Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Árni Sæberg skrifar 22. maí 2025 14:55 Einar Bárðarson er nýr framkvæmdastjóri SVEIT. Vísir/Vilhelm Stjórn SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, hefur ráðið Einar Bárðarson í stöðu framkvæmdastjóra samtakanna. Hann tekur formlega við starfinu 1. júní næstkomandi af Aðalgeiri Ásvaldssyni, sem hefur gegnt embættinu frá stofnun samtakanna árið 2021. Í fréttatilkynningu frá SVEIT segir að Aðalgeir hafi tilkynnt brotthvarf sitt í vor og í kjölfarið hafi leit verið hafin að nýjum framkvæmdastjóra. Var síðast hjá Votlendissjóði Einar Bárðarson sé með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og búi yfir víðtækri reynslu af stjórnun og stefnumótun. Hann hafi síðast gengt starfi framkvæmdastjóra Votlendissjóðs, en hafi einnig starfað sem sjálfstæður ráðgjafi í stjórnunar- og markaðsmálum um árabil. Meðal verkefna hans síðustu ár hafi veruð stjórnarformennska Tónlistarmiðstöðvar Íslands og ráðgjöf fyrir Klúbb matreiðslumeistara og Íslenska kokkalandsliðið. SVEIT séu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði og starfi að því að gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart stjórnvöldum, efla fagmennsku innan greinarinnar og miðla upplýsingum um málefni veitingageirans. Jafnframt veiti samtökin félagsmönnum þjónustu á sviði kjaramála og fari með samningsumboð fyrir greinina með það að markmiði að treysta og viðhalda samkeppnishæfum rekstrarskilyrðum. Umdeilt félag Óhætt er að segja að SVEIT hafi verið umdeilt undanfarin misseri vegna stéttarfélagsins Virðingar og ætlaðra tengsla SVEIT við félagið. Stéttarfélagið Efling og SVEIT hafa eldað grátt silfur saman undanfarin misseri í tengslum við Virðingu sem Efling heldur fram að sé ekki raunverulegt stéttarfélag heldur framlenging á hagsmunum veitingahúsaeigenda. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Samkeppniseftirlitið sent út erindi á fjóra aðila þar sem farið er fram á að þeir skili ítarlegum gögnum til eftirlitsins um undirbúning, aðdraganda og samskipti vegna annars vegar stofnunar félagsins Virðingar, og hins vegar samninga Virðingar við SVEIT. Meðal þeirra er áðurnefndur Aðalgeir. Veitingastaðir Matur Atvinnurekendur Vistaskipti Tengdar fréttir Mikil vonbrigði hjá Votlendissjóði og Einar hættir störfum Stjórn Votlendissjóðs og framkvæmdastjóri hafa ákveðið að draga úr rekstri sjóðsins. Ástæðan er sögð skortur á jörðum til endurheimtar votlendis og áhrif krafna um vottun á fjármögnun verkefna. Þar til alþjóðleg vottun kolefniseininga sjóðsins er í höfn verður dregið úr rekstrinum. 1. febrúar 2023 10:31 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá SVEIT segir að Aðalgeir hafi tilkynnt brotthvarf sitt í vor og í kjölfarið hafi leit verið hafin að nýjum framkvæmdastjóra. Var síðast hjá Votlendissjóði Einar Bárðarson sé með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og búi yfir víðtækri reynslu af stjórnun og stefnumótun. Hann hafi síðast gengt starfi framkvæmdastjóra Votlendissjóðs, en hafi einnig starfað sem sjálfstæður ráðgjafi í stjórnunar- og markaðsmálum um árabil. Meðal verkefna hans síðustu ár hafi veruð stjórnarformennska Tónlistarmiðstöðvar Íslands og ráðgjöf fyrir Klúbb matreiðslumeistara og Íslenska kokkalandsliðið. SVEIT séu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði og starfi að því að gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart stjórnvöldum, efla fagmennsku innan greinarinnar og miðla upplýsingum um málefni veitingageirans. Jafnframt veiti samtökin félagsmönnum þjónustu á sviði kjaramála og fari með samningsumboð fyrir greinina með það að markmiði að treysta og viðhalda samkeppnishæfum rekstrarskilyrðum. Umdeilt félag Óhætt er að segja að SVEIT hafi verið umdeilt undanfarin misseri vegna stéttarfélagsins Virðingar og ætlaðra tengsla SVEIT við félagið. Stéttarfélagið Efling og SVEIT hafa eldað grátt silfur saman undanfarin misseri í tengslum við Virðingu sem Efling heldur fram að sé ekki raunverulegt stéttarfélag heldur framlenging á hagsmunum veitingahúsaeigenda. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Samkeppniseftirlitið sent út erindi á fjóra aðila þar sem farið er fram á að þeir skili ítarlegum gögnum til eftirlitsins um undirbúning, aðdraganda og samskipti vegna annars vegar stofnunar félagsins Virðingar, og hins vegar samninga Virðingar við SVEIT. Meðal þeirra er áðurnefndur Aðalgeir.
Veitingastaðir Matur Atvinnurekendur Vistaskipti Tengdar fréttir Mikil vonbrigði hjá Votlendissjóði og Einar hættir störfum Stjórn Votlendissjóðs og framkvæmdastjóri hafa ákveðið að draga úr rekstri sjóðsins. Ástæðan er sögð skortur á jörðum til endurheimtar votlendis og áhrif krafna um vottun á fjármögnun verkefna. Þar til alþjóðleg vottun kolefniseininga sjóðsins er í höfn verður dregið úr rekstrinum. 1. febrúar 2023 10:31 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Mikil vonbrigði hjá Votlendissjóði og Einar hættir störfum Stjórn Votlendissjóðs og framkvæmdastjóri hafa ákveðið að draga úr rekstri sjóðsins. Ástæðan er sögð skortur á jörðum til endurheimtar votlendis og áhrif krafna um vottun á fjármögnun verkefna. Þar til alþjóðleg vottun kolefniseininga sjóðsins er í höfn verður dregið úr rekstrinum. 1. febrúar 2023 10:31