Innlent

Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Eldsvoðinn varð þann 19. október síðastliðinn. Unglingspiltur lést.
Eldsvoðinn varð þann 19. október síðastliðinn. Unglingspiltur lést. Vísir/Vilhelm

Þrír eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á mannskæðum bruna sem varð á meðferðarheimilinu Stuðlum í Reykjavík þann 19. október í fyrra.

Greint var frá þessu í kvöldfréttum Rúv í gær.

Geir Örn Jacobsen, sautján ára piltur, lést í brunanum. Tveimur dögum áður en hann lést spurði hann í viðtali á Stöð 2 hvers vegna ætti ekki að bjarga börnunum á Stuðlum.

Ekki liggur fyrir hvort sakborningarnir séu börn sem voru vistuð á heimilinu, eða starfsmenn þess.

Í kvöldfréttum Rúv var haft eftir Elínu Agnesi Eide Kristínardóttur, yfirlögregluþjóni hjá rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsóknin sé langt komin. Beðið sé eftir gögnum til þess að ljúka henni, og síðan muni málið verða sent til ákærusviðs.


Tengdar fréttir

Geir Örn lést á Stuðlum

Geir Örn Jacobsen lést í eldsvoðanum á meðferðarheimilinu Stuðlum aðfaranótt laugardags í síðustu viku. Hann var sautján ára. Tveimur dögum áður en hann lést spurði hann í viðtali á Stöð 2 hvers vegna ætti ekki að bjarga börnunum á Stuðlum.

Gaf sig fram við lögreglu blautur og kaldur eftir tvo daga á vergangi

Fimmtán ára piltur sem strauk að heiman skömmu eftir að hafa verið keyrður heim af Stuðlum í kjölfar eldsvoða um helgina er kominn í leitirnar. Drengurinn gaf sig sjálfur fram við lögreglu upp úr hádegi í dag. Hans var saknað í tvo sólarhringa áður en hann kom í leitirnar, blautur og kaldur eftir að vera úti á vergangi. Þetta segir móðir drengsins í samtali við fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×