Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson, Sigurveig H. Sigurðardóttir og Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifa 19. maí 2025 14:30 Aðgerðir til að mæta þjónustuþörfum stækkandi hópi eldra fólks eru í hefðbundu fari - að setja af stað ferli eða lausn sem felast í auknum verkefnum í byggingaiðnaði. Nýjar byggingar leysa bara ekki þjónustuþörf við eldra fólk – það gerir starfsfólkið. Þó markmiðið með byggingu hvers hjúkrunarheimilis kunni að vera göfugt, vekur það samt mikilvægar spurningar: Er þetta fljótvirkasta, raunhæfasta og hagkvæmasta leiðin til að bregðast við öldrun þjóðarinnar? Og grundvallaratriðið -hvernig hyggjast stjórnvöld manna þjónustuna í ljósi viðvarandi skorts á starfsfólki innan heilbrigðis- og félagsþjónustu? Viðvarandi skortur á mannafla Heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög glíma nú þegar við mikinn skort á læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, félagsliðum, félagsráðgjöfum, sálfræðingum og öðru starfsfólki við þjónustu og umönnun. Í samanburði við önnur úrræði eru hjúkrunarheimili mannaflafrekasta og dýrasta úrræðið í þjónustunni við eldra fólk. Þar eins og á sjúkrastofnunum þarf sólarhringsvöktun, umönnun og félagsstarf til að viðhalda lífsgæðum íbúa. Til að gera það þarf að lágmarki einn starfsmann í fullu starfi á hvern íbúa. Því vekur það spurningar þegar fjölga á hjúkrunarrýmum án þess að kynnt sé nokkuð skýr sýn um hvaðan starfsfólkið á að koma – og með hvaða hætti eig að tryggja gæði í þjónustu fyrir íbúana og ekki síður ættingja þeirra. Heimaþjónusta og dagdvöl: Skynsamari nýting fjár og mannafla Rannsóknir og reynsla sýna að heimaþjónusta og dagdvöl geta sinnt mun stærri hópi fólks með minni tilkostnaði og mannafla en hjúkrunarheimili. Þar að auki getur samþætt og öflug þjónusta heima ásamt dagdvöl dregið töluvert úr þörf fyrir dvöl á hjúkrunarheimili og líka stytt þann tíma sem íbúar dvelja þar. Kostnaður á hvern íbúa á hjúkrunarheimili getur verið margfaldur samanborið við þjónustu sem veitt er á heimili fólks enda getur einn starfsmaður í heimaþjónustu yfirleitt sinnt mörgum einstaklingum yfir daginn. Þetta gerir það að verkum að ef fjármunir og mannafli eru af skornum skammti – sem við flest erum meðvituð um – getur samfélagið veitt þjónustu til töluvert fleiri einstaklinga með því að efla heimaþjónustu, endurhæfingu og dagdvalir, í stað þess að beina langmestum hluta af fjármagninu í ný- eða endurbyggingar og þar með dýrari og mannaflafrekar stofnanir. Fjármagn og kostnaður Byggingakostnaður á hvert hjúkrunarrými er á milli 50-60 milljónir króna og greiðsla fyrir dvöl í hjúkrunarrými er lauslega reiknuð um 1,5 milljón á mánuði án rekstrarkostnaðar við húsnæði eða leigu þess. Á ári þýðir þetta að dvölin kostar um 18 milljónir kr. fyrir hvern íbúa og ef bætt er við greiðslum vegna afborgana lána eða leigu húsnæðis bætast við kr. 4,5.milljónir á hvert rými. Alls kostar því a.m.k. um kr. 22,5 milljónir á ári að reka eitt hjúkrunarpláss. Dvalartími íbúa er mjög breytilegur en er að meðaltali um 1-2 ár. Því má ætla að kostnaður við hvern íbúa á hjúkrunarheimili sé um 40-45 milljónir kr.. Fyrir útgjöld vegna eins íbúar, væri hægt að ráða tvo til þrjá starfsmenn í nánast fullt starfi í tvö ár í heimaþjónustu við að sinna margfalt fleiri þjónustuþurfandi einstaklingum og fjölskyldum og sú þjónusta gæti hafist strax í dag – það er að segja ef starfsfólkið er til. Ný hugsun um þjónustu við eldra fólk Við Íslendingar höfum um alllangt skeið átt Norðurlandamet í fjölda hjúkrunarplássa miðað við fjölda 80 ára og eldri. Við eigum líka met í því að vera lægst í að leggja fé til heimaþjónustu og stuðningsúrræða fyrir eldra fólk. Það er kominn tími á endurmat í forgangsröðun og stórefla þjónustumódel sem byggir á þeirri forsendu að hjúkrunarheimili séu ekki eina svarið – heldur öflug heimaþjónusta hvar sem þú býrð. Margir eldri borgarar vilja helst búa sem lengst heima og með réttri þjónustu og stuðningi er það raunhæfur kostur fyrir marga. Til að þetta gerist þarf að stórefla sveigjanlega þjónustu, fjárfesta í heimaþjónustu og dagdvölum, heimaendurhæfingu og markvissu samstarfi þjónustuaðila og fjölskyldunnar og samhliða nýta tækni og lausnir sem styðja sjálfstæði og sjálfsbjargargetu eldra fólks og ættingja þeirra. Spurningin snýst um heildarsýn í þjónustu – ekki steinsteypu. Áform um ný hjúkrunarrými þurfa að vera hluti af heildstæðri stefnu þar sem bæði er tekið tillit til mannafla og kostnaðar. Það er hvorki skynsamlegt né framkvæmanlegt að steypuvæða sig út úr öldrun þjóðarinnar, eingöngu með fleiri hjúkrunarrýmum. Með því að efla stuðning og þjónustu við þá sem búa heima má bæði mæta þjónustuþörf fleiri einstaklinga, draga úr þörf fyrir hjúkrunarrými og nýta takmarkaðan mannafla með skilvirkari hætti – til hagsbóta fyrir eldra fólk, ættingja þeirra og samfélagið allt. Halldór S. Guðmundsson, félagsráðgjafi og dósent við Félagsráðgjafardeild HíSigurveig H. Sigurðardóttir, prófessor emerita í félagsráðgjöfSirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgjafi og doktorsnemi við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Aðgerðir til að mæta þjónustuþörfum stækkandi hópi eldra fólks eru í hefðbundu fari - að setja af stað ferli eða lausn sem felast í auknum verkefnum í byggingaiðnaði. Nýjar byggingar leysa bara ekki þjónustuþörf við eldra fólk – það gerir starfsfólkið. Þó markmiðið með byggingu hvers hjúkrunarheimilis kunni að vera göfugt, vekur það samt mikilvægar spurningar: Er þetta fljótvirkasta, raunhæfasta og hagkvæmasta leiðin til að bregðast við öldrun þjóðarinnar? Og grundvallaratriðið -hvernig hyggjast stjórnvöld manna þjónustuna í ljósi viðvarandi skorts á starfsfólki innan heilbrigðis- og félagsþjónustu? Viðvarandi skortur á mannafla Heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög glíma nú þegar við mikinn skort á læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, félagsliðum, félagsráðgjöfum, sálfræðingum og öðru starfsfólki við þjónustu og umönnun. Í samanburði við önnur úrræði eru hjúkrunarheimili mannaflafrekasta og dýrasta úrræðið í þjónustunni við eldra fólk. Þar eins og á sjúkrastofnunum þarf sólarhringsvöktun, umönnun og félagsstarf til að viðhalda lífsgæðum íbúa. Til að gera það þarf að lágmarki einn starfsmann í fullu starfi á hvern íbúa. Því vekur það spurningar þegar fjölga á hjúkrunarrýmum án þess að kynnt sé nokkuð skýr sýn um hvaðan starfsfólkið á að koma – og með hvaða hætti eig að tryggja gæði í þjónustu fyrir íbúana og ekki síður ættingja þeirra. Heimaþjónusta og dagdvöl: Skynsamari nýting fjár og mannafla Rannsóknir og reynsla sýna að heimaþjónusta og dagdvöl geta sinnt mun stærri hópi fólks með minni tilkostnaði og mannafla en hjúkrunarheimili. Þar að auki getur samþætt og öflug þjónusta heima ásamt dagdvöl dregið töluvert úr þörf fyrir dvöl á hjúkrunarheimili og líka stytt þann tíma sem íbúar dvelja þar. Kostnaður á hvern íbúa á hjúkrunarheimili getur verið margfaldur samanborið við þjónustu sem veitt er á heimili fólks enda getur einn starfsmaður í heimaþjónustu yfirleitt sinnt mörgum einstaklingum yfir daginn. Þetta gerir það að verkum að ef fjármunir og mannafli eru af skornum skammti – sem við flest erum meðvituð um – getur samfélagið veitt þjónustu til töluvert fleiri einstaklinga með því að efla heimaþjónustu, endurhæfingu og dagdvalir, í stað þess að beina langmestum hluta af fjármagninu í ný- eða endurbyggingar og þar með dýrari og mannaflafrekar stofnanir. Fjármagn og kostnaður Byggingakostnaður á hvert hjúkrunarrými er á milli 50-60 milljónir króna og greiðsla fyrir dvöl í hjúkrunarrými er lauslega reiknuð um 1,5 milljón á mánuði án rekstrarkostnaðar við húsnæði eða leigu þess. Á ári þýðir þetta að dvölin kostar um 18 milljónir kr. fyrir hvern íbúa og ef bætt er við greiðslum vegna afborgana lána eða leigu húsnæðis bætast við kr. 4,5.milljónir á hvert rými. Alls kostar því a.m.k. um kr. 22,5 milljónir á ári að reka eitt hjúkrunarpláss. Dvalartími íbúa er mjög breytilegur en er að meðaltali um 1-2 ár. Því má ætla að kostnaður við hvern íbúa á hjúkrunarheimili sé um 40-45 milljónir kr.. Fyrir útgjöld vegna eins íbúar, væri hægt að ráða tvo til þrjá starfsmenn í nánast fullt starfi í tvö ár í heimaþjónustu við að sinna margfalt fleiri þjónustuþurfandi einstaklingum og fjölskyldum og sú þjónusta gæti hafist strax í dag – það er að segja ef starfsfólkið er til. Ný hugsun um þjónustu við eldra fólk Við Íslendingar höfum um alllangt skeið átt Norðurlandamet í fjölda hjúkrunarplássa miðað við fjölda 80 ára og eldri. Við eigum líka met í því að vera lægst í að leggja fé til heimaþjónustu og stuðningsúrræða fyrir eldra fólk. Það er kominn tími á endurmat í forgangsröðun og stórefla þjónustumódel sem byggir á þeirri forsendu að hjúkrunarheimili séu ekki eina svarið – heldur öflug heimaþjónusta hvar sem þú býrð. Margir eldri borgarar vilja helst búa sem lengst heima og með réttri þjónustu og stuðningi er það raunhæfur kostur fyrir marga. Til að þetta gerist þarf að stórefla sveigjanlega þjónustu, fjárfesta í heimaþjónustu og dagdvölum, heimaendurhæfingu og markvissu samstarfi þjónustuaðila og fjölskyldunnar og samhliða nýta tækni og lausnir sem styðja sjálfstæði og sjálfsbjargargetu eldra fólks og ættingja þeirra. Spurningin snýst um heildarsýn í þjónustu – ekki steinsteypu. Áform um ný hjúkrunarrými þurfa að vera hluti af heildstæðri stefnu þar sem bæði er tekið tillit til mannafla og kostnaðar. Það er hvorki skynsamlegt né framkvæmanlegt að steypuvæða sig út úr öldrun þjóðarinnar, eingöngu með fleiri hjúkrunarrýmum. Með því að efla stuðning og þjónustu við þá sem búa heima má bæði mæta þjónustuþörf fleiri einstaklinga, draga úr þörf fyrir hjúkrunarrými og nýta takmarkaðan mannafla með skilvirkari hætti – til hagsbóta fyrir eldra fólk, ættingja þeirra og samfélagið allt. Halldór S. Guðmundsson, félagsráðgjafi og dósent við Félagsráðgjafardeild HíSigurveig H. Sigurðardóttir, prófessor emerita í félagsráðgjöfSirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgjafi og doktorsnemi við HÍ.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun