„Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 19. maí 2025 21:54 Andri Rafn Yeoman Paweł/Vísir Breiðablik vann góðan 2-1 sigur á Val í kvöld þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í lokaleik sjöundu umferð Bestu deild karla. „Þetta var ansi sætur sigur“ sagði Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks í samtali við Gunnlaug Jónsson eftir sigurinn í kvöld. „Hörku skemmtilegur og flottur leikur. Geggjað að ná þremur stigum og ég er bara hæst ánægður með þetta“ Leikurinn var kaflaskiptur þar sem liðin skiptust á að vera með yfirhöndina. „Valur er náttúrulega með hörku lið og kannski á vissum köflum í leiknum þá fannst mér þeir einmitt vera kannski fyrr til á seinni boltana og þá eru þeir með stórhættulega leikmenn, sérstaklega þegar þeir eru komnir á síðasta þriðjung sem geta búið til eitthvað og þeir fengu vissulega færi“ „Að sama skapi þá fannst mér við á stórum köflum hafa ágætis tök í þessu. Sérstaklega þegar við náum að halda vel í boltann og halda þeim neðar á vellinum og halda þeim svolítið þar. Þá fannst mér við komast í margar góðar stöður“ „Maður er náttúrulega gráðugur, sérstaklega þegar maður er aftarlega á vellinum. Maður vill miklu meira fram á við að menn séu löngu búnir að skora fleiri mörk og gera út um þetta svo þetta sé ekki svona spennandi“ Valsmenn voru svekktir með að stórar ákvarðanir í restina hafi fallið gegn þeim og með Blikum. „Já eflaust. Ég veit ekki um hvað þú ert að tala, ég átta mig ekki á því“ Andri Rafn Yeoman skoraði jöfnunarmark Breiðabliks í kvöld en hann er ekki þekktur fyrir að vera mikið í markaskónnum. „Það er ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili. Það er alltaf gaman“ Breiðablik eru eftir umferðina einir á toppi deildarinnar með sextán stig en úrslit umferðarinnar féllu þeim í hag. „Þetta er rétt að byrja. Jöfn og skemmtileg deild. Að vera á toppnum eftir sjö umferðir segir ekki alla söguna en auðvitað frábært. Stigasöfnun verið ágæt á þessu tímabili. Kannski kaflaskiptir leikir hjá okkur og allskonar sigrar og stig sem við erum að ná í þannig ég held að það sé gott að einmitt byggja á þessu. Við eigum samt ennþá töluvert inni varðandi frammistöður“ Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
„Þetta var ansi sætur sigur“ sagði Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks í samtali við Gunnlaug Jónsson eftir sigurinn í kvöld. „Hörku skemmtilegur og flottur leikur. Geggjað að ná þremur stigum og ég er bara hæst ánægður með þetta“ Leikurinn var kaflaskiptur þar sem liðin skiptust á að vera með yfirhöndina. „Valur er náttúrulega með hörku lið og kannski á vissum köflum í leiknum þá fannst mér þeir einmitt vera kannski fyrr til á seinni boltana og þá eru þeir með stórhættulega leikmenn, sérstaklega þegar þeir eru komnir á síðasta þriðjung sem geta búið til eitthvað og þeir fengu vissulega færi“ „Að sama skapi þá fannst mér við á stórum köflum hafa ágætis tök í þessu. Sérstaklega þegar við náum að halda vel í boltann og halda þeim neðar á vellinum og halda þeim svolítið þar. Þá fannst mér við komast í margar góðar stöður“ „Maður er náttúrulega gráðugur, sérstaklega þegar maður er aftarlega á vellinum. Maður vill miklu meira fram á við að menn séu löngu búnir að skora fleiri mörk og gera út um þetta svo þetta sé ekki svona spennandi“ Valsmenn voru svekktir með að stórar ákvarðanir í restina hafi fallið gegn þeim og með Blikum. „Já eflaust. Ég veit ekki um hvað þú ert að tala, ég átta mig ekki á því“ Andri Rafn Yeoman skoraði jöfnunarmark Breiðabliks í kvöld en hann er ekki þekktur fyrir að vera mikið í markaskónnum. „Það er ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili. Það er alltaf gaman“ Breiðablik eru eftir umferðina einir á toppi deildarinnar með sextán stig en úrslit umferðarinnar féllu þeim í hag. „Þetta er rétt að byrja. Jöfn og skemmtileg deild. Að vera á toppnum eftir sjö umferðir segir ekki alla söguna en auðvitað frábært. Stigasöfnun verið ágæt á þessu tímabili. Kannski kaflaskiptir leikir hjá okkur og allskonar sigrar og stig sem við erum að ná í þannig ég held að það sé gott að einmitt byggja á þessu. Við eigum samt ennþá töluvert inni varðandi frammistöður“
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum