Parið komst fyrst í fréttirnar árið 2023 þegar þau voru eitt af þremur pörum sem eignuðust þríbura í sömu vikunni. Fjölskyldan fór fljótt úr því að vera vísitölufjölskylda í heldur fjölmennari tölu. En fyrir áttu þau tvær dætur, sem voru þá tveggja og fjögurra ára
Rannveig greindi frá trúlofuninni í færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún segir bónorðið hafa komið sér verulega á óvart.
„Heldur betur óvænt bónorð á Ibiza. Ég skildi ekkert af hverju Hallgrímur vildi draga mig í fjallgöngu fyrir kvöldmat á hælaskóm, að skoða kletta, og hélt að við værum að trufla verðandi brúðhjón þegar við sáum staðinn. Tíu ár og fimm börn saman – lífið gerist ekki betra.“
Hallgrímur fékk aðstoð frá Bliss Ibiza Wedding Planner við að skipuleggja og fanga augnablikið á myndband sem má sjá hér að neðan.