Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Aron Guðmundsson skrifar 16. maí 2025 07:30 Á meðan að Kiddi vallarstjóri Laugardalsvallar hugar að grasi vallarins reynir hrafn að ala upp ungana sína eftir að hafa komið sér vel fyrir í stúkunni. Sá er ekki hrifinn af drónum. Vísir/Samsett mynd Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta vill fullan völl þegar Ísland tekur á móti Frakklandi á nýju grasi á Laugardalsvelli í næsta mánuði. Völlurinn verður klár, óvæntir eftirlitsmenn fylgjast með störfum vallarstarfsmanna og stríða þeim Tæpar þrjár vikur eru til stefnu þar til að Ísland tekur á móti Frakklandi í Þjóðadeild kvenna, leikurinn markar þáttaskil því hann verður sá fyrsti á nýju grasi á Laugardalsvelli. Landsliðshópurinn var opinberaður í gær og vallarstjóri Laugardalsvallar er í ekki í neinum vafa um að völlurinn verði leikhæfur en miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á vellinum undanfarna mánuði og fullkominn hybrid völlur að verða til. „Það eru tæpar þrjár vikur í leik og við stöndum mjög vel,“ segir Kristinn V. Jóhannsson vallarstjóri Laugardalsvallar. „Auðvitað er hann fjarska fallegur eins og fyrir ykkur upp á Suðurlandsbraut en það á margt eftir að gera og framundan eru mikilvægar þrjár vikur fyrir okkur. Við þurfum að styrkja rótarkerfið, láta vöxtinn aukast og völlinn þétta sig. Tæpar þrjár vikur í leik. Verður völlurinn leikhæfur? „Já. Alveg klárlega.“ Ísland byrjar á því að mæta Noregi ytra en svo Frökkum hér heima þann 3.júní. Þorsteinn Halldórsson getur veðjað á sína bestu leikmenn í leikjunum. Fyrirliðinn Glódís Perla Snýr aftur og hin brögðótta Agla María einnig. Mikilvægir leikir upp á framhaldið í A-deild að gera og þjálfarinn vill fullan Laugardalsvöll í síðasta heimaleik Íslands fyrir EM. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir, liðsfélagar og lykilmenn í íslenska landsliðinu, Getty/Alex Nicodim „Þetta er stór stund,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari. „Algjörlega frábært að fá tækifæri til að vígja þennan völl við þetta tækifæri og spila við góða þjóð eins og Frakka í leik sem mun skipta máli. Ég vonast til að fá fullan völl, fullt af fólki að styðja liðið og hjálpa því að ná í sigur.“ Passar drónaflug og litla fugla Og sérlegir eftirlitsmenn, sem eru ekki hrifnir af drónaflugi, sjá um að halda vallarstarfsmönnum KSÍ við efnið fram að leik. Myndarleg hrafnafjölskylda hefur komið sér vel fyrir á Laugardalsvelli. „Þeir eru hérna að stríða okkur, hrafninn,“ segir Kristinn vallarstjóri. „Hann náði að verpa í laupinn sinn og við getum ekkert gert við því núna. Hann passar allt drónaflug og litla fugla.“ Hrafninn elti dróna fréttastofunnar um Laugardalsvöll, skiljanlega ekki sáttur með áreitið. Mánuður hefur liðið síðan að sáð var í völlinn og Kristinn segir stöðuna góða miðað við það. „Við erum nokkuð sáttir. Þegar að þú sáir í næstum hektara svæði þá eru einhver svæði sem eru verri en önnur en við erum að vinna í þeim litlu svæðum sem komu verr út. Heilt yfir er þetta þó bara orðið nokkuð gott.“ Engar afsakanir Kristinn og hans vallarstarfsfólk komið með nýjan grip í hendurnar sem hugsa verður vel um. „Við vorum með völl sem var með hlaupabraut og engum hita. Völl sem var frá 1960. Núna erum við að fá nýjan völl, fá undirhita, taka hlaupabrautina í burtu og færa völlinn til. Það breytist mikið varðandi viðhald og annað en þetta er enn þá grasvöllur. Við þurfum að slá hann, vökva og bera á. Hugsa um hann. Tímabilið okkar núna er ekki eins og það gamla, frá apríl til október. Núna er þetta allt árið um kring og við þurfum að hugsa um hann þannig.“ Engar afsakanir dugi nú. „Ég og mitt starfsfólk höfum unnið við ýmsar aðstæður, núna fáum við tól í hendurnar sem verður til þess að við verðum að hafa góðan völl, núna eru engar afsakanir en ég held að vallaraðstæður hér bæði í júní og komandi leikjum verði frábærar.“ KSÍ Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Hitnar enn undir Postecoglou Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona - Girona | Börsungar geta komist á toppinn Manchester City - Everton | Enginn Grealish hjá gestunum Hitnar enn undir Postecoglou Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Þróttur - Valur | Vilja auka við stigamet sitt Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Sjá meira
Tæpar þrjár vikur eru til stefnu þar til að Ísland tekur á móti Frakklandi í Þjóðadeild kvenna, leikurinn markar þáttaskil því hann verður sá fyrsti á nýju grasi á Laugardalsvelli. Landsliðshópurinn var opinberaður í gær og vallarstjóri Laugardalsvallar er í ekki í neinum vafa um að völlurinn verði leikhæfur en miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á vellinum undanfarna mánuði og fullkominn hybrid völlur að verða til. „Það eru tæpar þrjár vikur í leik og við stöndum mjög vel,“ segir Kristinn V. Jóhannsson vallarstjóri Laugardalsvallar. „Auðvitað er hann fjarska fallegur eins og fyrir ykkur upp á Suðurlandsbraut en það á margt eftir að gera og framundan eru mikilvægar þrjár vikur fyrir okkur. Við þurfum að styrkja rótarkerfið, láta vöxtinn aukast og völlinn þétta sig. Tæpar þrjár vikur í leik. Verður völlurinn leikhæfur? „Já. Alveg klárlega.“ Ísland byrjar á því að mæta Noregi ytra en svo Frökkum hér heima þann 3.júní. Þorsteinn Halldórsson getur veðjað á sína bestu leikmenn í leikjunum. Fyrirliðinn Glódís Perla Snýr aftur og hin brögðótta Agla María einnig. Mikilvægir leikir upp á framhaldið í A-deild að gera og þjálfarinn vill fullan Laugardalsvöll í síðasta heimaleik Íslands fyrir EM. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir, liðsfélagar og lykilmenn í íslenska landsliðinu, Getty/Alex Nicodim „Þetta er stór stund,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari. „Algjörlega frábært að fá tækifæri til að vígja þennan völl við þetta tækifæri og spila við góða þjóð eins og Frakka í leik sem mun skipta máli. Ég vonast til að fá fullan völl, fullt af fólki að styðja liðið og hjálpa því að ná í sigur.“ Passar drónaflug og litla fugla Og sérlegir eftirlitsmenn, sem eru ekki hrifnir af drónaflugi, sjá um að halda vallarstarfsmönnum KSÍ við efnið fram að leik. Myndarleg hrafnafjölskylda hefur komið sér vel fyrir á Laugardalsvelli. „Þeir eru hérna að stríða okkur, hrafninn,“ segir Kristinn vallarstjóri. „Hann náði að verpa í laupinn sinn og við getum ekkert gert við því núna. Hann passar allt drónaflug og litla fugla.“ Hrafninn elti dróna fréttastofunnar um Laugardalsvöll, skiljanlega ekki sáttur með áreitið. Mánuður hefur liðið síðan að sáð var í völlinn og Kristinn segir stöðuna góða miðað við það. „Við erum nokkuð sáttir. Þegar að þú sáir í næstum hektara svæði þá eru einhver svæði sem eru verri en önnur en við erum að vinna í þeim litlu svæðum sem komu verr út. Heilt yfir er þetta þó bara orðið nokkuð gott.“ Engar afsakanir Kristinn og hans vallarstarfsfólk komið með nýjan grip í hendurnar sem hugsa verður vel um. „Við vorum með völl sem var með hlaupabraut og engum hita. Völl sem var frá 1960. Núna erum við að fá nýjan völl, fá undirhita, taka hlaupabrautina í burtu og færa völlinn til. Það breytist mikið varðandi viðhald og annað en þetta er enn þá grasvöllur. Við þurfum að slá hann, vökva og bera á. Hugsa um hann. Tímabilið okkar núna er ekki eins og það gamla, frá apríl til október. Núna er þetta allt árið um kring og við þurfum að hugsa um hann þannig.“ Engar afsakanir dugi nú. „Ég og mitt starfsfólk höfum unnið við ýmsar aðstæður, núna fáum við tól í hendurnar sem verður til þess að við verðum að hafa góðan völl, núna eru engar afsakanir en ég held að vallaraðstæður hér bæði í júní og komandi leikjum verði frábærar.“
KSÍ Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Hitnar enn undir Postecoglou Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona - Girona | Börsungar geta komist á toppinn Manchester City - Everton | Enginn Grealish hjá gestunum Hitnar enn undir Postecoglou Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Þróttur - Valur | Vilja auka við stigamet sitt Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Sjá meira