Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar 23. maí 2025 07:32 Á fundi sem Samtök sjávarútvegssveitarfélaga stóðu fyrir nýverið kynnti KPMG greiningu á áhrifum fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. Þar kom fram alvarlegri mynd en áður hefur sést í opinberri umræðu — og hún gefur ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur. Samkvæmt greiningunni munu 141 sjávarútvegsfyrirtæki verða fyrir verulegum áhrifum. Þar af eru 127 þeirra staðsett utan höfuðborgarsvæðisins og mörg í viðkvæmum byggðum. Fyrirtækin sjálf lýsa yfir miklum áhyggjum; sum þeirra segja hækkunina setja reksturinn í uppnám og draga úr getu til að fjárfesta, endurnýja búnað og halda úti atvinnu. Í mörgum tilvikum mun veiðigjaldið nema meira en 80% af meðalhagnaði síðustu þriggja ára. Það er einfaldlega ekki sjálfbært. Fyrirtæki hafa einnig bent á að þessi hækkun skekki samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum keppinautum, þar sem álögur eru lægri og fyrirsjáanleiki meiri. Hætta er á því að nýliðun í greininni stöðvist, sem hefur áhrif langt út fyrir sjávarútveginn sjálfan – til sveitarfélaga, þjónustufyrirtækja og íbúa. Það er áhyggjuefni að þessar niðurstöður stangast á við yfirlýsingar atvinnuvegaráðherra, sem segir áhrifin óveruleg án þess að leggja fram gögn því til stuðnings. Gögn sem sveitarfélögin eru enn að kalla eftir. Lang stærsti hluti veiðigjaldsins kemur af landsbyggðinni og því skora ég á alla landsbyggðaþingmenn að skottast í sína heimabyggð tala beint við sjávarútvegsfyrirtækin í sínum kjördæmum og meta þeirra sjónarmið af sanngirni. Við skuldum þeim og samfélögum landsbyggðarinnar það að hlusta áður en við stígum óafturkræf skref. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Ólafur Adolfsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á fundi sem Samtök sjávarútvegssveitarfélaga stóðu fyrir nýverið kynnti KPMG greiningu á áhrifum fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. Þar kom fram alvarlegri mynd en áður hefur sést í opinberri umræðu — og hún gefur ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur. Samkvæmt greiningunni munu 141 sjávarútvegsfyrirtæki verða fyrir verulegum áhrifum. Þar af eru 127 þeirra staðsett utan höfuðborgarsvæðisins og mörg í viðkvæmum byggðum. Fyrirtækin sjálf lýsa yfir miklum áhyggjum; sum þeirra segja hækkunina setja reksturinn í uppnám og draga úr getu til að fjárfesta, endurnýja búnað og halda úti atvinnu. Í mörgum tilvikum mun veiðigjaldið nema meira en 80% af meðalhagnaði síðustu þriggja ára. Það er einfaldlega ekki sjálfbært. Fyrirtæki hafa einnig bent á að þessi hækkun skekki samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum keppinautum, þar sem álögur eru lægri og fyrirsjáanleiki meiri. Hætta er á því að nýliðun í greininni stöðvist, sem hefur áhrif langt út fyrir sjávarútveginn sjálfan – til sveitarfélaga, þjónustufyrirtækja og íbúa. Það er áhyggjuefni að þessar niðurstöður stangast á við yfirlýsingar atvinnuvegaráðherra, sem segir áhrifin óveruleg án þess að leggja fram gögn því til stuðnings. Gögn sem sveitarfélögin eru enn að kalla eftir. Lang stærsti hluti veiðigjaldsins kemur af landsbyggðinni og því skora ég á alla landsbyggðaþingmenn að skottast í sína heimabyggð tala beint við sjávarútvegsfyrirtækin í sínum kjördæmum og meta þeirra sjónarmið af sanngirni. Við skuldum þeim og samfélögum landsbyggðarinnar það að hlusta áður en við stígum óafturkræf skref. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun