Lífið

Rikki G og Val­dís eiga von á barni

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
image
vísir

Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, jafnan þekktur sem Rikki G, og kona hans Valdís Unnarsdóttir eiga von á barni.

Frá þessu greina hjónin á samfélagsmiðlum, en fyrir eiga þau eina stúlku.

„Eftir mikið ferli og mikla þolinmæði stækkar fjölskyldan síðar á árinu,“ segir í færslu Rikka.

Rikki G sér um morgunþáttinn Brennsluna á FM957 ásamt Agli Ploder, en hann var einnig dagskrárstjóri FM957 í ellefu ár, þangað til hann sagði starfi sínu lausu í vor. Greint var frá því að hann ætlaði sér að taka þátt í umfjöllun Stöðvar 2 um enska boltann í haust.

Ríkharð ræddi samband sitt við eiginkonu sína Valdísi á einlægum nótum í Einkalífinu á Vísi fyrir þremur árum. Hann sagði frá því að þau hefðu verið saman frá árinu 2005 þegar hún var sautján og hann tvítugur, og ekki verið aðskilin síðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.