Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2025 14:13 Sæbrautin mun hverfa undir jörð á næstu árum. Vísir/Vilhelm Mynd er komin á það hvernig Sæbraut verður lögð í stokk á næstu árum. Verk hefst árið 2027 og á að ljúka árið 2030. Samgönguverkfræðingur segir að með þessu aukist tenging íbúa í Vogabyggð við nærliggjandi hverfi og hljóðgæði batni til muna. Í gær var skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Hefja á framkvæmdir 2027 og á þeim að ljúka árið 2030. „Það verða tvær akreinar í hvora átt og svo eru aðreinar sem koma af Miklubrautinni og inn í stokkinn til norðurs. Út í Vogabyggðina eru fráreinar og þessar að og fráreinar ná í raun saman þannig að í gegnum allan stokkinn verða í raun þrjár akreinar,“ segir Kristján Árni Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni og samgönguverkfræðingur. Umferðarljós munu heyra sögunni til á löngum kafla vegarins. „Frá Holtavegi og undir Kleppsmýrarveg, svo eru önnur gatnamót sem eru við Súðavog, þau verða ekki lengur til staðar. Svo það verða engin umferðarljós á þessum kafla og alveg út Reykjanesbrautina í suðurátt.“ Íbúar í Vogabyggð hafa undanfarin misseri vakið athygli á því hve hættuleg umferðargata Sæbrautin er, sér í lagi fyrir börn sem þurfi að sækja skóla hinum megin við brautina. Gangandi vegfarandi lést á Sæbraut þegar keyrt var á hann síðasta sumar. Kristján Árni segir öryggi stórbætast með stokknum og á yfirborðinu verður svokallaður borgargarður - stórt grænt svæði sem verður útfært nánar á síðari hluta þessa árs. „Það verða allar tengingar fyrir gangandi og hjólandi stórbættar þarna yfir og tengir betur hverfin austan og vestanmegin Sæbrautarinnar og fjarlægir þessa gjá sem Sæbrautin er í dag. Og bætir auðvitað hljóðvist og loftgæði.“ Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Samgöngur Sundabraut Umferðaröryggi Tengdar fréttir Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær, en fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á tæplega eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Í lýsingunni segir að framkvæmdir eigi að hefjast árið 2027 og að stokkurinn verði tilbúinn 2030. 22. maí 2025 08:30 Brúin komin upp við Dugguvog Búið er að opna Sæbraut að nýju eftir að göngu- og hjólabrúin milli Dugguvogs við Tranavog og Snekkjuvogs var hífð upp á stigahúsin í nótt. Brúin er 28 metra löng og var ekið í heilu lagi frá Mosfellsbæ að Dugguvogi í gærkvöldi og svo hífð upp í nótt. 20. maí 2025 06:32 Foreldrar margoft kvartað undan hættulegum gatnamótum Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við hættuleg gatnamót við Sæbraut þar sem banaslys varð seint í gærkvöldi. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sem sækja skóla og frístundir yfir götuna og skora á borgarstjórn að kynna sér aðstæður. 29. september 2024 19:21 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Í gær var skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Hefja á framkvæmdir 2027 og á þeim að ljúka árið 2030. „Það verða tvær akreinar í hvora átt og svo eru aðreinar sem koma af Miklubrautinni og inn í stokkinn til norðurs. Út í Vogabyggðina eru fráreinar og þessar að og fráreinar ná í raun saman þannig að í gegnum allan stokkinn verða í raun þrjár akreinar,“ segir Kristján Árni Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni og samgönguverkfræðingur. Umferðarljós munu heyra sögunni til á löngum kafla vegarins. „Frá Holtavegi og undir Kleppsmýrarveg, svo eru önnur gatnamót sem eru við Súðavog, þau verða ekki lengur til staðar. Svo það verða engin umferðarljós á þessum kafla og alveg út Reykjanesbrautina í suðurátt.“ Íbúar í Vogabyggð hafa undanfarin misseri vakið athygli á því hve hættuleg umferðargata Sæbrautin er, sér í lagi fyrir börn sem þurfi að sækja skóla hinum megin við brautina. Gangandi vegfarandi lést á Sæbraut þegar keyrt var á hann síðasta sumar. Kristján Árni segir öryggi stórbætast með stokknum og á yfirborðinu verður svokallaður borgargarður - stórt grænt svæði sem verður útfært nánar á síðari hluta þessa árs. „Það verða allar tengingar fyrir gangandi og hjólandi stórbættar þarna yfir og tengir betur hverfin austan og vestanmegin Sæbrautarinnar og fjarlægir þessa gjá sem Sæbrautin er í dag. Og bætir auðvitað hljóðvist og loftgæði.“
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Samgöngur Sundabraut Umferðaröryggi Tengdar fréttir Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær, en fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á tæplega eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Í lýsingunni segir að framkvæmdir eigi að hefjast árið 2027 og að stokkurinn verði tilbúinn 2030. 22. maí 2025 08:30 Brúin komin upp við Dugguvog Búið er að opna Sæbraut að nýju eftir að göngu- og hjólabrúin milli Dugguvogs við Tranavog og Snekkjuvogs var hífð upp á stigahúsin í nótt. Brúin er 28 metra löng og var ekið í heilu lagi frá Mosfellsbæ að Dugguvogi í gærkvöldi og svo hífð upp í nótt. 20. maí 2025 06:32 Foreldrar margoft kvartað undan hættulegum gatnamótum Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við hættuleg gatnamót við Sæbraut þar sem banaslys varð seint í gærkvöldi. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sem sækja skóla og frístundir yfir götuna og skora á borgarstjórn að kynna sér aðstæður. 29. september 2024 19:21 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær, en fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á tæplega eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Í lýsingunni segir að framkvæmdir eigi að hefjast árið 2027 og að stokkurinn verði tilbúinn 2030. 22. maí 2025 08:30
Brúin komin upp við Dugguvog Búið er að opna Sæbraut að nýju eftir að göngu- og hjólabrúin milli Dugguvogs við Tranavog og Snekkjuvogs var hífð upp á stigahúsin í nótt. Brúin er 28 metra löng og var ekið í heilu lagi frá Mosfellsbæ að Dugguvogi í gærkvöldi og svo hífð upp í nótt. 20. maí 2025 06:32
Foreldrar margoft kvartað undan hættulegum gatnamótum Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við hættuleg gatnamót við Sæbraut þar sem banaslys varð seint í gærkvöldi. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sem sækja skóla og frístundir yfir götuna og skora á borgarstjórn að kynna sér aðstæður. 29. september 2024 19:21