Nýr meirihluti komi ekki til greina Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. maí 2025 12:14 Gylfi Ólafsson, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ. aðsend Oddviti Í-listans sem var með eins manns meirihluta áður en hann féll á þriðjudag segir það útilokað að nýr meirihluti verði myndaður í bæjarstjórn. Andinn í bæjarstjórn sé góður þrátt fyrir væringar. Meirihluti Ísafjarðarbæjar féll á þriðjudag eftir að Þorbjörn H. Jóhannesson sem var hjá Í-listanum ákvað að hætta að styðja meirihlutann. Ástæðuna sagði Þorbjörn vera framkomu sumra starfsmanna listans í hans garð. Þorbjörn hafði þá verið í meirihlutanum í aðeins þrjá mánuði en hann tók við sæti í bæjarstjórn af Örnu Láru Jónsdóttur, þáverandi bæjarstjóra, sem tók sæti á þingi fyrir Samfylkinguna í lok nóvember. Gylfi Ólafsson, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ, segir góðan anda vera til staðar þrátt fyrir væringar vikunnar. „Það er auðvitað leiðinlegt að missa Þorbjörn en það er mjög góður samstarfsandi bæði innan meirihlutans og við hina flokkana.“ Í-listinn var áður með eins manns meirihluta í bænum en Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru í minnihluta. Gylfi segir það útilokað að nýr meirihluti verði myndaður. „Í bæjarstjórn verður meirihlutinn óbreyttur en það liggur fyrir svona munnlegt samkomulag um að bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn munu styðja núverandi meirihluta. Það verða einhverjar smávægilegar stólabreytingar í kringum það. Stóru embættin verða þó óbreytt. Formaður bæjarráðs og bæjarstjórinn verður sá sami.“ Stefnuyfirlýsing bæjarstjórnar verður því sú sama næsta árið fram að sveitastjórnarkosningum og starfsemin mun að mestu ganga sinn vanagang. „Það er þannig að það hefur verið mjög góður samhljómur í bæjarstjórninni síðustu þrjú ár. Við höfum vissulega verið að vinna eftir stefnuyfirlýsingu Í-listans en við höfum komið til móts við óskir, hugmyndir og ábendingar Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna. Þetta hefur gengið bara mjög vel og mun halda áfram að ganga mjög vel.“ Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Meirihluti Ísafjarðarbæjar féll á þriðjudag eftir að Þorbjörn H. Jóhannesson sem var hjá Í-listanum ákvað að hætta að styðja meirihlutann. Ástæðuna sagði Þorbjörn vera framkomu sumra starfsmanna listans í hans garð. Þorbjörn hafði þá verið í meirihlutanum í aðeins þrjá mánuði en hann tók við sæti í bæjarstjórn af Örnu Láru Jónsdóttur, þáverandi bæjarstjóra, sem tók sæti á þingi fyrir Samfylkinguna í lok nóvember. Gylfi Ólafsson, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ, segir góðan anda vera til staðar þrátt fyrir væringar vikunnar. „Það er auðvitað leiðinlegt að missa Þorbjörn en það er mjög góður samstarfsandi bæði innan meirihlutans og við hina flokkana.“ Í-listinn var áður með eins manns meirihluta í bænum en Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru í minnihluta. Gylfi segir það útilokað að nýr meirihluti verði myndaður. „Í bæjarstjórn verður meirihlutinn óbreyttur en það liggur fyrir svona munnlegt samkomulag um að bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn munu styðja núverandi meirihluta. Það verða einhverjar smávægilegar stólabreytingar í kringum það. Stóru embættin verða þó óbreytt. Formaður bæjarráðs og bæjarstjórinn verður sá sami.“ Stefnuyfirlýsing bæjarstjórnar verður því sú sama næsta árið fram að sveitastjórnarkosningum og starfsemin mun að mestu ganga sinn vanagang. „Það er þannig að það hefur verið mjög góður samhljómur í bæjarstjórninni síðustu þrjú ár. Við höfum vissulega verið að vinna eftir stefnuyfirlýsingu Í-listans en við höfum komið til móts við óskir, hugmyndir og ábendingar Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna. Þetta hefur gengið bara mjög vel og mun halda áfram að ganga mjög vel.“
Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira