Bæði Rósa og Hersir eru 31 árs, og þetta verður þeirra fyrsta barn.
Fjölskylda og vinkonur Rósu komu henni skemmtilega á óvart liðna helgi með babyshower-veislu þar sem blái liturinn var áberandi í skreytingum.
Rósa deildi myndum úr veislunni á samfélagsmiðlum og skrifaði: „Hamingjusamasta bumbukona landsins eftir drauma babyshower. Við Hersir og litli kallinn erum ekkert eðlilega heppin með allt þetta dásamlega fólk í kringum okkur.“
Hersir greindi fyrst frá óléttunni um áramótin með skemmtilegri myndaröð á Instagram frá Tansaníu, þar sem parið dvaldi yfir hátíðirnar.
Á einni myndinni mátti sjá stork og skrifaði Hersir við færsluna: „Sáum storkinn í dag, sem er viðeigandi þar sem hann kemur til okkar í byrjun júlí. Ógleymanleg jól og áramót í frábærum hóp í Tansaníu.“