Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2025 15:12 Frá mótmælum gegn innrás Rússa í Úkraínu sem Amnesty International skipulagði í Lissabon í Portúgal á upphafsdögum stríðsins. Rússar segja samtökin „höfuðstöðvar rússafóbíu“. Vísir/EPA Ríkissaksóknari Rússlands tilkynnti í dag að hann hefði bannað starfsemi alþjóðlegu mannréttindasamtakanna Amnesty International í landinu. Samtökin væru óæskileg og styddu Úkraínumenn í stríðinu við Rússa. Í yfirlýsingu sinni sakaði saksóknarinn Amnesty um að gera allt sem samtökin gætu til þess að stigmagna hernaðarátök í heimshlutanum og að réttlæta „glæpi úkraínskra nýnasista“ auk þess að hvetja til efnahagslegrar einangrunar Rússlands. Stríðsáróður rússneskra stjórnvalda gengur út á að þau berjist gegn „nasistum“ í Úkraínu. Amnesty hafa skjalfest stríðsglæpi Rússa í innrás þeirra í Úkraínu allt frá upphafi hennar árið 2022. Samtökin hafa jafnframt krafist þess að þeir seku verði dregnir til ábyrgðar. Þau hafa þó einnig deilt á Úkraínu þegar tilefni hefur verið til. Í umdeildri skýrslu sem kom út árið 2022 sögðu samtökin að úkraínski herinn hefði brotið alþjóðalög og stefnt óbreyttum borgurum í hættu með aðferðum sínum í stríðinu. Framkvæmdastjóri samtakanna í Úkraínu hætti í kjölfar þess og Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, gagnrýndi niðurstöðurnar sem Amnesty stóð engu að síður við, að sögn evrópska blaðsins Politico. Bannið þýðir að allt að fimm ára fangelsisvist liggur við því fyrir rússneska borgara að vinna með eða fjármagna samtök sem sæta slíku banni. Rússnesk stjórnvöld hafa skilgreint fjölda frjálsra félagasamtaka og fjölmiðla sem ýmist öfgasamtök eða útsendara erlendra ríkja til þess að bæla niður allar gagnrýnisraddir heima fyrir, sérstaklega á síðustu árum. Á meðal annarra alþjóðlegra samtaka sem eru bönnuð í Rússlandi eru umhverfisverndunarsamtökin Grænfriðungar, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Rússland Mannréttindi Félagasamtök Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Sjá meira
Í yfirlýsingu sinni sakaði saksóknarinn Amnesty um að gera allt sem samtökin gætu til þess að stigmagna hernaðarátök í heimshlutanum og að réttlæta „glæpi úkraínskra nýnasista“ auk þess að hvetja til efnahagslegrar einangrunar Rússlands. Stríðsáróður rússneskra stjórnvalda gengur út á að þau berjist gegn „nasistum“ í Úkraínu. Amnesty hafa skjalfest stríðsglæpi Rússa í innrás þeirra í Úkraínu allt frá upphafi hennar árið 2022. Samtökin hafa jafnframt krafist þess að þeir seku verði dregnir til ábyrgðar. Þau hafa þó einnig deilt á Úkraínu þegar tilefni hefur verið til. Í umdeildri skýrslu sem kom út árið 2022 sögðu samtökin að úkraínski herinn hefði brotið alþjóðalög og stefnt óbreyttum borgurum í hættu með aðferðum sínum í stríðinu. Framkvæmdastjóri samtakanna í Úkraínu hætti í kjölfar þess og Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, gagnrýndi niðurstöðurnar sem Amnesty stóð engu að síður við, að sögn evrópska blaðsins Politico. Bannið þýðir að allt að fimm ára fangelsisvist liggur við því fyrir rússneska borgara að vinna með eða fjármagna samtök sem sæta slíku banni. Rússnesk stjórnvöld hafa skilgreint fjölda frjálsra félagasamtaka og fjölmiðla sem ýmist öfgasamtök eða útsendara erlendra ríkja til þess að bæla niður allar gagnrýnisraddir heima fyrir, sérstaklega á síðustu árum. Á meðal annarra alþjóðlegra samtaka sem eru bönnuð í Rússlandi eru umhverfisverndunarsamtökin Grænfriðungar, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar.
Rússland Mannréttindi Félagasamtök Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“