavík Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning