Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2025 16:00 Donald Trump og Taylor Swift. EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir stórstjörnuna Taylor Swift ekki lengur vera „heita“. Forsetinn vakti athygli á þessu á samfélagsmiðli sínum í dag og spurði hvort einhver hefði tekið eftir því að það væri hans vegna sem þessi breyting hefði átt sér stað. „Hefur einhver tekið eftir því að síðan ég sagði: „ÉG HATA TAYLOR SWIFT“, er hún ekki lengur „heit?““ Þetta skrifaði Trump, sem er 78 ára gamall og forseti Bandaríkjanna, á Truth Social í dag. Líklegt er að Trump sé að tala um vinsældir stórstjörnunnar en ekki útlit hennar. Hvert tilefni skrifa forsetans er, það er þó önnur spurning. Trump hefur þó nokkrum sinnum í gegnum árin skotið föstum skotum á Swift, sem lýsti yfir stuðningi við Joe Biden í forseta kosningunum 2020 og við Kamölu Harris í kosningunum í fyrra. Sjá einnig: „Barnlausa kattakonan“ lýsir yfir stuðningi við Harris Þar áður, árið 2018, lýsti hún yfir stuðningi við Demókrataflokkinn í þingkosningum þessa árs. Sjá einnig: Trump-liðar telja sig svikna af Taylor Swift Eftir stuðningsyfirlýsingu Swift við Harris skrifaði Trump á samfélagsmiðil sinn að hann hataði Taylor Swift. Árið 2023 sagði Trump þó að honum þætti Swift vera falleg. „Mér finnst hún falleg. Mjög falleg. Mér finnst hún mjög falleg. Ég held að hún sé frjálslynd. Henni er líklega ekki vel við Trump,“ sagði Trump samkvæmt Variety. „Mér heyrist hún vera mjög hæfileikarík. Ég held hún sé mjög falleg, í rauninni óvenjulega falleg.“ Þegar kemur að vinsældum Swift, þá varð hún árið 2023 milljarðamæringur, í dölum talið. Samkvæmt Forbes varð hún þá fyrst allra tónlistarmanna milljarðamæringur að mestum hluta vegna tekna af tónlist. Hún er nú metin á 1,6 millarð dala en það samsvarar um 207 milljörðum króna. Samkvæmt Forbes var það að mestu rakið til Eras-tónleikaferðalags hennar og virði laga hennar. Tónleikaferðalagið Eras stóð yfir frá mars 2023 til desember í fyrra og spilaði hún 149 tónleika í 51 borg, víðsvegar um heiminn. New York Times segir það hafa verið arðbærasta tónleikaferðalag sögunnar og að Swift hafi halað inn rúmum tveimur milljörðum dala fyrir miða. Það er meira en tvöfalt meira en nokkrum öðrum tónlistarmönnun hefur tekist. Coldplay halaði inn um milljarði dala fyrir 156 tónleika ferðalag um heiminn, sem lauk fyrr árið 2024 og varð það þá tekjuhæsta tónleikaferðalag sögunnar. Donald Trump Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Býður Taylor barn Auðkýfingurinn Elon Musk er ólíkindatól. Í dag skrifaði hann einkennilega færslu á samfélagsmiðli sínum X þar sem hann býðst til þess að gefa söngkonunni Taylor Swift barn eftir að hún gaf út stuðningsyfirlýsingu við Kamölu Harris forsetaefni Demókrata. 11. september 2024 20:19 Taylor Swift orðin milljarðamæringur Tónlistarkonan Taylor Swift hefur hagnast gífurlega af nýjasta tónleikaferðalagi sínu, sem kallast Eras, og kvikmyndin um þetta ferðalag er að gera góða hluti í kvikmyndahúsum um allan heim. Þar að auki var hún að endurútgefa níu ára gamla plötu, sem talin er að verði með vinsælli plötum ársins. 27. október 2023 16:11 „Það spurði þig enginn“ Tónlistarmanninum Pharrell Williams þykir ekki mikið til þess koma þegar aðrar stjörnur tjá sig um pólitík. Hann segist sjálfur halda sínum skoðunum út af fyrir sig. 18. september 2024 11:03 Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Velgengni bandarísku söngkonunnar Taylor Swift virðist engan endi ætla að taka en í nótt sópaði hún til sín verðlaunum á verðlaunahátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar, Video Music Awards eða VMA. Hún gerði sér lítið fyrir og tók sjö verðlaun með sér heim. 12. september 2024 09:41 Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
„Hefur einhver tekið eftir því að síðan ég sagði: „ÉG HATA TAYLOR SWIFT“, er hún ekki lengur „heit?““ Þetta skrifaði Trump, sem er 78 ára gamall og forseti Bandaríkjanna, á Truth Social í dag. Líklegt er að Trump sé að tala um vinsældir stórstjörnunnar en ekki útlit hennar. Hvert tilefni skrifa forsetans er, það er þó önnur spurning. Trump hefur þó nokkrum sinnum í gegnum árin skotið föstum skotum á Swift, sem lýsti yfir stuðningi við Joe Biden í forseta kosningunum 2020 og við Kamölu Harris í kosningunum í fyrra. Sjá einnig: „Barnlausa kattakonan“ lýsir yfir stuðningi við Harris Þar áður, árið 2018, lýsti hún yfir stuðningi við Demókrataflokkinn í þingkosningum þessa árs. Sjá einnig: Trump-liðar telja sig svikna af Taylor Swift Eftir stuðningsyfirlýsingu Swift við Harris skrifaði Trump á samfélagsmiðil sinn að hann hataði Taylor Swift. Árið 2023 sagði Trump þó að honum þætti Swift vera falleg. „Mér finnst hún falleg. Mjög falleg. Mér finnst hún mjög falleg. Ég held að hún sé frjálslynd. Henni er líklega ekki vel við Trump,“ sagði Trump samkvæmt Variety. „Mér heyrist hún vera mjög hæfileikarík. Ég held hún sé mjög falleg, í rauninni óvenjulega falleg.“ Þegar kemur að vinsældum Swift, þá varð hún árið 2023 milljarðamæringur, í dölum talið. Samkvæmt Forbes varð hún þá fyrst allra tónlistarmanna milljarðamæringur að mestum hluta vegna tekna af tónlist. Hún er nú metin á 1,6 millarð dala en það samsvarar um 207 milljörðum króna. Samkvæmt Forbes var það að mestu rakið til Eras-tónleikaferðalags hennar og virði laga hennar. Tónleikaferðalagið Eras stóð yfir frá mars 2023 til desember í fyrra og spilaði hún 149 tónleika í 51 borg, víðsvegar um heiminn. New York Times segir það hafa verið arðbærasta tónleikaferðalag sögunnar og að Swift hafi halað inn rúmum tveimur milljörðum dala fyrir miða. Það er meira en tvöfalt meira en nokkrum öðrum tónlistarmönnun hefur tekist. Coldplay halaði inn um milljarði dala fyrir 156 tónleika ferðalag um heiminn, sem lauk fyrr árið 2024 og varð það þá tekjuhæsta tónleikaferðalag sögunnar.
Donald Trump Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Býður Taylor barn Auðkýfingurinn Elon Musk er ólíkindatól. Í dag skrifaði hann einkennilega færslu á samfélagsmiðli sínum X þar sem hann býðst til þess að gefa söngkonunni Taylor Swift barn eftir að hún gaf út stuðningsyfirlýsingu við Kamölu Harris forsetaefni Demókrata. 11. september 2024 20:19 Taylor Swift orðin milljarðamæringur Tónlistarkonan Taylor Swift hefur hagnast gífurlega af nýjasta tónleikaferðalagi sínu, sem kallast Eras, og kvikmyndin um þetta ferðalag er að gera góða hluti í kvikmyndahúsum um allan heim. Þar að auki var hún að endurútgefa níu ára gamla plötu, sem talin er að verði með vinsælli plötum ársins. 27. október 2023 16:11 „Það spurði þig enginn“ Tónlistarmanninum Pharrell Williams þykir ekki mikið til þess koma þegar aðrar stjörnur tjá sig um pólitík. Hann segist sjálfur halda sínum skoðunum út af fyrir sig. 18. september 2024 11:03 Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Velgengni bandarísku söngkonunnar Taylor Swift virðist engan endi ætla að taka en í nótt sópaði hún til sín verðlaunum á verðlaunahátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar, Video Music Awards eða VMA. Hún gerði sér lítið fyrir og tók sjö verðlaun með sér heim. 12. september 2024 09:41 Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Býður Taylor barn Auðkýfingurinn Elon Musk er ólíkindatól. Í dag skrifaði hann einkennilega færslu á samfélagsmiðli sínum X þar sem hann býðst til þess að gefa söngkonunni Taylor Swift barn eftir að hún gaf út stuðningsyfirlýsingu við Kamölu Harris forsetaefni Demókrata. 11. september 2024 20:19
Taylor Swift orðin milljarðamæringur Tónlistarkonan Taylor Swift hefur hagnast gífurlega af nýjasta tónleikaferðalagi sínu, sem kallast Eras, og kvikmyndin um þetta ferðalag er að gera góða hluti í kvikmyndahúsum um allan heim. Þar að auki var hún að endurútgefa níu ára gamla plötu, sem talin er að verði með vinsælli plötum ársins. 27. október 2023 16:11
„Það spurði þig enginn“ Tónlistarmanninum Pharrell Williams þykir ekki mikið til þess koma þegar aðrar stjörnur tjá sig um pólitík. Hann segist sjálfur halda sínum skoðunum út af fyrir sig. 18. september 2024 11:03
Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Velgengni bandarísku söngkonunnar Taylor Swift virðist engan endi ætla að taka en í nótt sópaði hún til sín verðlaunum á verðlaunahátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar, Video Music Awards eða VMA. Hún gerði sér lítið fyrir og tók sjö verðlaun með sér heim. 12. september 2024 09:41