Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2025 07:01 Kolefnissöfnunareining í Mammoth-stöð Climeworks á Hellisheiði. Byrjað var að taka hana í notkun í fyrra en aðeins er búið að setja upp tólf af 72 einingum til þessa. Fyrirtækið segir að tæknileg vandamál hafi tafið framkvæmdirnar. Mammoth á að hámarki að geta fangað 36.000 tonn koltvísýrings á ári. Vísir/Getty Sérfræðingar í kolefnisbindingu segja nýlega umfjöllun Heimildarinnar um kolefnisföngunarfyrirtækið Climeworks ekki gefa sanngjarna mynd af starfsemi þess. Ekki sé rétt að stilla því þannig upp að fyrirtækið losi meira en það bindi. Heimildin, sem hefur verið afar gagnrýnin á kolefnisbindingarverkefni á Íslandi, sló því upp fyrr í mánuðinum að Climeworks losaði meira af gróðurhúsalofttegundum en föngunarstöðvar þess á Hellisheiði næðu að binda. Bindingin væri einnig mun minni en fyrirtækið hefði „lofað“. Þannig hefði Orca, minni stöðin á Hellisheiði, mest náð um fjórðungi af uppgefnum hámarksafköstum frá því að hún var tekin í notkun fyrir fjórum árum. Climeworks er svissneskt nýsköpunarfyrirtæki sem var stofnað fyrir sextán árum til þess að fanga kolefni beint úr lofti. Fyrirtækið fór í samstarf við Orkuveituna á Hellisheiði og reisti þar Orca-föngunarstöðina árið 2021. Hún var þá stærsta kolefnisföngunar- og förgunarstöð í heimi. Carbfix tekur við kolefninu sem Climeworks fangar og fargar varanlega í jörð. Unnið er að því að reisa afkastameiri Mammoth-stöðina þar en tafir hafa orðið á framkvæmdunum við hana vegna tæknilegra vandamála, að sögn fyrirtækisins. Fyrirtækið selur vottaðar kolefnisbindingareiningar til einstaklinga og fyrirtækja. Í umfjöllun Heimldarinnar var gagnrýnt að fram að þessu hefði Climeworks náð nettóbindingu sem væri aðeins hluti af uppgefinni hámarksafkastagetu föngunarstöðvanna. Tveir erlendir sérfræðingar sem Vísir ræddi við telja þó að framsetning Heimildarinnar gefi ekki sanngjarna mynd af starfsemi Climeworks, sérstaklega hvað varðar að fyrirtækið losi meira kolefni en það bindur. Það kann að vera að það séu réttmætar ástæður til þess að gagnrýna afköst stöðva Climeworks samanborið við það sem þau lofuðu en að stilla því þannig upp að verkefnin losi meira en þau fjarlægja er ekki rétt. Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður við Berkeley Earth. Vanalega þegar kolefnisföngun eins og sú sem Climeworks stundar er metin er bæði tekið tillit til þeirrar losunar sem verður til við að koma verkefni á koppinn, eins og við smíði tækjabúnaðar, og þeirrar sem kemur frá rekstrinum sjálfum, þar á meðal orkunotkun, flutningi á efni og fleira. Að sögn Zeke Hausfather, rannsóknavísindamanns hjá loftslagsvísindastofnuninni Berkeley Earth, er losunin vegna uppsetningarinnar yfirleitt afskrifuð yfir nokkurra ára tímabil en losun frá rekstri talin upp á móti kolefnisfönguninni árlega. Nettó kolefnisbinding sé svo reiknuð út frá heildarbindingu að frádreginni losun frá rekstri og afskriftum á losun vegna uppsetningar það árið. Climeworks hafi beitt þessari aðferð sem sé almennt viðurkennd innan vísindasamfélagsins. Heimildin virðist hins vegar blanda saman árlegri losun dótturfélags Climeworks á Íslandi við losun sem tengist byggingu Mammoth-stöðvarinnar sem er enn ekki komin í gagnið og losun vegna ferðalaga starfsmanna og fleira slíks. Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður hjá bandarísku samtökunum Berkeley Earth. Hann sérhæfir sig meðal annars í að rannsaka mótvægisaðgerðir gegn losun gróðurhúsalofttegunda.Berkeley Earth „Þetta er ekki viðtekin aðferð vegna þess að það að telja losun við framkvæmdir við Mammoth á móti bindingu frá Orca er eins og að telja losun við að byggja nýtt sólarorkuver á móti þeirri losun sem sparast af minna sólarorkuveri sem er þegar í rekstri,“ segir Hausfather í tölvupóstsvari til Vísis. Svipuð saga með sólarsellur Í svipaðan streng tekur Cyril Brunner, loftslagsvísindamaður við ETH Zürich í Sviss sem sérhæfir sig í kolefnisföngun. Fyrirtæki eins og Climeworks séu enn á byrjunarstigum starfsemi sinnar þar sem enn er unnið að því að skala hana upp og prófa tæknina. Því segir hann eðlilegt að slík fyrirtæki losi meira en þau bindi til að byrja með. Þannig vinni margir starfsmenn Climeworks núna að undirbúningi og byggingu nýrra stöðva. Líkt og Hausfather líkir Brunner stöðu Climeworks við beislun sólarorku. Sólarsellur hafi verið lengi í þróun og losun af völdum þeirrar þróunar hafi lengi verið meiri en ávinningurinn sem myndaðist síðar. Dr. Cyril Brunner frá umhverfisvísindadeild EHT Zürich-háskólans í Sviss.EHT Zürich „Aðeins vegna þess að við vorum til í að samþykkja það höfum við núna sólarsellur sem við getum komið fyrir á þakinu hjá okkur,“ segir Brunner í tölvupósti til Vísis. Hann bendir einnig á að Climeworks selji aðeins kolefniseiningar fyrir þá nettóbindingu sem næst, eftir að búið er að taka tillit til afskrifta vegna losunar við framkvæmdir, rekstur og aðfangakeðjuna. Tekur tíma að greiða niður „kolefnisskuld“ Hausfather bætir við að það sé ekki óvanalegt að það taki nokkur ár fyrir verkefni sem eiga að draga úr losun að greiða niður þá „kolefnisskuld“ sem verði til í upphafi, hvort sem það sé kolefnisföngunarstöð, bíll eða verksmiðja. „Þetta á við bæði um rafbíla og sólarsellur, til dæmis. Þannig að það virkar svolítil hræsni að gera meiri kröfur til Climeworks en við gerum til sólarorku,“ segir hann. Brunner gerir einnig athugasemd við þá framsetningu Heimildarinnar að talsmenn Climeworks hafi ekki náð þeim afköstum sem fyrirtækið hafi „lofað“ að næðust. Rétt sé þó að fyrirtækið hafi ekki náð að binda eins mikið og það stefndi að í upphafi. „Fyrri framtíðarsýn um að fjarlægja eitt prósent af koltvísýringslosun heimsins fyrir 2025 voru aftur á móti sannarlega útópískari,“ segir hann í grein sem hann skrifaði á Linkedin um umfjöllun Heimldarinnar. Bakslag í Bandaríkjunum ástæða uppsagna Greint var frá uppsögnum meira en tíu prósent starfsfólks Climeworks í síðustu viku. Fyrirtækið vísaði til efnahagslegrar óvissu í kolefnisföngunariðnaðinum í heild sinni. Aðgerðir Bandaríkjastjórnar sem er á móti loftslagsaðgerðum hefðu einnig haft sitt að segja. Tölvuteikning af fyrirhugaðri föngunarstöð Climeworks í Louisiana í Bandaríkjunum. Óvissa er um framtíð verkefnisins vegna stjórnarskipta í Bandaríkjunum í vetur. Ný stjórn repúblikana hefur afturkallað aragrúa styrkja til loftslagsverkefna.Climeworks Brunner segir við Vísi að uppsagnirnar hafi að mjög litlu leyti að gera með minni afköst á Hellisheiði en stefnt var að. Meginástæðan sé óvissan um framtíð næstu stóru kolefnisföngunarstöðvar fyrirtækisins sem var fyrirhuguð í Bandaríkjunum. Henni var heitið opinberu fé með frumvarpi sem Joe Biden, þáverandi forseti, kom í gegnum Bandaríkjaþing. Þeim fjárveitingum hafi nú verið frestað eftir stjórnarskiptin. „Til þess að undirbúa og byggja þessa stöð réði Climeworks marga nýja starfsmenn undafarin þrjú ár,“ segir hann. Raforkuþörfin ýkt Heimildin fjallaði einnig um mikla orkuþörf kolefnisföngunartækni Climeworks. Hún var sett í samhengi við þá orku sem þyrfti til að kolefnisjafna Ísland að fullu á hverju ári. Til þess þyrfti 72 terravött sem Heimildin lýsti sem nærri því „fjórfaldri“ rafmagnsframleiðslu Íslands. Þetta segir Brunner ekki skynsamlegan samanburð. Enginn stefni að því að jafna út alla losun með því að fjarlægja koltvísýring úr lofti. Kolefnisföngun sé erfiðasta og dýrasta loftslagsaðgerðin og þess vegna geri allar skynsamlegar áætlanir ráð fyrir því að menn dragi úr losun um allt að níutíu prósent en reyni að fanga þá losun sem erfitt er að koma í veg fyrir. Föngunarstöð Climeworks fær orku frá Hellisheiðarvirkjun og Carbfix fargar kolefni sem fyrirtækið fangar úr lofti.Vísir/Vilhelm Þá bendir hann á að Heimildin geri ekki greinarmun á raforku- og varmaþörf Climeworks-stöðvanna. Þær noti hins vegar fyrst og fremst varmaorku sem sé hægt að vinna úr jörðu án mikillar raforku á Íslandi. Í Linkedin-grein sinni skrifar Brunner að Climeworks-stöðvarnar á Íslandi þurfi um 4.300 kílóvött af varmaorku og um af 700 kílóvött raforku til þess að binda nettótonn af koltvísýringi úr andrúmslofti. „Að líta á alla varma- og raforkuþörfina sem raforku lætur raforkuþörfina líta mun verr út en hún er í raun,“ segir Brunner. Óumdeilt sé þó að það verði ákaflega orkufrekt að fanga kolefni úr lofti vegna þess hversu gríðarlegt magn af gróðurhúsalofttegundum mannkynið hafi dælt út í andrúmsloft jarðar. Til þess að fjarlægja tíu til fimmtán prósent þess kolefnis gæti það krafist eins til tveggja stafa prósentutölu af heildarraforkuframleiðslu heimsbyggðarinnar. Engin töfralausn en mikilvægt að prófa Stöðvun á losun gróðurhúsalofttegunda er brýnasta loftslagsaðgerðin til þess að koma í veg fyrir enn alvarlegri loftslagsbreytingar á jörðinni. Kolefnisföngun og förgun er engu að síður talin nauðsynleg aðgerð til þess að mannkynið geti náð loftslagsmarkmiðum sínum. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hefur sagt slíkar aðferðir sérstaklega mikilvægar til þess að jafna út losun frá uppsprettum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir hana, til dæmis frá ýmsum iðnaðarferlum þar sem koltvísýringur losnar við efnahvörf. Vegna þess að koltvísýringur safnast fyrir í lofthjúpnum verður kolefnisförgun einnig nauðsynleg til þess að vinda ofan af hlýnun fari hún fram yfir þau mörk sem mannkynið hefur sett sér og virkar óumflýjanleg að gerist miðað við áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda. Svissnesk sendinefnd skoðar loftsugu í Orca-stöð Climeworks á Hellisheiði árið 2023.Vísir/EPA Brunner segir að afar erfitt verði að koma í veg fyrir ýmsa losun, þar á meðal við matvælaframleiðslu, suma iðnaðarframleiðslu og frá úrgangi. Því séu vísindamenn á einu máli um að það sé óhjákvæmilegt að grípa til kolefnisföngunar. „Við erum með val um kolefnisföngunaraðferðir en engin þeirra er hins vegar töfralausn. Fjölbreytni verður líklega lykillinn,“ segir hann. Hausfather skrifaði einnig á samfélagsmiðlinum Bluesky um umfjöllunina um Climeworks að það væri ekki endilega slæm niðurstaða ef það kæmi í ljós að tilteknar aðferðir til kolefnisföngunar úr lofti virkuðu ekki eins vel og vonast var til. „Allur tilgangurinn með því að reyna alls konar hluti í skaðaminnkunarmálum er að sjá hvað virkar og hvað er hægt að skala upp!“ skrifaði hann. Yep, and not saying its the case here but if we discover that some DAC approaches do not work as well as we thought, and that leads us to change our focus, thats not necessarily a bad outcome. The whole point of trying lots of things in the mitigation space is to see what works and can scale!— Zeke Hausfather (@hausfath.bsky.social) May 19, 2025 at 1:00 AM Þurfa að lifa af þar til greiða þarf raunkostnaðinn fyrir að losa Brunner segir kolefnisföngun beint úr lofti og förgun sé ein fimmtán aðferða við að fjarlægja koltvísýring úr andrúmsloftinu. Kosturinn við hana sé að hún krefjist tiltölulega lítils landssvæðis og sérstaklega lítils ræktanlegs lands, og hægt sé að binda kolefnið varanlega. Aðferðin sé aftur á móti hlutfallslega orkufrek en á móti komi að oft séu miklir möguleikar til að framleiða raforku með lítilli losun á óræktarlandi. Tæknin til að fanga kolefni beint úr lofti sé tiltölulega gömul en hún sé frekar ný af nálinu sem loftslagsaðgerð. Rúmlega fimmtíu fyrirtæki vinni með tæknina en Climeworks sé aðeins eitt fjögurra sem hafa náð að selja og afhenda kolefniseiningar til þessa. Orca-stöð Climeworks á Hellisheiði. Hún var tekin í notkun árið 2021. Hámarksafköst hennar eru áætluð um 3.500 tonn koltvísýrings á ári en þau hafa ekki náðst enn sem komið er.Climeworks Climeworks sé jafnframt það fyrirtæki í heiminum sem sé lengst komið á þessu sviði og stöðvar þess á Íslandi séu þær einu sem séu nálægt varanlegri kolefnisförgunarstöð. Á meðan það sé ódýrt eða ókeypis fyrir losendur að menga andrúmsloftið séu viðskiptavinir þessara fyrirtækja eingöngu þeir sem eru tilbúnir að kaupa kolefnisföngun sjálfviljugir. „Þannig að núna er það mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og Climeworks að prófa sig áfram, læra hvað virkar og hvað virkar ekki og finna út hvaða hönnun er best, til dæmis fyrir harðneskjulegar aðstæður á Íslandi, á sama tíma og þau reyna að lifa af þar til samfélagið er tilbúið að borga raunkostnað við að losa koltvísýring,“ segir Brunner. Lýsa kolefnisföngun og förgun sem slíkri sem „svindli“ Heimildin hefur haldið úti harðri gagnrýni á kolefniföngunverkefni á Íslandi undanfarin misseri, þar á meðal á bandaríska nýsköpunarfyrirtækið Running Tide sem vildi binda kolefni með ræktun stórþörunga og Carbfix sem bindur koltvísýring varanlega í jörðu með því að binda hann í steindir. Í nýjustu umfjölluninni um Climeworks var fjallað í löngu máli um að kolefnisföngun og -förgun sem slík sé svindl sem geri ekkert fyrir loftslagið. Tækninni sé bókstaflega ætlað að seinka orkuskiptum og hjálpa jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum. Mannkynið þarf að hætta bruna jarðefnaeldsneyti til að stöðva hnattræna hlýnun. Það dugar þó ekki eitt og sér því erfitt er að koma í veg fyrir losun frá landbúnaði, úrgangi og sumum iðnaði. Fanga þarf kolefni úr lofti og farga til þess að jafna út þá losun og ef ætlunin er að ná hita á jörðinni aftur niður.Vísir/EPA Ekkert kom fram um að vísindamenn telji almennt að kolefnisföngun og -förgun sé nauðsynleg til þess að halda hnattrænni hlýnun í skefjun, samhliða því að bruna jarðefnaeldsneytis verði hætt. Spurður út í þá fullyrðingu að kolefnisföngun og förgun séu svindl sem slík segir Brunner að eðlisfræðin krefjist þess að mannkynið fjarlægi kolefni úr lofti til þess að koma jafnvægi á loftslagið. Það verði ekki auðvelt eða ókeypis en það verði að gerast til þess að stöðva hlýnun. „Ef við viljum koma hitanum á jörðina aftur niður í eitthvað sem við ráðum við í framtíðinni þá er eina leiðin að ná meiri kolefnisföngun en það sem við losum ennþá,“ segir Brunner. Þurftu að leiðrétta umfjöllun um Carbfix Farið var frjáslega með staðreyndir í umfjöllun Heimildarinnar um Carbfix í vetur. Þá sló blaðið því meðal annars upp að á meðal viðskiptavina þess væri Lafarge/Holcim, sementsrisi sem hefði fyrst fyrirtækja verið dæmt sekt um „glæpi gegn mannkyninu“. Fyrirtækið var þó hvorki á meðal viðskiptavina Carbfix né hafði það verið dæmt fyrir glæpi gegn mannkyninu þótt það hefði fallist á að gera sátt í rannsókn bandarískra yfirvalda. Heimildin leiðrétti síðar fullyrðingu sína um dóminn en ekki um að Carbfix hefði gert viljayfirlýsingu við Lafarge/Holcim sem Carbfix hafnaði að hefði verið nokkru sinni gerð. „Þetta er dæmi um ótrúleg tengsl sem eru teiknuð upp í þessari umfjöllun og vekja mikla furðu hjá okkur. Við höfum ekki gert viljayfirlýsingu við þetta félag þannig að það er bara rangt sem er haldið fram á forsíðu blaðsins,“ sagði hún Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix við Vísi í janúar. Málið er enn til rannsóknar í Frakklandi þar sem Lafarge/Holcim er enn ákært fyrir glæpi gegn mannkyninu sem Lafarge á að hafa framið með því að greiða hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams verndargjald til að geta haldið áfram starfsemi í Sýrlandi. Það gerðist áður en Lafarge og Holcim runnu saman í eitt fyrirtæki. Blaðið birti einnig síðar athugasemdir Carbfix við umfjöllunina á vefsíðu sinni, meðal annars fullyrðingar blaðsins um að fyrirtækið hefði „blekkt“ bæjaryfirvöld og íbúa Hafnarfjarðar um umfang fyrirhugaðrar kolefnisförgunarstöðvar þar. Loftslagsmál Tækni Fjölmiðlar Vísindi Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira
Heimildin, sem hefur verið afar gagnrýnin á kolefnisbindingarverkefni á Íslandi, sló því upp fyrr í mánuðinum að Climeworks losaði meira af gróðurhúsalofttegundum en föngunarstöðvar þess á Hellisheiði næðu að binda. Bindingin væri einnig mun minni en fyrirtækið hefði „lofað“. Þannig hefði Orca, minni stöðin á Hellisheiði, mest náð um fjórðungi af uppgefnum hámarksafköstum frá því að hún var tekin í notkun fyrir fjórum árum. Climeworks er svissneskt nýsköpunarfyrirtæki sem var stofnað fyrir sextán árum til þess að fanga kolefni beint úr lofti. Fyrirtækið fór í samstarf við Orkuveituna á Hellisheiði og reisti þar Orca-föngunarstöðina árið 2021. Hún var þá stærsta kolefnisföngunar- og förgunarstöð í heimi. Carbfix tekur við kolefninu sem Climeworks fangar og fargar varanlega í jörð. Unnið er að því að reisa afkastameiri Mammoth-stöðina þar en tafir hafa orðið á framkvæmdunum við hana vegna tæknilegra vandamála, að sögn fyrirtækisins. Fyrirtækið selur vottaðar kolefnisbindingareiningar til einstaklinga og fyrirtækja. Í umfjöllun Heimldarinnar var gagnrýnt að fram að þessu hefði Climeworks náð nettóbindingu sem væri aðeins hluti af uppgefinni hámarksafkastagetu föngunarstöðvanna. Tveir erlendir sérfræðingar sem Vísir ræddi við telja þó að framsetning Heimildarinnar gefi ekki sanngjarna mynd af starfsemi Climeworks, sérstaklega hvað varðar að fyrirtækið losi meira kolefni en það bindur. Það kann að vera að það séu réttmætar ástæður til þess að gagnrýna afköst stöðva Climeworks samanborið við það sem þau lofuðu en að stilla því þannig upp að verkefnin losi meira en þau fjarlægja er ekki rétt. Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður við Berkeley Earth. Vanalega þegar kolefnisföngun eins og sú sem Climeworks stundar er metin er bæði tekið tillit til þeirrar losunar sem verður til við að koma verkefni á koppinn, eins og við smíði tækjabúnaðar, og þeirrar sem kemur frá rekstrinum sjálfum, þar á meðal orkunotkun, flutningi á efni og fleira. Að sögn Zeke Hausfather, rannsóknavísindamanns hjá loftslagsvísindastofnuninni Berkeley Earth, er losunin vegna uppsetningarinnar yfirleitt afskrifuð yfir nokkurra ára tímabil en losun frá rekstri talin upp á móti kolefnisfönguninni árlega. Nettó kolefnisbinding sé svo reiknuð út frá heildarbindingu að frádreginni losun frá rekstri og afskriftum á losun vegna uppsetningar það árið. Climeworks hafi beitt þessari aðferð sem sé almennt viðurkennd innan vísindasamfélagsins. Heimildin virðist hins vegar blanda saman árlegri losun dótturfélags Climeworks á Íslandi við losun sem tengist byggingu Mammoth-stöðvarinnar sem er enn ekki komin í gagnið og losun vegna ferðalaga starfsmanna og fleira slíks. Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður hjá bandarísku samtökunum Berkeley Earth. Hann sérhæfir sig meðal annars í að rannsaka mótvægisaðgerðir gegn losun gróðurhúsalofttegunda.Berkeley Earth „Þetta er ekki viðtekin aðferð vegna þess að það að telja losun við framkvæmdir við Mammoth á móti bindingu frá Orca er eins og að telja losun við að byggja nýtt sólarorkuver á móti þeirri losun sem sparast af minna sólarorkuveri sem er þegar í rekstri,“ segir Hausfather í tölvupóstsvari til Vísis. Svipuð saga með sólarsellur Í svipaðan streng tekur Cyril Brunner, loftslagsvísindamaður við ETH Zürich í Sviss sem sérhæfir sig í kolefnisföngun. Fyrirtæki eins og Climeworks séu enn á byrjunarstigum starfsemi sinnar þar sem enn er unnið að því að skala hana upp og prófa tæknina. Því segir hann eðlilegt að slík fyrirtæki losi meira en þau bindi til að byrja með. Þannig vinni margir starfsmenn Climeworks núna að undirbúningi og byggingu nýrra stöðva. Líkt og Hausfather líkir Brunner stöðu Climeworks við beislun sólarorku. Sólarsellur hafi verið lengi í þróun og losun af völdum þeirrar þróunar hafi lengi verið meiri en ávinningurinn sem myndaðist síðar. Dr. Cyril Brunner frá umhverfisvísindadeild EHT Zürich-háskólans í Sviss.EHT Zürich „Aðeins vegna þess að við vorum til í að samþykkja það höfum við núna sólarsellur sem við getum komið fyrir á þakinu hjá okkur,“ segir Brunner í tölvupósti til Vísis. Hann bendir einnig á að Climeworks selji aðeins kolefniseiningar fyrir þá nettóbindingu sem næst, eftir að búið er að taka tillit til afskrifta vegna losunar við framkvæmdir, rekstur og aðfangakeðjuna. Tekur tíma að greiða niður „kolefnisskuld“ Hausfather bætir við að það sé ekki óvanalegt að það taki nokkur ár fyrir verkefni sem eiga að draga úr losun að greiða niður þá „kolefnisskuld“ sem verði til í upphafi, hvort sem það sé kolefnisföngunarstöð, bíll eða verksmiðja. „Þetta á við bæði um rafbíla og sólarsellur, til dæmis. Þannig að það virkar svolítil hræsni að gera meiri kröfur til Climeworks en við gerum til sólarorku,“ segir hann. Brunner gerir einnig athugasemd við þá framsetningu Heimildarinnar að talsmenn Climeworks hafi ekki náð þeim afköstum sem fyrirtækið hafi „lofað“ að næðust. Rétt sé þó að fyrirtækið hafi ekki náð að binda eins mikið og það stefndi að í upphafi. „Fyrri framtíðarsýn um að fjarlægja eitt prósent af koltvísýringslosun heimsins fyrir 2025 voru aftur á móti sannarlega útópískari,“ segir hann í grein sem hann skrifaði á Linkedin um umfjöllun Heimldarinnar. Bakslag í Bandaríkjunum ástæða uppsagna Greint var frá uppsögnum meira en tíu prósent starfsfólks Climeworks í síðustu viku. Fyrirtækið vísaði til efnahagslegrar óvissu í kolefnisföngunariðnaðinum í heild sinni. Aðgerðir Bandaríkjastjórnar sem er á móti loftslagsaðgerðum hefðu einnig haft sitt að segja. Tölvuteikning af fyrirhugaðri föngunarstöð Climeworks í Louisiana í Bandaríkjunum. Óvissa er um framtíð verkefnisins vegna stjórnarskipta í Bandaríkjunum í vetur. Ný stjórn repúblikana hefur afturkallað aragrúa styrkja til loftslagsverkefna.Climeworks Brunner segir við Vísi að uppsagnirnar hafi að mjög litlu leyti að gera með minni afköst á Hellisheiði en stefnt var að. Meginástæðan sé óvissan um framtíð næstu stóru kolefnisföngunarstöðvar fyrirtækisins sem var fyrirhuguð í Bandaríkjunum. Henni var heitið opinberu fé með frumvarpi sem Joe Biden, þáverandi forseti, kom í gegnum Bandaríkjaþing. Þeim fjárveitingum hafi nú verið frestað eftir stjórnarskiptin. „Til þess að undirbúa og byggja þessa stöð réði Climeworks marga nýja starfsmenn undafarin þrjú ár,“ segir hann. Raforkuþörfin ýkt Heimildin fjallaði einnig um mikla orkuþörf kolefnisföngunartækni Climeworks. Hún var sett í samhengi við þá orku sem þyrfti til að kolefnisjafna Ísland að fullu á hverju ári. Til þess þyrfti 72 terravött sem Heimildin lýsti sem nærri því „fjórfaldri“ rafmagnsframleiðslu Íslands. Þetta segir Brunner ekki skynsamlegan samanburð. Enginn stefni að því að jafna út alla losun með því að fjarlægja koltvísýring úr lofti. Kolefnisföngun sé erfiðasta og dýrasta loftslagsaðgerðin og þess vegna geri allar skynsamlegar áætlanir ráð fyrir því að menn dragi úr losun um allt að níutíu prósent en reyni að fanga þá losun sem erfitt er að koma í veg fyrir. Föngunarstöð Climeworks fær orku frá Hellisheiðarvirkjun og Carbfix fargar kolefni sem fyrirtækið fangar úr lofti.Vísir/Vilhelm Þá bendir hann á að Heimildin geri ekki greinarmun á raforku- og varmaþörf Climeworks-stöðvanna. Þær noti hins vegar fyrst og fremst varmaorku sem sé hægt að vinna úr jörðu án mikillar raforku á Íslandi. Í Linkedin-grein sinni skrifar Brunner að Climeworks-stöðvarnar á Íslandi þurfi um 4.300 kílóvött af varmaorku og um af 700 kílóvött raforku til þess að binda nettótonn af koltvísýringi úr andrúmslofti. „Að líta á alla varma- og raforkuþörfina sem raforku lætur raforkuþörfina líta mun verr út en hún er í raun,“ segir Brunner. Óumdeilt sé þó að það verði ákaflega orkufrekt að fanga kolefni úr lofti vegna þess hversu gríðarlegt magn af gróðurhúsalofttegundum mannkynið hafi dælt út í andrúmsloft jarðar. Til þess að fjarlægja tíu til fimmtán prósent þess kolefnis gæti það krafist eins til tveggja stafa prósentutölu af heildarraforkuframleiðslu heimsbyggðarinnar. Engin töfralausn en mikilvægt að prófa Stöðvun á losun gróðurhúsalofttegunda er brýnasta loftslagsaðgerðin til þess að koma í veg fyrir enn alvarlegri loftslagsbreytingar á jörðinni. Kolefnisföngun og förgun er engu að síður talin nauðsynleg aðgerð til þess að mannkynið geti náð loftslagsmarkmiðum sínum. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hefur sagt slíkar aðferðir sérstaklega mikilvægar til þess að jafna út losun frá uppsprettum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir hana, til dæmis frá ýmsum iðnaðarferlum þar sem koltvísýringur losnar við efnahvörf. Vegna þess að koltvísýringur safnast fyrir í lofthjúpnum verður kolefnisförgun einnig nauðsynleg til þess að vinda ofan af hlýnun fari hún fram yfir þau mörk sem mannkynið hefur sett sér og virkar óumflýjanleg að gerist miðað við áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda. Svissnesk sendinefnd skoðar loftsugu í Orca-stöð Climeworks á Hellisheiði árið 2023.Vísir/EPA Brunner segir að afar erfitt verði að koma í veg fyrir ýmsa losun, þar á meðal við matvælaframleiðslu, suma iðnaðarframleiðslu og frá úrgangi. Því séu vísindamenn á einu máli um að það sé óhjákvæmilegt að grípa til kolefnisföngunar. „Við erum með val um kolefnisföngunaraðferðir en engin þeirra er hins vegar töfralausn. Fjölbreytni verður líklega lykillinn,“ segir hann. Hausfather skrifaði einnig á samfélagsmiðlinum Bluesky um umfjöllunina um Climeworks að það væri ekki endilega slæm niðurstaða ef það kæmi í ljós að tilteknar aðferðir til kolefnisföngunar úr lofti virkuðu ekki eins vel og vonast var til. „Allur tilgangurinn með því að reyna alls konar hluti í skaðaminnkunarmálum er að sjá hvað virkar og hvað er hægt að skala upp!“ skrifaði hann. Yep, and not saying its the case here but if we discover that some DAC approaches do not work as well as we thought, and that leads us to change our focus, thats not necessarily a bad outcome. The whole point of trying lots of things in the mitigation space is to see what works and can scale!— Zeke Hausfather (@hausfath.bsky.social) May 19, 2025 at 1:00 AM Þurfa að lifa af þar til greiða þarf raunkostnaðinn fyrir að losa Brunner segir kolefnisföngun beint úr lofti og förgun sé ein fimmtán aðferða við að fjarlægja koltvísýring úr andrúmsloftinu. Kosturinn við hana sé að hún krefjist tiltölulega lítils landssvæðis og sérstaklega lítils ræktanlegs lands, og hægt sé að binda kolefnið varanlega. Aðferðin sé aftur á móti hlutfallslega orkufrek en á móti komi að oft séu miklir möguleikar til að framleiða raforku með lítilli losun á óræktarlandi. Tæknin til að fanga kolefni beint úr lofti sé tiltölulega gömul en hún sé frekar ný af nálinu sem loftslagsaðgerð. Rúmlega fimmtíu fyrirtæki vinni með tæknina en Climeworks sé aðeins eitt fjögurra sem hafa náð að selja og afhenda kolefniseiningar til þessa. Orca-stöð Climeworks á Hellisheiði. Hún var tekin í notkun árið 2021. Hámarksafköst hennar eru áætluð um 3.500 tonn koltvísýrings á ári en þau hafa ekki náðst enn sem komið er.Climeworks Climeworks sé jafnframt það fyrirtæki í heiminum sem sé lengst komið á þessu sviði og stöðvar þess á Íslandi séu þær einu sem séu nálægt varanlegri kolefnisförgunarstöð. Á meðan það sé ódýrt eða ókeypis fyrir losendur að menga andrúmsloftið séu viðskiptavinir þessara fyrirtækja eingöngu þeir sem eru tilbúnir að kaupa kolefnisföngun sjálfviljugir. „Þannig að núna er það mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og Climeworks að prófa sig áfram, læra hvað virkar og hvað virkar ekki og finna út hvaða hönnun er best, til dæmis fyrir harðneskjulegar aðstæður á Íslandi, á sama tíma og þau reyna að lifa af þar til samfélagið er tilbúið að borga raunkostnað við að losa koltvísýring,“ segir Brunner. Lýsa kolefnisföngun og förgun sem slíkri sem „svindli“ Heimildin hefur haldið úti harðri gagnrýni á kolefniföngunverkefni á Íslandi undanfarin misseri, þar á meðal á bandaríska nýsköpunarfyrirtækið Running Tide sem vildi binda kolefni með ræktun stórþörunga og Carbfix sem bindur koltvísýring varanlega í jörðu með því að binda hann í steindir. Í nýjustu umfjölluninni um Climeworks var fjallað í löngu máli um að kolefnisföngun og -förgun sem slík sé svindl sem geri ekkert fyrir loftslagið. Tækninni sé bókstaflega ætlað að seinka orkuskiptum og hjálpa jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum. Mannkynið þarf að hætta bruna jarðefnaeldsneyti til að stöðva hnattræna hlýnun. Það dugar þó ekki eitt og sér því erfitt er að koma í veg fyrir losun frá landbúnaði, úrgangi og sumum iðnaði. Fanga þarf kolefni úr lofti og farga til þess að jafna út þá losun og ef ætlunin er að ná hita á jörðinni aftur niður.Vísir/EPA Ekkert kom fram um að vísindamenn telji almennt að kolefnisföngun og -förgun sé nauðsynleg til þess að halda hnattrænni hlýnun í skefjun, samhliða því að bruna jarðefnaeldsneytis verði hætt. Spurður út í þá fullyrðingu að kolefnisföngun og förgun séu svindl sem slík segir Brunner að eðlisfræðin krefjist þess að mannkynið fjarlægi kolefni úr lofti til þess að koma jafnvægi á loftslagið. Það verði ekki auðvelt eða ókeypis en það verði að gerast til þess að stöðva hlýnun. „Ef við viljum koma hitanum á jörðina aftur niður í eitthvað sem við ráðum við í framtíðinni þá er eina leiðin að ná meiri kolefnisföngun en það sem við losum ennþá,“ segir Brunner. Þurftu að leiðrétta umfjöllun um Carbfix Farið var frjáslega með staðreyndir í umfjöllun Heimildarinnar um Carbfix í vetur. Þá sló blaðið því meðal annars upp að á meðal viðskiptavina þess væri Lafarge/Holcim, sementsrisi sem hefði fyrst fyrirtækja verið dæmt sekt um „glæpi gegn mannkyninu“. Fyrirtækið var þó hvorki á meðal viðskiptavina Carbfix né hafði það verið dæmt fyrir glæpi gegn mannkyninu þótt það hefði fallist á að gera sátt í rannsókn bandarískra yfirvalda. Heimildin leiðrétti síðar fullyrðingu sína um dóminn en ekki um að Carbfix hefði gert viljayfirlýsingu við Lafarge/Holcim sem Carbfix hafnaði að hefði verið nokkru sinni gerð. „Þetta er dæmi um ótrúleg tengsl sem eru teiknuð upp í þessari umfjöllun og vekja mikla furðu hjá okkur. Við höfum ekki gert viljayfirlýsingu við þetta félag þannig að það er bara rangt sem er haldið fram á forsíðu blaðsins,“ sagði hún Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix við Vísi í janúar. Málið er enn til rannsóknar í Frakklandi þar sem Lafarge/Holcim er enn ákært fyrir glæpi gegn mannkyninu sem Lafarge á að hafa framið með því að greiða hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams verndargjald til að geta haldið áfram starfsemi í Sýrlandi. Það gerðist áður en Lafarge og Holcim runnu saman í eitt fyrirtæki. Blaðið birti einnig síðar athugasemdir Carbfix við umfjöllunina á vefsíðu sinni, meðal annars fullyrðingar blaðsins um að fyrirtækið hefði „blekkt“ bæjaryfirvöld og íbúa Hafnarfjarðar um umfang fyrirhugaðrar kolefnisförgunarstöðvar þar.
Climeworks er svissneskt nýsköpunarfyrirtæki sem var stofnað fyrir sextán árum til þess að fanga kolefni beint úr lofti. Fyrirtækið fór í samstarf við Orkuveituna á Hellisheiði og reisti þar Orca-föngunarstöðina árið 2021. Hún var þá stærsta kolefnisföngunar- og förgunarstöð í heimi. Carbfix tekur við kolefninu sem Climeworks fangar og fargar varanlega í jörð. Unnið er að því að reisa afkastameiri Mammoth-stöðina þar en tafir hafa orðið á framkvæmdunum við hana vegna tæknilegra vandamála, að sögn fyrirtækisins. Fyrirtækið selur vottaðar kolefnisbindingareiningar til einstaklinga og fyrirtækja. Í umfjöllun Heimldarinnar var gagnrýnt að fram að þessu hefði Climeworks náð nettóbindingu sem væri aðeins hluti af uppgefinni hámarksafkastagetu föngunarstöðvanna.
Loftslagsmál Tækni Fjölmiðlar Vísindi Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira