Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2025 10:28 Baldur Þórallsson, prófessor í stjórnmálafræði, vill reyna að fá bandarískt fræðifólk sem hefur misst vinnuna eða lífsviðurværið í hreinsunum Bandaríkjastjórnar til Íslands. Vísir Háskóli Íslands ætti að ráða hundrað bandaríska fræðimenn til starfa til að lyfta upp rannsóknum, kennslu og nýsköpun, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Fjöldi bandarískra vísindamanna leitar nú að vinnu erlendis vegna stórfellds niðurskurðar í vísindarannsóknum og störfum vestanhafs. Frá því að repúblikanar tóku við völdum í Hvíta húsinu í janúar hefur herskara alríkisstarfsmanna verið sagt upp störfum, heilu stofnanirnar lagðar niður og styrkir til vísindarannsókna verið afturkallaðir, sérstaklega á sviði umhverfis- og heilbrigðisvísinda. Þá hefur ríkisstjórnin þjarmað að stærstu háskólum landsins og reynt að hafa bein áhrif á störf þeirra. Evrópusambandið og Frakkar eru á meðal þeirra sem reyna nú að nýta sér ástandið vestanhafs til þess að laða til sín bandaríska fræðimenn. Nú vill Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, að Íslandi taki þátt í kapphlaupinu um þjónustu þeirra. „Legg til að Háskóli Íslands í samvinnu við stjórnvöld og atvinnulífið kippi okkar hraðar inn í nýja öld vísinda og tækni með því að ráða hundrað bandaríska fræðimenn til starfa. Þeir leita nú margir hverjir logandi ljósi að atvinnutækifærum víðsvegar um heiminn,“ skrifar Baldur í færslu á Facebook. Tækifæri til að byggja íslenskt samfélag hratt upp Eina bestu leiðina til að bæta íslenskt samfélag segir Baldur sé að efla vísindi og nýsköpun. Nú gefist tækifæri til að byggja samfélagið upp með hröðum og skilvirkum hætti. „Á tímum mikilla framfara í vísindum og ger[v]igreind þurfa stjórnvöld að sýna áræðni. Þetta er ekki síst mikilvægt á tímum upplýsingaóreiðu og tilrauna stjórnvalda í Bandaríkj[u]num til að draga úr vægi þekkingar við stefnumótun og uppbyggingu samfélagsins. Bandarískt háskólasamfélg er enn eitt það besta í heimi,“ skrifar Baldur. Hann leggur því til að háskólinn ráði 25 nýdoktara, fimmtíu lektora og dósenta og 25 prófessora frá Bandaríkjunum. Sú samsetning stuðli að fjölbreytileika bæði hvað varðar reynslu og aldurssamsetningu. Fræðimennirnir kæmu bæði að rannsóknum og kennslu í öllum greinum háskólasamfélagsins. „Þvílíkt lyftistöng sem þetta yrði fyrir rannsóknir, kennslu og nýsköpun hér á landi sem og allt samfélagið í heild sinni,“ segir Baldur sem telur slíkt framtak myndu vekja heimsathygli og koma Íslandi á kortið sem landi framfara og þekkingar. Háskólar Vísindi Bandaríkin Donald Trump Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. 18. apríl 2025 19:55 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Frá því að repúblikanar tóku við völdum í Hvíta húsinu í janúar hefur herskara alríkisstarfsmanna verið sagt upp störfum, heilu stofnanirnar lagðar niður og styrkir til vísindarannsókna verið afturkallaðir, sérstaklega á sviði umhverfis- og heilbrigðisvísinda. Þá hefur ríkisstjórnin þjarmað að stærstu háskólum landsins og reynt að hafa bein áhrif á störf þeirra. Evrópusambandið og Frakkar eru á meðal þeirra sem reyna nú að nýta sér ástandið vestanhafs til þess að laða til sín bandaríska fræðimenn. Nú vill Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, að Íslandi taki þátt í kapphlaupinu um þjónustu þeirra. „Legg til að Háskóli Íslands í samvinnu við stjórnvöld og atvinnulífið kippi okkar hraðar inn í nýja öld vísinda og tækni með því að ráða hundrað bandaríska fræðimenn til starfa. Þeir leita nú margir hverjir logandi ljósi að atvinnutækifærum víðsvegar um heiminn,“ skrifar Baldur í færslu á Facebook. Tækifæri til að byggja íslenskt samfélag hratt upp Eina bestu leiðina til að bæta íslenskt samfélag segir Baldur sé að efla vísindi og nýsköpun. Nú gefist tækifæri til að byggja samfélagið upp með hröðum og skilvirkum hætti. „Á tímum mikilla framfara í vísindum og ger[v]igreind þurfa stjórnvöld að sýna áræðni. Þetta er ekki síst mikilvægt á tímum upplýsingaóreiðu og tilrauna stjórnvalda í Bandaríkj[u]num til að draga úr vægi þekkingar við stefnumótun og uppbyggingu samfélagsins. Bandarískt háskólasamfélg er enn eitt það besta í heimi,“ skrifar Baldur. Hann leggur því til að háskólinn ráði 25 nýdoktara, fimmtíu lektora og dósenta og 25 prófessora frá Bandaríkjunum. Sú samsetning stuðli að fjölbreytileika bæði hvað varðar reynslu og aldurssamsetningu. Fræðimennirnir kæmu bæði að rannsóknum og kennslu í öllum greinum háskólasamfélagsins. „Þvílíkt lyftistöng sem þetta yrði fyrir rannsóknir, kennslu og nýsköpun hér á landi sem og allt samfélagið í heild sinni,“ segir Baldur sem telur slíkt framtak myndu vekja heimsathygli og koma Íslandi á kortið sem landi framfara og þekkingar.
Háskólar Vísindi Bandaríkin Donald Trump Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. 18. apríl 2025 19:55 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. 18. apríl 2025 19:55
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent