„Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Árni Sæberg og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 19. maí 2025 11:19 Köldu hefur andað á milli þeirra Björgólfs Thors og Róberts um árabil. Vísir/Vilhelm Róbert Wessman vill lítið tjá sig um meintar njósnir manna á snærum Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem beindust meðal annars að Róberti. „Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem maður er ekki vanur,“ segir hann þó. Mikið hefur verið fjallað um meintar njósnir fyrirtækisins PPP í tengslum við hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor, sem Róbert tók meðal annars þátt í. Þeir hafa um árabil eldað grátt silfur saman eftir að slitnaði upp úr nánu samstarfi þeirra hjá Actavis. Ítarlega var fjallað um átök þeirra hér. Njósnamálið hefur undið upp á sig Málið hefur dregið dilk á eftir sér og inn í það hefur fléttast umfangsmikill leki á gögnum frá Sérstökum saksóknara, sem er nú til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi eftir að upphafleg rannsókn var felld niður af Ríkissaksóknara á sínum tíma. Vísir birti í morgun yfirgripsmikla fréttaskýringu, þar sem tilraun var gerð til að skýra flókið mál sem teygir sig yfir sautján ár og sér ekki fyrir endann á. Stóra málið í dag er að upptökum af samtölum fólks sem fengust með hlerunum fyrir hálfum öðrum áratug var ekki eytt. Samtöl sem vörðuðu sakamál sem heyra sögunni til og líka samtöl fólks um alls ótengd efni. Umfjöllun um PPP hófst þó sem áður segir vegna meintra njósna um Róbert Wessman og aðra sem tóku þátt í hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor. Skráði félagið á þriðja markaðinn Róbert stóð í stórræðum í morgun þegar Alvotech, félag sem hann stofnaði og stýrir, var tekið til viðskipta í kauphöllinni í Svíþjóð. Alvotech er þegar skráð á markað hér á landi og í Bandaríkjunum. Viðtal við Róbert bauðst í tilefni af skráningunni og ómögulegt var að sleppa honum án þess að spyrja út í njósnamálið. „Ég svona almennt séð er ekkert að tjá mig um þetta en auðvitað eru þetta vinnubrögð sem maður er ekki vanur. Ég kaus bara að vera ekki að tjá mig um þetta enda mikið að gera á stóru heimili eins og Alvotech og ég eyði orkunni minni þar,“ segir hann. Hvað finnst þér um þetta mál? „Ekkert annað en það. Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem menn eru ekki vanir og það gildir alveg sama um mig og alla hina. Þetta er eitthvað sem er alveg nýtt fyrir okkur öllum held ég.“ Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Lögreglumál Alvotech Tengdar fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. 13. maí 2025 09:56 Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Lögreglustjórinn á suðurlandi segir rannsókn á meintum umfangsmiklum gagnastuldi úr kerfum sérstaks saksóknara hefjast á byrjunarreit. Gögn muni berast eftir helgi og þá geti rannsókn hafist af alvöru. 10. maí 2025 11:42 Þungt hugsi og í áfalli Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir áfall að trúnaðargögnum hafi verið stolið á sínum tíma af embætti sérstaks saksóknara. Grunsemdir embættisins frá árinu 2012 hafi hins vegar reynst réttar. 8. maí 2025 14:36 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um meintar njósnir fyrirtækisins PPP í tengslum við hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor, sem Róbert tók meðal annars þátt í. Þeir hafa um árabil eldað grátt silfur saman eftir að slitnaði upp úr nánu samstarfi þeirra hjá Actavis. Ítarlega var fjallað um átök þeirra hér. Njósnamálið hefur undið upp á sig Málið hefur dregið dilk á eftir sér og inn í það hefur fléttast umfangsmikill leki á gögnum frá Sérstökum saksóknara, sem er nú til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi eftir að upphafleg rannsókn var felld niður af Ríkissaksóknara á sínum tíma. Vísir birti í morgun yfirgripsmikla fréttaskýringu, þar sem tilraun var gerð til að skýra flókið mál sem teygir sig yfir sautján ár og sér ekki fyrir endann á. Stóra málið í dag er að upptökum af samtölum fólks sem fengust með hlerunum fyrir hálfum öðrum áratug var ekki eytt. Samtöl sem vörðuðu sakamál sem heyra sögunni til og líka samtöl fólks um alls ótengd efni. Umfjöllun um PPP hófst þó sem áður segir vegna meintra njósna um Róbert Wessman og aðra sem tóku þátt í hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor. Skráði félagið á þriðja markaðinn Róbert stóð í stórræðum í morgun þegar Alvotech, félag sem hann stofnaði og stýrir, var tekið til viðskipta í kauphöllinni í Svíþjóð. Alvotech er þegar skráð á markað hér á landi og í Bandaríkjunum. Viðtal við Róbert bauðst í tilefni af skráningunni og ómögulegt var að sleppa honum án þess að spyrja út í njósnamálið. „Ég svona almennt séð er ekkert að tjá mig um þetta en auðvitað eru þetta vinnubrögð sem maður er ekki vanur. Ég kaus bara að vera ekki að tjá mig um þetta enda mikið að gera á stóru heimili eins og Alvotech og ég eyði orkunni minni þar,“ segir hann. Hvað finnst þér um þetta mál? „Ekkert annað en það. Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem menn eru ekki vanir og það gildir alveg sama um mig og alla hina. Þetta er eitthvað sem er alveg nýtt fyrir okkur öllum held ég.“
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Lögreglumál Alvotech Tengdar fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. 13. maí 2025 09:56 Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Lögreglustjórinn á suðurlandi segir rannsókn á meintum umfangsmiklum gagnastuldi úr kerfum sérstaks saksóknara hefjast á byrjunarreit. Gögn muni berast eftir helgi og þá geti rannsókn hafist af alvöru. 10. maí 2025 11:42 Þungt hugsi og í áfalli Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir áfall að trúnaðargögnum hafi verið stolið á sínum tíma af embætti sérstaks saksóknara. Grunsemdir embættisins frá árinu 2012 hafi hins vegar reynst réttar. 8. maí 2025 14:36 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. 13. maí 2025 09:56
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Lögreglustjórinn á suðurlandi segir rannsókn á meintum umfangsmiklum gagnastuldi úr kerfum sérstaks saksóknara hefjast á byrjunarreit. Gögn muni berast eftir helgi og þá geti rannsókn hafist af alvöru. 10. maí 2025 11:42
Þungt hugsi og í áfalli Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir áfall að trúnaðargögnum hafi verið stolið á sínum tíma af embætti sérstaks saksóknara. Grunsemdir embættisins frá árinu 2012 hafi hins vegar reynst réttar. 8. maí 2025 14:36