Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 20. maí 2025 13:01 Ég hef lært í gegnum tíðina að margt sem sagt er eða ritað, sé alls ekki þess virði að ljá því vængi með frekari umfjöllun eða andsvörum. Sumt af því sem fellur í þann flokk getur hins vegar verið svo yfirgengilegt, ósanngjarnt, ómaklegt og særandi að ómögulegt er að láta kyrrt liggja. Þetta á við um gagnrýni Jónasar Sen á flutninginn á Carmina Burana í Hörpu síðastliðið föstudagskvöld, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Í þeim flutningi tóku tveir kórar þátt, Söngfélagið og Kór Akraneskirkju. Snobb á snobb ofan Margir innan kórasamfélagsins hafa eðlilega brugðist ókvæða við þessari gagnrýni, sem ekki er til nokkurs gagns - heldur þvert á móti. Um það bil þriðjungur gagnrýnispistils Jónasar fer í það að tæta í sig áhugamannakóra og söngvara þeirra. Þar æðir Jónas áfram fullur fordóma og einhverrar undarlegrar fyrirlitningar - baðaður í snobbi þess, sem telur sig hærra settan. Ekki ætla ég að elta ólar við allt bullið sem þar kemur fram, en ég get fullvissað Jónas um það að fæstir söngvarar áhugamannakóra líta á sig sem” listamenn” og í kórferðum nútímans er ekki drukkið meira en gerist og gengur í öðrum hópferðum. Ekki er heldur drukkið úr plastglösum, né sofið á í dýnum í íþróttasölum. Ekki þar fyrir, að það væri eitthvað sérstaklega athugavert við það. Kórar bæta heilsu og auka samstöðu Á Íslandi er óvenjulega mikið af kórum miðað við höfðafjölda og eru flestir þeirra svokallaðir áhugamannakórar. Þeir leggja að sjálfögðu mismikinn metnað í sitt starf, enda geta flestir fundið sér kór við hæfi, miðað við getu og persónuleg markmið. Verkefnavalið er misjafnt, en rétt að geta þess að ekkert verk er til, sem áhugamannakórar mega ekki glíma við! Þessum kórum er flestum stjórnað af frábærum, hámenntuðum listamönnum, sem örugglega fá flestir minna greitt fyrir sín störf, en efni standa til. Þar ríður oft ástríðan ríkjum sem og meðvitund fyrir þeim töfrum sem skapast í kórstarfi. Í öllum þessum kórum má finna þverskurð samfélagsins sem við búum í. Þar leggur fólk af öllum kynjum frá sér sín daglegu störf, hver sem þau eru og syngur með félögum sínum á jafnréttisgrundvelli. Þannig eflir kórastarf beinlínis samstöðu og samvinnu og vinnur gegn þeirri skautun sem er að eiga sér stað í samfélaginu. Auk þess hefur það verið sannað að söngur hefur góð áhrif á heilsuna, vinnur gegn streitu og alls kyns lífsstílssjúkdómum, örvar heilastarfsemi og samhæfingu. Það hangir heldur enginn á samfélagsmiðlum á kóræfingu. Því má færa fyrir því sterk rök að kórastarf sé mikilvægt lýðheilsumál. Mikilvægt samfélagslegt hlutverk Áhugamannakórar gegna auk þess mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Þeir syngja við trúarlegar athafnir, á hátíðisdögum, á skemmtunum og víða annars staðar. Langoftast fer þessi söngur fram í sjálfboðavinnu kórfélaga. Það má því fullyrða að menningarlífið yrði víða fátæklegra ef þeirra nyti ekki við. Hilmar Örn Sjálf hef ég sungið í kórum meira en hálfa ævina, undir leiðsögn frábærra kórstjóra, sem allir hafa auðgað líf mitt. Nú er ég félagi í Kór Akraneskirkju og Kammerkórsins Rastar, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, sem er stórkostlegur listamaður. Hann er einstakur fagmaður með mikla reynslu, sprúðlandi af hugmyndum sem hann hefur kjark til að koma í framkvæmd. Hann býr til hvert listaverkið á fætur öðru, jafnvel þó uppistaðan í kórhópunum sé miðaldra fólk og oft rúmlega það. Enginn syngur í vondu skapi Það er sagt að það geti enginn verið syngjandi í vondu skapi. Söngurinn kallar fram jákvætt viðhorf, bros og vellíðan. Ætli Jónas Sen sé í kór? Efast reyndar um það og því ráðlegg ég honum að ganga í kór. Ég er viss um að hann hefði gott af því. Höfundur er söngvari í áhugamannakórum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Kórar Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég hef lært í gegnum tíðina að margt sem sagt er eða ritað, sé alls ekki þess virði að ljá því vængi með frekari umfjöllun eða andsvörum. Sumt af því sem fellur í þann flokk getur hins vegar verið svo yfirgengilegt, ósanngjarnt, ómaklegt og særandi að ómögulegt er að láta kyrrt liggja. Þetta á við um gagnrýni Jónasar Sen á flutninginn á Carmina Burana í Hörpu síðastliðið föstudagskvöld, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Í þeim flutningi tóku tveir kórar þátt, Söngfélagið og Kór Akraneskirkju. Snobb á snobb ofan Margir innan kórasamfélagsins hafa eðlilega brugðist ókvæða við þessari gagnrýni, sem ekki er til nokkurs gagns - heldur þvert á móti. Um það bil þriðjungur gagnrýnispistils Jónasar fer í það að tæta í sig áhugamannakóra og söngvara þeirra. Þar æðir Jónas áfram fullur fordóma og einhverrar undarlegrar fyrirlitningar - baðaður í snobbi þess, sem telur sig hærra settan. Ekki ætla ég að elta ólar við allt bullið sem þar kemur fram, en ég get fullvissað Jónas um það að fæstir söngvarar áhugamannakóra líta á sig sem” listamenn” og í kórferðum nútímans er ekki drukkið meira en gerist og gengur í öðrum hópferðum. Ekki er heldur drukkið úr plastglösum, né sofið á í dýnum í íþróttasölum. Ekki þar fyrir, að það væri eitthvað sérstaklega athugavert við það. Kórar bæta heilsu og auka samstöðu Á Íslandi er óvenjulega mikið af kórum miðað við höfðafjölda og eru flestir þeirra svokallaðir áhugamannakórar. Þeir leggja að sjálfögðu mismikinn metnað í sitt starf, enda geta flestir fundið sér kór við hæfi, miðað við getu og persónuleg markmið. Verkefnavalið er misjafnt, en rétt að geta þess að ekkert verk er til, sem áhugamannakórar mega ekki glíma við! Þessum kórum er flestum stjórnað af frábærum, hámenntuðum listamönnum, sem örugglega fá flestir minna greitt fyrir sín störf, en efni standa til. Þar ríður oft ástríðan ríkjum sem og meðvitund fyrir þeim töfrum sem skapast í kórstarfi. Í öllum þessum kórum má finna þverskurð samfélagsins sem við búum í. Þar leggur fólk af öllum kynjum frá sér sín daglegu störf, hver sem þau eru og syngur með félögum sínum á jafnréttisgrundvelli. Þannig eflir kórastarf beinlínis samstöðu og samvinnu og vinnur gegn þeirri skautun sem er að eiga sér stað í samfélaginu. Auk þess hefur það verið sannað að söngur hefur góð áhrif á heilsuna, vinnur gegn streitu og alls kyns lífsstílssjúkdómum, örvar heilastarfsemi og samhæfingu. Það hangir heldur enginn á samfélagsmiðlum á kóræfingu. Því má færa fyrir því sterk rök að kórastarf sé mikilvægt lýðheilsumál. Mikilvægt samfélagslegt hlutverk Áhugamannakórar gegna auk þess mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Þeir syngja við trúarlegar athafnir, á hátíðisdögum, á skemmtunum og víða annars staðar. Langoftast fer þessi söngur fram í sjálfboðavinnu kórfélaga. Það má því fullyrða að menningarlífið yrði víða fátæklegra ef þeirra nyti ekki við. Hilmar Örn Sjálf hef ég sungið í kórum meira en hálfa ævina, undir leiðsögn frábærra kórstjóra, sem allir hafa auðgað líf mitt. Nú er ég félagi í Kór Akraneskirkju og Kammerkórsins Rastar, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, sem er stórkostlegur listamaður. Hann er einstakur fagmaður með mikla reynslu, sprúðlandi af hugmyndum sem hann hefur kjark til að koma í framkvæmd. Hann býr til hvert listaverkið á fætur öðru, jafnvel þó uppistaðan í kórhópunum sé miðaldra fólk og oft rúmlega það. Enginn syngur í vondu skapi Það er sagt að það geti enginn verið syngjandi í vondu skapi. Söngurinn kallar fram jákvætt viðhorf, bros og vellíðan. Ætli Jónas Sen sé í kór? Efast reyndar um það og því ráðlegg ég honum að ganga í kór. Ég er viss um að hann hefði gott af því. Höfundur er söngvari í áhugamannakórum.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun