Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 22. maí 2025 13:31 Frelsi í útvarpsrekstri verður sérstaklega fagnað á næsta ári þegar fjörutíu ár eru frá því ríkiseinokun var aflétt í kjölfar öflugrar baráttu hugsjónafólks. Frjáls fjölmiðlun og útvarpsrekstur þykir nú sjálfsagður og er fréttaþjónusta og dagskrárgerð einkarekinna fjölmiðla mikilvægur hluti lýðræðislegrar umræðu í samfélaginu. Samkeppni við ríkisstyrkta fjölmiðilinn RÚV er vægast sagt ójöfn og fer sífellt harðnandi. Samkeppni einkaaðila við fjölmiðil sem fær um 7 milljarða króna á ári í lögbundin afnotagjöld og tekur til sín aðra 3 milljarða af auglýsingamarkaðnum gengur augljóslega ekki upp. Það verður að taka fjölmiðlaumhverfið til heildarendurskoðunar, sérstaklega stöðu RÚV, hlutverk þess og verkefni. Það þarf að búa svo um hnútana að stofnunin nýti ekki opinbert fé í annað en lögbundin verkefni í samkeppninni við einkaaðila. Þegar þeirri stöðu hefur verið breytt væri án efa hægt að minnka verulega eða láta af stuðningi við einkarekna fjölmiðla, en stuðningi ríkisins var komið á til að reyna að jafna stöðuna gagnvart RÚV. Staða einkareknu fjölmiðlanna versnar nú mjög hratt þegar samkeppni um auglýsingatekjur eykst jafnt og þétt vegna tilkomu samfélagsmiðla og streymisveitna. Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur boðað að heildarendurskoðun á fjölmiðlaumhverfinu fari fram síðar, en á meðan eru lagðar til breytingar á stuðningi ríkisins. Í nýju frumvarpi ráðherrans þar um er lagt til að lækka stuðning til fjölmiðlanna þannig að hámarksframlög fari úr 25% í 22% af heildarframlögum. Þetta kemur sér sérlega illa fyrir stærstu einkareknu fjölmiðlana. Þar innanborðs eru öflugustu fréttaþjónusturnar og fjölmiðlana munar um þær upphæðir sem þar um ræðir. Þessi staða eykur enn á óvissu í rekstri þeirra. SÝN hf sem rekur m.a. stærstu miðlana á öldum ljósvakans Stöð 2 og Bylgjuna sendi frá sér fyrir nokkrum dögum harðorða umsögn til Alþingis um fyrirliggjandi frumvarp og vakti ég athygli á því sem þar kemur fram í þingræðu. Í umsögn SÝNAR segir m.a.: ,,Frekari skerðing á opinberum stuðningi nú myndi torvelda enn frekar rekstur sjálfstæðrar fréttastofu Sýnar og draga úr samkeppnishæfni hennar gagnvart ríkismiðlinum.“ og „Án fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar væri eingöngu fréttastofa RÚV starfandi á ljósvakamiðlum, sem væri afleitt fyrir lýðræðislega umræðu og nauðsynlegt aðhald fjölmiðla“. Það yrði á engan hátt ásættanleg staða ef RÚV myndi eitt sinna öflugri fréttaþjónustu á ljósvakanum. Þess vegna hef ég hvatt til þess á Alþingi að brugðist verði við strax og komið í veg fyrir mögulegt stórslys á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Þá þarf ekki að orðlengja hve slæm áhrif brotthvarf einnar stærstu fréttastofunnar hefði á lýðræðislega umræðu í landinu. Að mínu mati þarf að hætta við þessi áform og gefa það út sem fyrst. Jafnframt þarf svo að hraða því að grípa til raunverulegra aðgerða sem jafna stöðuna milli fjölmiðla í landinu til framtíðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Guðbjartsdóttir Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Frelsi í útvarpsrekstri verður sérstaklega fagnað á næsta ári þegar fjörutíu ár eru frá því ríkiseinokun var aflétt í kjölfar öflugrar baráttu hugsjónafólks. Frjáls fjölmiðlun og útvarpsrekstur þykir nú sjálfsagður og er fréttaþjónusta og dagskrárgerð einkarekinna fjölmiðla mikilvægur hluti lýðræðislegrar umræðu í samfélaginu. Samkeppni við ríkisstyrkta fjölmiðilinn RÚV er vægast sagt ójöfn og fer sífellt harðnandi. Samkeppni einkaaðila við fjölmiðil sem fær um 7 milljarða króna á ári í lögbundin afnotagjöld og tekur til sín aðra 3 milljarða af auglýsingamarkaðnum gengur augljóslega ekki upp. Það verður að taka fjölmiðlaumhverfið til heildarendurskoðunar, sérstaklega stöðu RÚV, hlutverk þess og verkefni. Það þarf að búa svo um hnútana að stofnunin nýti ekki opinbert fé í annað en lögbundin verkefni í samkeppninni við einkaaðila. Þegar þeirri stöðu hefur verið breytt væri án efa hægt að minnka verulega eða láta af stuðningi við einkarekna fjölmiðla, en stuðningi ríkisins var komið á til að reyna að jafna stöðuna gagnvart RÚV. Staða einkareknu fjölmiðlanna versnar nú mjög hratt þegar samkeppni um auglýsingatekjur eykst jafnt og þétt vegna tilkomu samfélagsmiðla og streymisveitna. Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur boðað að heildarendurskoðun á fjölmiðlaumhverfinu fari fram síðar, en á meðan eru lagðar til breytingar á stuðningi ríkisins. Í nýju frumvarpi ráðherrans þar um er lagt til að lækka stuðning til fjölmiðlanna þannig að hámarksframlög fari úr 25% í 22% af heildarframlögum. Þetta kemur sér sérlega illa fyrir stærstu einkareknu fjölmiðlana. Þar innanborðs eru öflugustu fréttaþjónusturnar og fjölmiðlana munar um þær upphæðir sem þar um ræðir. Þessi staða eykur enn á óvissu í rekstri þeirra. SÝN hf sem rekur m.a. stærstu miðlana á öldum ljósvakans Stöð 2 og Bylgjuna sendi frá sér fyrir nokkrum dögum harðorða umsögn til Alþingis um fyrirliggjandi frumvarp og vakti ég athygli á því sem þar kemur fram í þingræðu. Í umsögn SÝNAR segir m.a.: ,,Frekari skerðing á opinberum stuðningi nú myndi torvelda enn frekar rekstur sjálfstæðrar fréttastofu Sýnar og draga úr samkeppnishæfni hennar gagnvart ríkismiðlinum.“ og „Án fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar væri eingöngu fréttastofa RÚV starfandi á ljósvakamiðlum, sem væri afleitt fyrir lýðræðislega umræðu og nauðsynlegt aðhald fjölmiðla“. Það yrði á engan hátt ásættanleg staða ef RÚV myndi eitt sinna öflugri fréttaþjónustu á ljósvakanum. Þess vegna hef ég hvatt til þess á Alþingi að brugðist verði við strax og komið í veg fyrir mögulegt stórslys á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Þá þarf ekki að orðlengja hve slæm áhrif brotthvarf einnar stærstu fréttastofunnar hefði á lýðræðislega umræðu í landinu. Að mínu mati þarf að hætta við þessi áform og gefa það út sem fyrst. Jafnframt þarf svo að hraða því að grípa til raunverulegra aðgerða sem jafna stöðuna milli fjölmiðla í landinu til framtíðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun