„Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Jakob Bjarnar skrifar 20. maí 2025 11:01 Gagnrýni Jónasar Sen á Carmina Burana hefur valdið verulegum usla í tónlistarlífi landsmanna. vísir Jónas Sen tónlistarmaður og tónlistargagnrýnandi, segist sannarlega ekki hafa viljað gera lítið úr kórastarfi né íslenskri kóramenningu. Hann hafi viljað bregða upp kaldhæðnu en kærleiksríku auga. „Já, mig langar að bregðast við viðbrögðum sem hafa komið vegna greinar minnar um Carmina Burana og íslenska kórmenningu. Ég veit að margt kórfólk leggur ómetanlega vinnu í starf sitt, oft án fjárhagslegrar umbunar og með mikilli elju og ábyrgðartilfinningu,“ segir Jónas í samtali við blaðamann Vísis um þau miklu viðbrögð sem gagnrýni hans á Carmina Burana hefur fengið. Óhætt er að segja að margir hafi brugðist ókvæða við og sagt Jónas vera að ráðast á allt sem heilagt er - kórastarfið. Menningarritstjórn Vísis þurfi að hugsa sinn gang Eins og áður sagði hefur Guðmundur Andri Thorsson ritað pistil um gagnrýnina og hefur hún hlotið gríðarlega útbreiðslu. Þar í athugasemd ritar Hrólfur Sæmundsson, sem söng einmitt í téðri uppfærslu að svona lagað hefði „hreinlega aldrei fengið að birtast á prenti hér í Þýskalandi.“ Hrólfur segir vanþekkingu Jónasar skína í gegn. „Hann gagnrýnir umdirritaðan fyrir að hafa sungið með nótum. En það er alltaf gert í óratóríum og konsertrepertoire. Svo það að gagnrýna klæðaburð flytjenda… þetta gerir enginn lengur, það þykir bæði siðlaust og gamaldags. Gjarnan er bryddað upp á óvenjulegum konsertklæðnaði nú á dögum,“ segir Hrólfur og telur að þarna sé ritað af rætni. „Menningarritstjórn Vísis þarf nú alvarlega að hugsa sinn gang.“ Hrólfur Sæmundsson söngvari segir að menningarritstjórn Vísis þurfi nú alvarlega að hugsa sinn gang.vísir/kristinn svanur jónsson Jónas segir hér gæta einhverskonar misskilings. „Ég ætlaði ekki að gera lítið úr þeirri helgun, heldur leyfa mér að skoða ákveðna menningarlega stemningu – með kaldhæðnu en kærleiksríku auga,“ segir Jónas. Ekki ætlunin að særa nokkurn mann Hann segist jafnframt hafa á því skilning að sumum sárni. „Ég skil að sumum hefur þótt þetta sárt, og það var ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni – eins og gagnrýni á að gera.“ Og óhætt er að segja að það hafi Jónasi tekist, svo um munar, en það hefur verið saga gagnrýni á hinu meðvirka Íslandi; að gagnrýnendur eru lamdir miskunnarlaust niður. Sagan sýnir það svo um munar. Jónas vonar að þetta verði til þess að fólk geti talað saman. „Já, ég vona að þetta verði til þess að við getum talað opinskátt – bæði um það sem við gerum vel og það sem mætti bæta. Því í hjarta kórsöngsins býr alltaf sameiginleg ástríða fyrir tónlist.“ Tónlist Kórar Tónleikar á Íslandi Menning Fjölmiðlar Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
„Já, mig langar að bregðast við viðbrögðum sem hafa komið vegna greinar minnar um Carmina Burana og íslenska kórmenningu. Ég veit að margt kórfólk leggur ómetanlega vinnu í starf sitt, oft án fjárhagslegrar umbunar og með mikilli elju og ábyrgðartilfinningu,“ segir Jónas í samtali við blaðamann Vísis um þau miklu viðbrögð sem gagnrýni hans á Carmina Burana hefur fengið. Óhætt er að segja að margir hafi brugðist ókvæða við og sagt Jónas vera að ráðast á allt sem heilagt er - kórastarfið. Menningarritstjórn Vísis þurfi að hugsa sinn gang Eins og áður sagði hefur Guðmundur Andri Thorsson ritað pistil um gagnrýnina og hefur hún hlotið gríðarlega útbreiðslu. Þar í athugasemd ritar Hrólfur Sæmundsson, sem söng einmitt í téðri uppfærslu að svona lagað hefði „hreinlega aldrei fengið að birtast á prenti hér í Þýskalandi.“ Hrólfur segir vanþekkingu Jónasar skína í gegn. „Hann gagnrýnir umdirritaðan fyrir að hafa sungið með nótum. En það er alltaf gert í óratóríum og konsertrepertoire. Svo það að gagnrýna klæðaburð flytjenda… þetta gerir enginn lengur, það þykir bæði siðlaust og gamaldags. Gjarnan er bryddað upp á óvenjulegum konsertklæðnaði nú á dögum,“ segir Hrólfur og telur að þarna sé ritað af rætni. „Menningarritstjórn Vísis þarf nú alvarlega að hugsa sinn gang.“ Hrólfur Sæmundsson söngvari segir að menningarritstjórn Vísis þurfi nú alvarlega að hugsa sinn gang.vísir/kristinn svanur jónsson Jónas segir hér gæta einhverskonar misskilings. „Ég ætlaði ekki að gera lítið úr þeirri helgun, heldur leyfa mér að skoða ákveðna menningarlega stemningu – með kaldhæðnu en kærleiksríku auga,“ segir Jónas. Ekki ætlunin að særa nokkurn mann Hann segist jafnframt hafa á því skilning að sumum sárni. „Ég skil að sumum hefur þótt þetta sárt, og það var ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni – eins og gagnrýni á að gera.“ Og óhætt er að segja að það hafi Jónasi tekist, svo um munar, en það hefur verið saga gagnrýni á hinu meðvirka Íslandi; að gagnrýnendur eru lamdir miskunnarlaust niður. Sagan sýnir það svo um munar. Jónas vonar að þetta verði til þess að fólk geti talað saman. „Já, ég vona að þetta verði til þess að við getum talað opinskátt – bæði um það sem við gerum vel og það sem mætti bæta. Því í hjarta kórsöngsins býr alltaf sameiginleg ástríða fyrir tónlist.“
Tónlist Kórar Tónleikar á Íslandi Menning Fjölmiðlar Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira