Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. maí 2025 21:29 Helena Ólafsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir flytja til Ólafsvíkur á næstunni. Skjáskot/Instagram Knattspyrnukempurnar Helena Ólafsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir flytja á næstunni vestur til Ólafsvíkur á Snæfellsnesi. Helena segir að þær hafi langað að prófa búa á landsbyggðinni og það sé hollt að prófa eitthvað nýtt áður en maður verður of gamall. „Það sem stendur til er eiginlega bara að breyta til. Prófa eitthvað nýtt. Þetta er eitthvað sem okkur hefur langað að gera í nokkurn tíma,“ segir Helena. Helena og Guðlaug voru burðarstólpar í sigursælu liði KR á sínum tíma og spiluðu saman með íslenska landsliðinu. Þær hafa líka unnið saman við þjálfun utan vallar. „Svo bara fundum við húsið sem okkur langaði í og við létum það ráða för, svo kom þessi vinna, þannig við ákváðum að láta húsið leiða okkur áfram,“ segir Helena. Helena var ráðin íþrótta- og tómstundafulltrúi Grundafjarðarbæjar á dögunum. „Ég er kennaramenntuð og hef horft til þessarar starfsemi í einhvern tíma. Ég var svo heppin að fá þetta eftir nokkur viðtöl og hlakka til að prófa eitthvað nýtt.“ Höfðu lengi augastað á nýja húsinu Hún segir að þær hafi horft lengi á húsið sem þær keyptu í Ólafsvík og þeim hafi litist mjög vel á þetta allt saman. Ólafsvík sé þægilega stutt frá bænum. Fyrstu skref verði að koma sér inn í nýja starfið í Grundarfirði. „Núna ætla ég bara að njóta og fara í kyrrðina fyrir vestan. Ætla bara að koma mér í nýtt starf. Gulla, hún verður að vinna á höfninni í Ólafsvík, á Hellissandi og Rifi. Hún er í sumarstarfi þar svo kemur annað í ljós.“ „Við mætum þessu með opnum huga og hún er spennt fyrir því. Þetta er eitthvað sem ekkert allir þora.“ Helena hefur einnig gert garðinn frægan í umfjöllun um Bestu deild kvenna á Stöð 2 sport, þar sem hún hefur umsjón með þættinum Bestu mörkin. Til stendur að hún haldi áfram með þáttinn eftir flutningana. „Jájá ég verð áfram þar og þeir vita það í Grundarfirði. Mér finnst það rosalega gaman og langar ekkert að stoppa þar,“ segir Helena. Tímamót Snæfellsbær Grundarfjörður Tengdar fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Helena Ólafsdóttir er enginn aðdáandi þess sem í gangi hjá kvennaliði Vals þessa dagana og beinir gagnrýni sinni að nýrri stjórn og orðum þjálfara liðsins í viðtölum. 10. maí 2025 11:03 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
„Það sem stendur til er eiginlega bara að breyta til. Prófa eitthvað nýtt. Þetta er eitthvað sem okkur hefur langað að gera í nokkurn tíma,“ segir Helena. Helena og Guðlaug voru burðarstólpar í sigursælu liði KR á sínum tíma og spiluðu saman með íslenska landsliðinu. Þær hafa líka unnið saman við þjálfun utan vallar. „Svo bara fundum við húsið sem okkur langaði í og við létum það ráða för, svo kom þessi vinna, þannig við ákváðum að láta húsið leiða okkur áfram,“ segir Helena. Helena var ráðin íþrótta- og tómstundafulltrúi Grundafjarðarbæjar á dögunum. „Ég er kennaramenntuð og hef horft til þessarar starfsemi í einhvern tíma. Ég var svo heppin að fá þetta eftir nokkur viðtöl og hlakka til að prófa eitthvað nýtt.“ Höfðu lengi augastað á nýja húsinu Hún segir að þær hafi horft lengi á húsið sem þær keyptu í Ólafsvík og þeim hafi litist mjög vel á þetta allt saman. Ólafsvík sé þægilega stutt frá bænum. Fyrstu skref verði að koma sér inn í nýja starfið í Grundarfirði. „Núna ætla ég bara að njóta og fara í kyrrðina fyrir vestan. Ætla bara að koma mér í nýtt starf. Gulla, hún verður að vinna á höfninni í Ólafsvík, á Hellissandi og Rifi. Hún er í sumarstarfi þar svo kemur annað í ljós.“ „Við mætum þessu með opnum huga og hún er spennt fyrir því. Þetta er eitthvað sem ekkert allir þora.“ Helena hefur einnig gert garðinn frægan í umfjöllun um Bestu deild kvenna á Stöð 2 sport, þar sem hún hefur umsjón með þættinum Bestu mörkin. Til stendur að hún haldi áfram með þáttinn eftir flutningana. „Jájá ég verð áfram þar og þeir vita það í Grundarfirði. Mér finnst það rosalega gaman og langar ekkert að stoppa þar,“ segir Helena.
Tímamót Snæfellsbær Grundarfjörður Tengdar fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Helena Ólafsdóttir er enginn aðdáandi þess sem í gangi hjá kvennaliði Vals þessa dagana og beinir gagnrýni sinni að nýrri stjórn og orðum þjálfara liðsins í viðtölum. 10. maí 2025 11:03 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Helena Ólafsdóttir er enginn aðdáandi þess sem í gangi hjá kvennaliði Vals þessa dagana og beinir gagnrýni sinni að nýrri stjórn og orðum þjálfara liðsins í viðtölum. 10. maí 2025 11:03