Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Lovísa Arnardóttir skrifar 19. maí 2025 07:15 Yuval Raphael söng langið New day will rise í Eurovision og lenti í öðru sæti. Vísir/EPA Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, hefur krafist þess að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, yfirfari spænsku símakosninguna í Eurovision. Ísrael fékk flest stig í símakosningunni á Spáni síðasta laugardag og þar með tólf stig frá spænsku þjóðinni. Fjallað er um málið á spænska miðlinum El País. Ísrael fékk engin stig frá spænsku dómnefndinni. Þar segir að alls hafi borist 142,688 atkvæði í símakosningunni á laugardag samkvæmt skýrslu sem spænska sendinefndin fékk og bað um í kjölfar úrslitanna. Þar kom fram listi þeirra þjóða sem fékk flest atkvæði en þó ekki hversu mörg atkvæði hver þjóð fékk. Samkvæmt frétt El País óskaði sendinefndin því eftir ítarlegri upplýsingum og fékk þá að vita að 7,283 atkvæði voru greidd með síma, 23,840 með textaskilaboðum og 111,565 á netinu. Öll lönd sem taka þátt í Eurovision geta greitt atkvæði í appinu, þó að hámarki tuttugu sinnum. Atkvæðið kostar 0.99 evrur í síma og skilaboðum. Mikill munur á þriðjudegi og laugardegi Í frétt El País segir jafnframt að á þriðjudaginn, í fyrri undanúrslitunum, hafi aðeins borist 14.461 atkvæði í heildina. 774 þeirra bárust í síma, 2,377 í textaskilaboðum, og 11,310 á netinu. Í fréttinni segir að spænska ríkissjónvarpið sé meðvitað um að önnur lönd muni krefjast þess að sams konar yfirferð fari fram á atkvæðum sem bárust í þeirra símakosningu. Ísrael var í öðru sæti í keppninni í ár. Yuval Raphael tók þátt fyrir þeirra hönd með lagið New Day Will Rise. Fjölmargir hafa fordæmt þátttöku Ísrael í keppninni og krafist þess að þeim verði vísað úr keppni eins og Rússlandi. Ísrael hóf umfangsmikinn landhernað á Gasa um helgina. Spænska sendinefndin krafðist þess í apríl að þátttaka Ísrael í keppninni yrði tekin til opinberrar umræðu. Síðar skrifuðu Slóvenía, Ísland og Írland undir kröfuna. Spænsku þáttastjórnendurnir, Julia Varela og Tony Aguilar, minntust á kröfuna á meðan útsendingu stóð á fimmtudag og Ísrael flutti sitt lag. Þar minntust þau einnig á að Ísrael hefði frá því í október 2023 drepið allt að fimmtíu þúsund almenna borgara og að af þeim væru fimmtán þúsund börn. Sjá einnig: Ísrael sendir kvörtun til EBU Ísraelska ríkissjónvarpið, KAN, lagði fram kvörtun vegna málsins síðasta föstudag. EBU hafði í kjölfarið samband við RTVE varðandi hvað megi segja á meðan útsendingu stendur. Forseti EBU sendi Spáni svo bréf á föstudag þar sem því var lýst að Spánn yrði sektaður yrði minnst á Gasa á meðan útsendingu stæði á laugardag. Spánn Eurovision Eurovision 2025 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Írland Slóvenía Tengdar fréttir Ísland fékk stig frá þessum löndum Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands. 17. maí 2025 23:35 Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum. 17. maí 2025 22:59 Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baulað var hressilega á framlag Ísrael í Eurovision á dómararennsli keppninnar í kvöld. Fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið á endanum. 16. maí 2025 23:12 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Þar segir að alls hafi borist 142,688 atkvæði í símakosningunni á laugardag samkvæmt skýrslu sem spænska sendinefndin fékk og bað um í kjölfar úrslitanna. Þar kom fram listi þeirra þjóða sem fékk flest atkvæði en þó ekki hversu mörg atkvæði hver þjóð fékk. Samkvæmt frétt El País óskaði sendinefndin því eftir ítarlegri upplýsingum og fékk þá að vita að 7,283 atkvæði voru greidd með síma, 23,840 með textaskilaboðum og 111,565 á netinu. Öll lönd sem taka þátt í Eurovision geta greitt atkvæði í appinu, þó að hámarki tuttugu sinnum. Atkvæðið kostar 0.99 evrur í síma og skilaboðum. Mikill munur á þriðjudegi og laugardegi Í frétt El País segir jafnframt að á þriðjudaginn, í fyrri undanúrslitunum, hafi aðeins borist 14.461 atkvæði í heildina. 774 þeirra bárust í síma, 2,377 í textaskilaboðum, og 11,310 á netinu. Í fréttinni segir að spænska ríkissjónvarpið sé meðvitað um að önnur lönd muni krefjast þess að sams konar yfirferð fari fram á atkvæðum sem bárust í þeirra símakosningu. Ísrael var í öðru sæti í keppninni í ár. Yuval Raphael tók þátt fyrir þeirra hönd með lagið New Day Will Rise. Fjölmargir hafa fordæmt þátttöku Ísrael í keppninni og krafist þess að þeim verði vísað úr keppni eins og Rússlandi. Ísrael hóf umfangsmikinn landhernað á Gasa um helgina. Spænska sendinefndin krafðist þess í apríl að þátttaka Ísrael í keppninni yrði tekin til opinberrar umræðu. Síðar skrifuðu Slóvenía, Ísland og Írland undir kröfuna. Spænsku þáttastjórnendurnir, Julia Varela og Tony Aguilar, minntust á kröfuna á meðan útsendingu stóð á fimmtudag og Ísrael flutti sitt lag. Þar minntust þau einnig á að Ísrael hefði frá því í október 2023 drepið allt að fimmtíu þúsund almenna borgara og að af þeim væru fimmtán þúsund börn. Sjá einnig: Ísrael sendir kvörtun til EBU Ísraelska ríkissjónvarpið, KAN, lagði fram kvörtun vegna málsins síðasta föstudag. EBU hafði í kjölfarið samband við RTVE varðandi hvað megi segja á meðan útsendingu stendur. Forseti EBU sendi Spáni svo bréf á föstudag þar sem því var lýst að Spánn yrði sektaður yrði minnst á Gasa á meðan útsendingu stæði á laugardag.
Spánn Eurovision Eurovision 2025 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Írland Slóvenía Tengdar fréttir Ísland fékk stig frá þessum löndum Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands. 17. maí 2025 23:35 Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum. 17. maí 2025 22:59 Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baulað var hressilega á framlag Ísrael í Eurovision á dómararennsli keppninnar í kvöld. Fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið á endanum. 16. maí 2025 23:12 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Ísland fékk stig frá þessum löndum Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands. 17. maí 2025 23:35
Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum. 17. maí 2025 22:59
Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baulað var hressilega á framlag Ísrael í Eurovision á dómararennsli keppninnar í kvöld. Fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið á endanum. 16. maí 2025 23:12