Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar 21. maí 2025 14:30 Hvernig ætli það væri ef brýr um land allt hefðu gefið sig sl. áratugi, þær væru nú fjölmargar ónothæfar og ástandið hefði orsakað fjöldann allan af alvarlegum slysum? Hefði samgönguráðherra ekki fylgst með málinu og bæði hann og hans ráðuneyti væru grunlaus um hvað byggi að baki þessu stórhættulega ástandi? Hvernig væri það svo ef heilbrigðisráðherra og hans ráðuneyti hefði ekki hugmynd um fjölda sýkinga eftir skurðaðgerðir á LHS sem yrði til þess að tæplega helmingur sjúklinga væri að glíma við alvarleg veikindi? Þetta eru auðvitað galnar sviðsmyndir sem hafa sem betur fer ekki raungerst enda myndi slíkt ekki viðgangast í þessum málaflokkum. Einn er þó málaflokkur þar sem staðan er svona, að tæpur helmingur barna útskrifast úr skyldunámi án þess að ráða við að lesa upplýsingatexta og vinna úr honum. Það versta við það er að mennta- og barnamálaráðherra og ráðuneyti hans hafa EKKI hugmynd um hvers vegna staðan er svona og hefur verið árum saman. Þau vita EKKI hvers vegna staðan er svona og geta þá ekki brugðist við og börnin okkar verða af lögbundinni menntun. Það hefur stórkostleg áhrif til allrar framtíðar og skerðir lífsgæði, ævitekjur og tækifæri til þroska og vaxtar. Ekki er Reykjavíkurborg á betri stað en ráðherra, þar hafa menn EKKI hugmynd um orsakir þessa hruns. Og geta því ekki brugðist við. Eru til leiðir og lausnir? Svarið er já. Ég veit um skólasamfélög sem hafa blómstrað sl. áratugi þar sem námsárangur er frábær, líðan góð, tengsl mikil, traust alltumlykjandi og kostnaður lítill. Þetta er hægt og það er til fólk sem veit, vill og getur. Það þarf bara að hlusta á það í þágu barnanna okkar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig ætli það væri ef brýr um land allt hefðu gefið sig sl. áratugi, þær væru nú fjölmargar ónothæfar og ástandið hefði orsakað fjöldann allan af alvarlegum slysum? Hefði samgönguráðherra ekki fylgst með málinu og bæði hann og hans ráðuneyti væru grunlaus um hvað byggi að baki þessu stórhættulega ástandi? Hvernig væri það svo ef heilbrigðisráðherra og hans ráðuneyti hefði ekki hugmynd um fjölda sýkinga eftir skurðaðgerðir á LHS sem yrði til þess að tæplega helmingur sjúklinga væri að glíma við alvarleg veikindi? Þetta eru auðvitað galnar sviðsmyndir sem hafa sem betur fer ekki raungerst enda myndi slíkt ekki viðgangast í þessum málaflokkum. Einn er þó málaflokkur þar sem staðan er svona, að tæpur helmingur barna útskrifast úr skyldunámi án þess að ráða við að lesa upplýsingatexta og vinna úr honum. Það versta við það er að mennta- og barnamálaráðherra og ráðuneyti hans hafa EKKI hugmynd um hvers vegna staðan er svona og hefur verið árum saman. Þau vita EKKI hvers vegna staðan er svona og geta þá ekki brugðist við og börnin okkar verða af lögbundinni menntun. Það hefur stórkostleg áhrif til allrar framtíðar og skerðir lífsgæði, ævitekjur og tækifæri til þroska og vaxtar. Ekki er Reykjavíkurborg á betri stað en ráðherra, þar hafa menn EKKI hugmynd um orsakir þessa hruns. Og geta því ekki brugðist við. Eru til leiðir og lausnir? Svarið er já. Ég veit um skólasamfélög sem hafa blómstrað sl. áratugi þar sem námsárangur er frábær, líðan góð, tengsl mikil, traust alltumlykjandi og kostnaður lítill. Þetta er hægt og það er til fólk sem veit, vill og getur. Það þarf bara að hlusta á það í þágu barnanna okkar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun