Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 19. maí 2025 08:33 Á undanförnum áratugum hefur fataverslun og neyslumenning þróast á áður óþekktan hátt. Áður fyrr voru fatakaup bundin við árstíðaskipti og raunverulega þörf en nú eru þau orðin hluti af hraðri hringrás tískuiðnaðarins þar sem nýjar vörur koma vikulega, eða daglega, á markað. Það er kominn tími til að endurhugsa fatakaup. Saga hraðtísku - Frá iðnbyltingu til netverslana Í kjölfar iðnbyltingarinnar á 19. öld varð framleiðsla fatnaðar auðveldari og ódýrari. Þessi þróun jókst hratt á 20. öld, einkum eftir síðari heimsstyrjöldina. Þegar verksmiðjur fluttust til láglaunalanda á 8. og 9. áratugnum varð fatnaður enn ódýrari og aðgengilegri. Merki á borð við Zara og H&M þróuðu ný viðskiptamódel hraðtískunnar (e. fast fashion) þar sem nýjar flíkur birtast í búðum innan örfárra vikna eftir að búið er að skanna hvað þekktu tískuhúsin eru að bjóða upp á. Á síðustu árum hafa netverslanir eins og Shein og Temu hraðað þessari þróun enn frekar og skapað háhraðatísku eða „ultra fast fashion“, þar sem þúsundir nýrra flíka birtast á hverjum degi á vefsíðum þeirra. Tölulegar staðreyndir Magn framleiðslu og sóunar er gríðarlegt en á heimsvísu eru framleidd yfir 100 milljarðar flíka árlega. Um 85% af textíl endar annað hvort í urðun eða í brennslu en aðeins 1% er raunverulega endurunnið í nýjan textíl. Í Evrópu kaupir hver einstaklingur að meðaltali 26 kg af textíl árlega og fleygir 11 kg. Í Bandaríkjunum hafa fatakaup aukist um 60% frá árinu 2000, á meðan meðalnotkunartími hverrar flíkur hefur styst um 36%. Umhverfisáhrif hraðtísku eru ógnvænleg en tískuiðnaðurinn notar 79 milljarða rúmmetra af vatni árlega (sturluð staðreynd!) meira en samanlögð árleg vatnsnotkun Frakklands, Þýskalands og Bretlands! Framleiðsla á einum bómullarbol getur krafist allt að 2.700 lítra af vatni, sem jafngildir því sem einn einstaklingur neytir yfir þriggja ára tímabil. Þrælahald í nýjum búningi Vinnuafl fataverksmiðja er í raun nútíma þrælahald. Yfir 75 milljónir einstaklinga starfa í textíliðnaði á heimsvísu, þar af um 80% konur, margar í þróunarlöndum við skelfilegar aðstæður þar sem engin réttindi eru virt og engin grið gefin frekar en við annars konar þrælahald. Hvað getum við gert? Íslenskir neytendur eru meðal þeirra sem kaupa mest af fötum miðað við höfðatölu í Evrópu og skyldi engan undra. Samtímis vex áhugi á sparnaði og nægjusemi, með því að endurnýta, bæta og endurhanna sem eru sannarlega góðar fréttir. Þrifthreyfingin (e. the second hand/thrifting revolution) er sannarlega í sókn á Íslandi. Þar má helst nefna fataskiptamarkaði sem hafa sprottið upp á vinnustöðum og hjá félagasamtökum, básaleigur verða sífellt vinsælli sem og sölusíður þar sem nýr og notaður fatnaður gengur kaupum og sölum. Nú á dögunum fór sala á notuðum fatnaði af netsíðunni Vinted fram úr sölu á nýjum fatnaði af vefsíðum í Frakklandi, landi tískunnar. Um leið og endurnýting og meðvitaðri kauphegðun fær sífellt meiri hljómgrunn, sérstaklega meðal yngri kynslóða megum við hin eldri sannarlega standa okkur betur. Á tímum ofneyslu og ógnvekjandi framleiðslu á kostnað fólks (þar á meðal barna!), umhverfis og náttúru verðum við að staldra við og spyrja okkur; þarf ég virkilega þessa flík? Hvaða spor skilur hún eftir sig á jörðinni? Hver framleiddi hana og við hvaða kjör? Stjórnvöld geta sannarlega haft áhrif til dæmis með því að flokka textíl á skilvirkari hátt svo auðveldara sé að endurnýta fatnað. Hægt er að gera gera þjónustu saumastofa frádráttarbæra til skatts sem og kaup á þjónustu básaleiga og veita fyrirtækjum sem endurhanna fatnað ívilnanir. Þá væri hægt að banna innflutning á fatnaði sem ekki stenst umhverfisvottun og þannig stuðla að aukinni meðvitund í samfélaginu. Það sem við gerum skiptir máli Tökum meðvitaða ákvörðun og veljum að taka skref í átt að breytingum. Kaupum minna og vöndum valið. Styðjum þannig við sanngjarna framleiðslu og minni framleiðendur sem huga að umhverfisvernd og sjálfbærni. Þannig veljum við gæði fram yfir magn og styðjum gjarnan við staðbundna framleiðslu sem er sanngirnisvottuð (e. fair trade). Nýtum betur það sem við eigum, gerum við, skiptumst á, þriftum og leigjum fatnað fyrir sérstök tilefni. Verum líka dugleg að fræðast um málefnið og áhrif háhraðatísku á umhverfi og samfélög. Við getum öll haft áhrif með því að stíga út úr sjálfvirkri og óðri neyslumenningu og inn í þá meðvitaðri og ábyrgari. Höfundur er umhverfissinni og áhugamanneskja um endurnýtingu, kennari og ritari Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Vinstri græn Umhverfismál Neytendur Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum áratugum hefur fataverslun og neyslumenning þróast á áður óþekktan hátt. Áður fyrr voru fatakaup bundin við árstíðaskipti og raunverulega þörf en nú eru þau orðin hluti af hraðri hringrás tískuiðnaðarins þar sem nýjar vörur koma vikulega, eða daglega, á markað. Það er kominn tími til að endurhugsa fatakaup. Saga hraðtísku - Frá iðnbyltingu til netverslana Í kjölfar iðnbyltingarinnar á 19. öld varð framleiðsla fatnaðar auðveldari og ódýrari. Þessi þróun jókst hratt á 20. öld, einkum eftir síðari heimsstyrjöldina. Þegar verksmiðjur fluttust til láglaunalanda á 8. og 9. áratugnum varð fatnaður enn ódýrari og aðgengilegri. Merki á borð við Zara og H&M þróuðu ný viðskiptamódel hraðtískunnar (e. fast fashion) þar sem nýjar flíkur birtast í búðum innan örfárra vikna eftir að búið er að skanna hvað þekktu tískuhúsin eru að bjóða upp á. Á síðustu árum hafa netverslanir eins og Shein og Temu hraðað þessari þróun enn frekar og skapað háhraðatísku eða „ultra fast fashion“, þar sem þúsundir nýrra flíka birtast á hverjum degi á vefsíðum þeirra. Tölulegar staðreyndir Magn framleiðslu og sóunar er gríðarlegt en á heimsvísu eru framleidd yfir 100 milljarðar flíka árlega. Um 85% af textíl endar annað hvort í urðun eða í brennslu en aðeins 1% er raunverulega endurunnið í nýjan textíl. Í Evrópu kaupir hver einstaklingur að meðaltali 26 kg af textíl árlega og fleygir 11 kg. Í Bandaríkjunum hafa fatakaup aukist um 60% frá árinu 2000, á meðan meðalnotkunartími hverrar flíkur hefur styst um 36%. Umhverfisáhrif hraðtísku eru ógnvænleg en tískuiðnaðurinn notar 79 milljarða rúmmetra af vatni árlega (sturluð staðreynd!) meira en samanlögð árleg vatnsnotkun Frakklands, Þýskalands og Bretlands! Framleiðsla á einum bómullarbol getur krafist allt að 2.700 lítra af vatni, sem jafngildir því sem einn einstaklingur neytir yfir þriggja ára tímabil. Þrælahald í nýjum búningi Vinnuafl fataverksmiðja er í raun nútíma þrælahald. Yfir 75 milljónir einstaklinga starfa í textíliðnaði á heimsvísu, þar af um 80% konur, margar í þróunarlöndum við skelfilegar aðstæður þar sem engin réttindi eru virt og engin grið gefin frekar en við annars konar þrælahald. Hvað getum við gert? Íslenskir neytendur eru meðal þeirra sem kaupa mest af fötum miðað við höfðatölu í Evrópu og skyldi engan undra. Samtímis vex áhugi á sparnaði og nægjusemi, með því að endurnýta, bæta og endurhanna sem eru sannarlega góðar fréttir. Þrifthreyfingin (e. the second hand/thrifting revolution) er sannarlega í sókn á Íslandi. Þar má helst nefna fataskiptamarkaði sem hafa sprottið upp á vinnustöðum og hjá félagasamtökum, básaleigur verða sífellt vinsælli sem og sölusíður þar sem nýr og notaður fatnaður gengur kaupum og sölum. Nú á dögunum fór sala á notuðum fatnaði af netsíðunni Vinted fram úr sölu á nýjum fatnaði af vefsíðum í Frakklandi, landi tískunnar. Um leið og endurnýting og meðvitaðri kauphegðun fær sífellt meiri hljómgrunn, sérstaklega meðal yngri kynslóða megum við hin eldri sannarlega standa okkur betur. Á tímum ofneyslu og ógnvekjandi framleiðslu á kostnað fólks (þar á meðal barna!), umhverfis og náttúru verðum við að staldra við og spyrja okkur; þarf ég virkilega þessa flík? Hvaða spor skilur hún eftir sig á jörðinni? Hver framleiddi hana og við hvaða kjör? Stjórnvöld geta sannarlega haft áhrif til dæmis með því að flokka textíl á skilvirkari hátt svo auðveldara sé að endurnýta fatnað. Hægt er að gera gera þjónustu saumastofa frádráttarbæra til skatts sem og kaup á þjónustu básaleiga og veita fyrirtækjum sem endurhanna fatnað ívilnanir. Þá væri hægt að banna innflutning á fatnaði sem ekki stenst umhverfisvottun og þannig stuðla að aukinni meðvitund í samfélaginu. Það sem við gerum skiptir máli Tökum meðvitaða ákvörðun og veljum að taka skref í átt að breytingum. Kaupum minna og vöndum valið. Styðjum þannig við sanngjarna framleiðslu og minni framleiðendur sem huga að umhverfisvernd og sjálfbærni. Þannig veljum við gæði fram yfir magn og styðjum gjarnan við staðbundna framleiðslu sem er sanngirnisvottuð (e. fair trade). Nýtum betur það sem við eigum, gerum við, skiptumst á, þriftum og leigjum fatnað fyrir sérstök tilefni. Verum líka dugleg að fræðast um málefnið og áhrif háhraðatísku á umhverfi og samfélög. Við getum öll haft áhrif með því að stíga út úr sjálfvirkri og óðri neyslumenningu og inn í þá meðvitaðri og ábyrgari. Höfundur er umhverfissinni og áhugamanneskja um endurnýtingu, kennari og ritari Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun