Fótbolti

Ísak Berg­mann hljóp mest allra

Siggeir Ævarsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson á sprettinum eins og svo gjarnan
Ísak Bergmann Jóhannesson á sprettinum eins og svo gjarnan Getty/Philipp von Ditfurth

Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður Fortune Düsseldorf, er mesti hlaupagikkur þýsku B-deildarinnar þetta tímabilið en alls lagði Ísak að baki 386,1 kílómeter í 32 leikjum í vetur. 

Þessi miklu hlaup skiluðu af sér ellefu mörkum og þremur stoðsendingum. Lið Fortune endaði í 6. sæti deildarinnar og leikur því aftur í B-deildinni að ári.

Ísak var á láni hjá liðinu í fyrra og gekk svo formlega til liðs við Fortuna fyrir þetta tímabil. Hann hefur verið orðaður við félagaskipti í sterkara lið í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×